Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 26
færi verður á vegi okkar. „Þetta er tenórsaxófónn, ég er að læra á hann,“ útskýrir Bjarni. Gerir samt ekkert úr sér sem tónlistarmanni. „En ég var í lúðrasveit þegar ég var unglingur. Einu sinni þegar sá sem var með bassatrommuna lagðist í ferðalög gat ég komið að gagni, ég flýtti reyndar svolítið taktinum og gamlingjarnir voru orðnir spreng- móðir!“ Spilar þú líka á harmóníku? „Ég vil tala sem minnst um það. Var reyndar formaður harmón- íkufélagsins hér í Eyjum en aldrei góður á nikku, var frekar með bassa eða gítar.“ Bjarni byrjaði að vinna í frysti- húsi ellefu ára. Sextán ára var hann kominn til sjós sem kokkur á síldar- bát. Síðar fékk hann bæði vélstjóra- og stýrimannsréttindi og í útvarps- herberginu er mappa með myndum og frásögnum af bátum sem hafa komið við sögu í hans lífi. „Það er alltaf eitthvað sem gerist á hverjum bát,“ segir hann, „mér tókst meira að segja að stranda Skaftfellingi sem ég var skipstjóri á 1958-9, það gerðist við Knarr- arósvita við Stokkseyri en allt fór vel, enda annálað happaskip á ferð.“ Í blaðaúrklippu má sjá fyrirsögnina Þétt- ur með smjörlíki til Vestmannaeyjaferðar. Þar er Bjarni á mynd að bjástra við bát. „Síðan hef ég haldið upp á Ljóma!“ segir hann hlæjandi. „En ég fann ekki upp á þessu, þetta er gam- alt ráð frá seglskipa- öld.“ Það var hins vegar á Bergi NK 46 sem Bjarni kveðst hafa verið hálf dauður. „Við vorum að landa síld í salt á Eskifirði þegar ég lenti í línuspilinu. Á dekkinu varð algert öngþveiti og handapat og ég snerist ýmist aftur á bak eða áfram þar til skipstjór- inn kom út í glugga stýrishússins og sá hvað var að gerast, hentist niður í vélarhús og kúplaði vökvadælunni frá, þar með stöðvaðist hringekjan. Ég fékk töluverð sár á hálsinn og bakið. Það hefði verið óþægilegt að fá vírinn á barkann.“ Rakst á Jórunni í gufunni Við færum okkur inn í stofu. Þar eru myndir á borðinu, sumar eftir Sigurgeir, þann virta ljósmyndara í Eyjum, og sjálfur kveðst Bjarni hafa verið með myndadellu, framkallað sjálfur og stækkað. Og nú hefst hið eiginlega viðtal, fyrst um upp- runann. „Móðir mín var Valgerður Björnsdóttir og faðir minn Jónas Bjarnason, skipstjóri, útgerðar- maður og síðar fiskmatsmaður. „Mamma var færeysk. Ég var kall- aður Bjarni, helvítis Færeyingur. Mamma kunni nokkur tungumál og þegar hún bætti esperanto við þá var ég kallaður Bjarni, helvítis Esperantofæreyingur. Mér þótti það ekkert gaman. Samt voru Færeying- ar nógu góðir til að manna flotann hér, stundum voru þeir hér allt upp í 500 talsins. En mamma kom sér upp vinahópi. Hún fór að kenna konum að prjóna og þær sóttu til hennar, margar meiriháttar konur. Mér fannst það dálítið gott hjá henni.“ Bjarni segir Helga á Vesturhúsum mikinn örlagavald í lífi sínu, sá var Benónýsson og umsvifamaður í Eyjum. „Ég reri hjá Helga. Svo komu stelpurnar sex saman úr Öræfunum og Helgi vissi að þær ætluðu í Hrað- frystistöðina en þar var verbúð sem var kölluð Kórea og þar þótti æði sukksamt. Hann komst í spilið, kom þeim í Vinnslustöðina og þær fengu herbergi á Vesturhúsum. Saklausar sveitapíur voru oft settar í það sem enginn vildi gera. Mín, hún Jórunn, var sett í að þvo pönnur, þar var rosa mikil gufa – ég rakst á hana í gufunni!“ Ein mynd er til af Jórunni þar sem hún stendur í grunninum að húsinu að Brekkugötu 1. Ártalið er 1956. „Þarna er búið að slá upp fyrir húsinu og Jónasi líka! Þetta er gott gagn að eiga,“ segir Bjarni brosandi. Jónas er elstur barna þeirra hjóna, hann er raf- magnsverkfræðingur og Bjarni rifjar upp að sem unglingur hafi hann haft gaman af að ráða reikningsþrautir. Næstur var Það er snjór í Vest-mannaeyjum en Bjarni Jónasson er búinn að moka sínar tröppur. Hann verður áttræður í haust en er sprækur eins og lækur. Býr við Brekkugötu, vestast í bænum, með konu sinni Jórunni Bergsdóttur sem reyndar er á sjúkrahúsi þennan dag vegna tilfallandi handarmeins. Við Eyþór ljósmyndari megum velja hvort við setjumst inn í stofu, eldhús eða svít- una á efri hæðinni en við byrjum á að kíkja inn í herbergi Úvaff 104 þar sem Bjarni hefur rekið útvarpsstöð í tæpan aldarfjórðung. „Ég sendi út á laugardögum og sunnudögum. Það kannast samt enginn við að hlusta á mig en ég held að fólk sé að hlusta í laumi,“ segir Bjarni prakkaralegur. „Sumir hafa áhuga á gamalli músík eins og ég. Ég á safn af ýmsu efni.“ Það passar, í herberginu eru margir hillumetrar af geisladiskum og vínyl. Skínandi fagurt blásturshljóð- Stundum í ónáð stundum í náð „Þegar hnykkirnir voru að baki sagði ég: „Nú er það búið,“ en komst fljótlega að því að það þurfti að fara varlega í orðum við farþegana, þeir héldu að ég meinti allt annað. FRéttablaðið/EyÞóR ÁRNasoN Bjarni Jónasson, út- varpsstjóri í Eyjum, vélstjóri og flug- maður, hefur brallað ýmislegt og kynnst bæði sigrum og sorgum. Fór ungur á sjó og synti eitt sinn í land við Ingólfs- höfða til fundar við fjölskyldu sína. Síðar gerðist hann frum- kvöðull í flugi milli Eyja og Landeyja. Við Vorum að landa síld í salt á Eskifirði þEgar ég lEnti í línu- spilinu. á dEkkinu Varð algErt öng- þVEiti og handapat og ég snErist ýmist aftur á Bak Eða áfram. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ↣ 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r26 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -A B A 8 1 C A 1 -A A 6 C 1 C A 1 -A 9 3 0 1 C A 1 -A 7 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.