Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 28
Rúnar, fæddur 1958, hann lést í hörmulegu slysi 22 ára þegar verið var að gera tilraunir með að draga hann í flugdreka á loft með bíl í fyrsta skipti í Eyjum. Ég bið Bjarna að segja mér frá honum. „Rúnar var mjög þægilegur, klár strákur og kátur, það var aldrei hægt að skamma hann, hann var svo næs gæi.“ Sorgin hafði áður barið að dyrum hjá Bjarna og Jórunni því þriðja barn þeirra, Bergur, sem var efnis­ drengur, veiktist hastarlega og dó aðeins rúmlega ársgamall. Leiðið hans er í kirkjugarðinum á Hofi í Öræfum. Valgerður er eina barn Bjarna og Jórunnar sem býr í Eyjum. Hún er kennari og hjálparhella for­ eldra sinna. Bergþór er yngstur systkinanna, íslenskufræðingur og sjálfstætt starfandi fjölmiðlamaður í Frakklandi. Hann kemur alloft heim og svo sendir hann pabba sínum útvarpspistla. Þó hús Bjarna og Jórunnar sé vestast í bænum fóru þau að sjálf­ sögðu með börnin upp á land gos­ nóttina 1973. En kíktu fyrst á ham­ farirnar. „Við fórum á Trabantinum niður á Urðir, þar sem nýja hraunið er nú, svo fórum við suður fyrir Helgafellið til að skoða gosið hinum megin frá. Þar var björgunarsveitar­ maður sem baðaði út höndum en við tókum ekkert mark á honum heldur fórum lengra, þangað til Jórunn sagði: „Bjarni, er ekki bíllinn okkar úr plasti?“ Ég tók mark á því sem mér eldri manneskja sagði og sneri við. Það munar tveimur árum á okkur!“ Synti í land við Ingólfshöfða Bjarni er sundmaður og tekur til dæmis þátt í Guðlaugssundinu í Sundhöll Vestmannaeyja þann 10. mars ár hvert. Sumarið 1960 var hann á leið heim af síldveiðum við Austfirði en Jórunn stödd í Öræfum þar sem ströndin er hafnlaus. Þá stakk hann sér til sunds út af Ing­ ólfshöfða og synti í land. Svona er ástin. „Ég var nú aðallega að spara flugfargjald,“ segir hann kíminn. „Jórunn var á sínum heimaslóðum á Hofi og mér fannst ómögulegt að fara þar fram hjá, sigla til Vest­ mannaeyja, fljúga þaðan til Reykja­ víkur og fljúga svo austur í Öræfi, þangað var ekkert vegasamband á þeim tíma.“ Hugmyndin að sundinu var búin að koma upp fyrr um sum­ arið og menn skiptust í tvo hópa um borð, með og á móti, að sögn Bjarna. „Ég var 1. vélstjóri á Freyju VE 260 og skipstjórinn, Sigurður Sigurjónsson, var algerlega á móti þessu tiltæki. „Það er ég sem er með Freyjuna og ég segi nei,“ sagði hann. Siggi hélt sig í bestikkinu á heimleið og þegar við nálguðumst Höfðann bankaði ég hjá honum og hálf­ hvíslaði: „Siggi, við erum við Ing­ ólfshöfða.“ „Jæja, farðu þá,“ sagði hann og ég flýtti mér að græja mig. Mannskapurinn stóð með mér. Þarna er aðgrunnt langt út en Siggi fór eins nærri landi og þorandi var. Við vorum með nótabát bund­ inn við Freyju og á honum v a r d a m l a ð aðeins lengra. Ég synti af stað í hermannagalla einum fata og dró fötin mín á eftir mér í sjópoka. Sísal­ lína hafði verið fest við mig en þegar ég var kom­ inn dálítið af stað fór hún út í flækju. Þá tóku félagarnir á það ráð að binda fangalínu við flækjuna, það er sver kaðall sem báturinn er bundinn með við bryggju. Ég vissi