Fréttablaðið - 08.04.2017, Page 34
Heimilið hefur áhrif
á hugarástandið
Plöntur og greinar er skotheld leið til að færa hlýleika inn
á heimilið. NORDICPHOTOS/GETTY
Þessir púðar koma
frá Snúrunni.
Þessar Svensson Nova gardínur frá Zenus eru í uppáhaldi
hjá Örnu þessa stundina. MYND/ZENUS
Arna
Þorleifsdóttir
Innanhússhönnuður
Hönnun
Innanhússhönn-
uðurinn Arna Þor-
leifsdóttir lumar á
góðum ráðum fyrir
þá sem eru í vand-
ræðum með að
ná fram hlýleika á
heimili sínu. Gott
skipulag og rétt sam-
spil áferða er meðal
annars galdurinn.
„Það er mikilvægt að finna fyrir
hlýleika á heimili sínu,“ segir
innanhússhönnuðurinn Arna
Þorleifsdóttir sem lumar á
góðum ráðum sem gæða heim-
ilið hlýleika. „Það er merkilegt
hvað notalegt heimili hefur góð
áhrif á hugarástand okkar. Ég
hef margoft séð hvernig heimili
í jafnvægi gerir fólk ánægðara,“
útskýrir Arna. Það er því vissara
að vanda til verka þegar kemur
að uppröðun og vali á mublum.
„Til að ná fram hlýleika má
ekki að vera með of mikið af
dóti. Fyrir mér er gott jafnvægi
áferðargaldurinn, eitthvað sem
gott er að snerta; t.d. sléttflauel og
merinóull, fallega unninn viður
sem gefur manni góða tilfinn-
ingu. Eins er gott að prýða heim-
ilið með einhverju sem ilmar vel.“
Arna segir eitt fyrsta skrefið í
að gera heimilið hlýlegt og nota-
legt sé að hugsa vel út í geymslu-
pláss. „Það þarf að koma öllum
hlutunum vel fyrir, sumum í lok-
aðar hirslur en öðrum fallegum
hlutunum á yfirborðinu þar
sem þeir njóta sín. Þessar hirslur
geta til dæmis verið upphengdir
skápar, til að forðast að ofhlaða
á gólfin.“
„Svo er gott að blanda saman
vösum, greinum, plöntum og
afskornum blómum til að fá nátt-
úrulega strauma. Rétt sambland
af textíl og efni gerir mikið, sem
dæmi þá vinnur leður, flauel, ull
og hör vel saman. Í stofu er fal-
legt að vinna með óbeina lýsingu
og hafa vegg, gólf- og borðlampa
í hornum. Þannig er hægt að
leika sér með lýsinguna eftir
því hvernig stuði maður er í. Og
ekki má gleyma gardínunum en
t.d. fallegar voile-gardínur geta
aukið hlýleika,“ segir Arna sem
vill að lokum hvetja lesendur
til að vera óhræddir við að mála
veggi dökka.
„Ákveðinn hlýleiki fæst með
því að mála veggi í dekkri tónum,
t.d. bláum, grænum og gráum
tónum.“ gudnyhronn@365.is
Til að ná fram hlý-
leika má ekki að vera
með of mikið af dóTi.
Stóll með
leðuráklæði
frá NORR11.
„Hliðar-
borð með
margvíslega
nýtingu,
flott undir
vasa fyrir
falleg blóm,
lampa,
krúsir og
ker,“ segir
Arna um
þetta borð
frá Hús-
gagnahöll-
inni.
8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
1
-B
A
7
8
1
C
A
1
-B
9
3
C
1
C
A
1
-B
8
0
0
1
C
A
1
-B
6
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K