ekkert um þetta, bara puðaði í sjónum. Siggi varð að færa Freyj­ una aðeins utar, þá dró hann nóta­ bátinn, fangalínuna, flækjuna og mig með, sem var að berjast við að ná landi! Þetta var strembið en hafðist. Ég tók nokkur skref og kastaði mér í fjöruna rétt vestan við höfðann. Stóð samt fljótt upp aftur og hugsaði: Þetta gengur ekki. Þá var tíu kílómetra labb eftir um víð­ áttumiklar leirur, það var eins og að vera úti í miðju hafi, bara vatn til allra átta og sums staðar þungt undir fæti. Ég sá reyndar mann langt fyrir austan mig og reyndi að veifa til hans, veit ekki enn hvort hann var þessa heims. Hann hefur örugglega hugsað svipað. Maður að koma labbandi beint utan frá sjó? Getur ekki verið.“ Ekki kveðst Bjarni vita hversu langt sundið var, það væru flóknar aðgerðir að reikna það út. Fyllti flugvélina af plastbrúsum Bjarni tók atvinnuflugmannspróf 1972 og byrjaði að fljúga með far­ þega milli Eyja og lands. Fyrst lenti hann oftast á Hellu en 1976 fékk hann aðstöðu hjá Jóni Einarssyni, bónda á Bakka í Landeyjum. „Ég lenti þar í uppgrónum kálgarði sem við sléttuðum og sáðum í. Það var samvinnuverkefni að búa til flug­ völl á Bakka. Landgræðslan kom myndarlega að því og bærinn lagði í það. Nú er búið að færa völlinn. Þarna er allt rennislétt og tekur bara fimm til sjö mínútur að fljúga hér á milli.“ Nú vil ég vita hvort Bjarni hafi komist í hann krappan á litlu vél­ unum sínum því oft heyrðist aflýst flugi hjá Flugfélagi Íslands vegna þoku eða hvassviðris í Eyjum. „Já, nafni minn Herjólfsson í flugturn­ inum var alltaf hágrátandi yfir veðrinu og Jórunn líka: „Það er að versna, það er að versna,“ heyrðist stöðugt frá þeim. Hjá mér var ekk­ ert bras með veðrið en það var bras með flugturninn og Jórunni. Þetta slampaðist allt saman.“ Spurður hvort menn hafi verið hræddir að fljúga með honum svarar hann hlæjandi: „Já, já. Það eru til margar sögur. Þú verður að vera í viku! Í austanátt flýgur maður austan við Heimaklett yfir bæinn til lendingar og þegar farið er fram hjá Helgafelli koma oft svona tveir, þrír hnykkir á vélina. Fyrst þegar ég var að byrja með tveggja sæta vél sagði ég þegar hnykk­ irnir voru að baki: „Nú er það búið,“ en komst fljótlega að því að ég þurfti að fara varlega í orðum því farþegarnir héldu að ég meinti allt annað. Einu sinni flaug ég á TF­GOS upp á Akranes með skipalyftunefnd, þar var stuttur völlur og báðir endarnir lágu út í sjó. Svo voru deilur um landið þarna og þetta var kannski skeiðvöllur annað árið og flugvöllur hitt. Ég var á sjö manna, eins hreyf­ ils vél, í henni voru þrjár sætaraðir og það var stór hurð aftan á og gott að komast inn, feitu karlarnir vildu fara þar inn en ég vildi ekki hafa þá aftast. Ég bað einn um að færa sig, það var Siggi vídó. Ég segi við hann: „Heyrðu, Siggi, viltu ekki vera í mið­ röðinni frekar?“ Þá sagði annar: „Þú móðgar farþegann, gefur í skyn að hann sé feitur.“ „Það er nú betra að móðga einn heldur en drepa alla,“ sagði ég. “ Hann kveðst hafa selt TF­GOS til Bretlands og flogið henni þangað í smáhoppum. „Ég hafði aldrei blind­ flugsréttindi en ég sá rosalega vel frá mér – kannski ekki milli landa – en það hjálpaði. Ég fyllti flugvélina af tómum plastbrúsum áður en ég lagði af stað svo hún flyti, kærði mig ekkert um að verða fiskafóður þó ég þyrfti að lenda í sjónum, en allt gekk vel. Ég náði engu sambandi við flugturninn á Shetlandseyjum en sá hvernig traffíkin var og dembdi mér bara niður. Það sagði enginn neitt, sjálfsagt algengt að menn kæmu þangað á síðustu dropunum. Svo fann ég ekki flugvöllinn í Aberdeen en allt í einu var helikopter kominn upp að hliðinni á mér, flugmaður­ inn heilsaði kumpánlega og bauðst til að lóðsa mig.“ Hjálpast að með eldhúsverkin Bjarni starfrækti fyrirtækið Eyja­ flug í tíu ár frá 1973­83. Hann sýnir mér mynd af einni vélinni og segir: „Þegar ég seldi þessa vél eftir fjög­ urra ára notkun var ég búinn að fljúga á henni þúsund tíma og tvö þúsund flugferðir.“ Þó aldrei hafi honum hlekkst alvarlega á í flugi kveðst hann hafa lent í ýmsum árekstrum og mótvindi af manna völdum. „Sighvatur, föðurbróðir minn, rak mig úr Vinnslustöðinni og ég var rekinn úr Ísfélaginu, í bæði skiptin vegna ágreinings um flugmál. Ég var stundum í ónáð, stundum í náð.“ Þetta síðasta rímar við næstu sögu því árið 1984 var Bjarni ráð­ inn fyrsti framkvæmdastjóri kerta­ verksmiðjunnar Heimaeyjar. „Ég byrjaði á því að fara og kaupa vélar í Danmörku og setja þær upp og við fengum kennara til að koma okkur af stað. Ég fékk lofrollu í fundar­ gerðarbókina fyrir hvað mér hefði tekist vel með þetta. Svo féll ég í ónáð og var rekinn eftir fjögur ár, upp á dag. Þarna var verið að remb­ ast við að selja og láta fyrirtækið bera sig en þetta var vinnustaður fyrir fatlaða.“ Nú býður Bjarni okkur í eld­ húsið upp á kaffi og með’ðí. Hann kveðst verja talsverðum tíma á því gólfi enda hjálpist þau hjónin að með eldhúsverkin og önnur hús­ verk, skammtímaminni Jórunnar sé farið að gefa sig. En hann sé gam­ all kokkur og kunni ýmislegt. „Afi minn í Færeyjum var bakari og ég get alveg bakað – annað en vand­ ræði,“ segir hann brosandi. „Ég fékk lofrollu í fundargerðarbókina fyrir hvað mér hefði tekist vel með þetta. Svo féll ég í ónáð og var rekinn eftir fjögur ár, upp á dag.“ ↣ Bjarni í útvarpsherbergi Úvaff 104. Þar er margt forvitnilegt, meðal annars mappa með minningum hans af sjónum. FrÉttaBlaðIð/EyÞór ÁrnaSon nafni minn Herjólfs- son í flugturninum var alltaf Hágrátandi yfir veðrinu og jórunn líka: „Það er að versna, Það er að versna,“ Heyrðist stöðugt frá Þeim. Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2017 kl.17:30 á Stórhöfða 27, gengið inn að neðanverðu. (Grafarvogs megin) Dagskrá: ¥ Venjuleg aðalfundarstörf. ¥ Lagabreytingar ¥ Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Birtu, lífeyrissjóðs. ¥ Önnur mál. Reykjav’k 8. apr’l 2017 Stjórn Félags rafeindavirkja AÐALFUNDUR Félags rafeindavirkja 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r28 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -B F 6 8 1 C A 1 -B E 2 C 1 C A 1 -B C F 0 1 C A 1 -B B B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.