Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 42
Vinirnir Sturla Sær Erlendsson Fjeldsted og Erna María Björns- dóttir kynntust í útskriftarferð Menntaskólans við Sund þegar þau voru á þriðja ári og hafa verið bestu vinir síðan. Þau voru lengi búin að ræða sín á milli hversu mikið þau langaði til að ferðast til Asíu saman og kvöld eitt á síðasta ári var fyrsta skrefið tekið að sögn Sturlu. Þau ákváðu að byrja að leggja pening til hliðar fyrir stórri reisu og stefndu á brottför í janúar, fyrr á þessu ári. „Við settum okkur markmið að leggja af stað í janúar en pældum lítið í frekari plönum. Það var ekki fyrr en 2-3 mánuðum fyrir brottför að við settumst niður og bárum saman bækur okkar um hvaða staði og lönd okkur langaði að heimsækja. Svo fórum við á fund með Kilroy, gerðum ferða- plan og bókuðum ferðina.“ Hann segir undirbúninginn aðallega hafa snúist um að safna sem mestu fé og fara í allar nauð- synlegar sprautur fyrir ferðina. „Mikilvægt var að útvega sér góðan bakpoka og allar aðrar nauðsynjar. Erfiðasti hluturinn við undirbúninginn var að ákveða hvaða föt maður ætti að taka með því þau áttu eftir að fylgja okkur næstu mánuði.“ Fyrsta vesenið Ferðalagið hófst með flugi til Danmerkur en þaðan var flogið til Dúbaí. Þar eyddu þau nokkrum dögum og fóru m.a. í eyðimerkur- safarí og skoðuðu Burj Khalifa, hæstu byggingu heims. „Næst var för okkar heitið til Bangkok í Taí landi en við gáfum okkur mánuð til að ferðast um landið og nágrenni. Fyrsta skrefið var því að taka rútu yfir til Kambódíu en þar lentum við í fyrsta veseni ferðarinnar þegar við ætluðum að fara yfir landamærin. Það endaði þó allt vel eftir smá barning. Kamb ódía var allt öðruvísi en aðrir staðir sem við heimsóttum. Þar sáum við sólarupprás í Ang- kor Wat, sem er eitt af undrum veraldar, og fórum í átakamikla skoðunarferð að sjá „Killing Fields“ og S21 fangelsið.“ Eftir fimm daga í Kambódíu sneru þau aftur til Taílands þar sem þau hittu nokkrar vinkonur sínar á eyjunni Phi Phi. Þar eyddu þau næstu dögum en svo hélt allur hópurinn saman í frekari ferðalög. „Við fórum m.a. í „Full moon“ partí á ströndinni þar sem við hittum fleiri Íslendinga, lentum í alls konar skrautlegum ævintýrum og fórum í fallhlífarstökk.“ Fídjí var paradís Eftir góða daga í Taílandi héldu Sturla og Erna til höfuðborgar Malasíu, Kúala Lúmpúr, en þar nutu þau lífsins í botn og kynnt- umst áhugverðum einstaklingum. Næst var förinni heitið til Balí í Indónesíu með stuttri viðkomu í Singapúr. „Á Balí gistum við í þriggja hæða villu með einkasund- laug sem var klárlega mesti lúxus ferðarinnar. Þar hittum við aðrar íslenskar vinkonur okkar sem eru að starfa þar í nokkra mánuði. Balí var einn af uppáhalds áfangastöð- unum mínum í ferðalaginu. Þar sólaði maður sig alla daga, borðaði góðan mat og fór út á kvöldin.“ Ef Balí var skemmtilegur áfangastaður var sá næsti enn skemmtilegri. „Frá Balí flugum við til Fídjíeyja í Kyrrahafi sem er ein mesta paradís sem ég hef séð og án efa fallegasti og skemmtilegasti staður sem við heimsóttum í þessu ferðalagi. Þar fórum við í eyja- hopp milli þriggja eyja með hóp af fólki frá öllum heimshornum og eignuðumst einnig góða vini.“ Volgur og fallegur sjórinn freistaði ferðalanganna víða í Asíu. Erna og Sturla á góðri stundu. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Framhald af forsíðu ➛ Lokaland ferðalagsins var Bandaríkin en frá Fídjí flugu þau til Los Angeles þar sem kærasti Ernu hitti þau. „Í LA tókst okkur loks að kíkja í búðir og versla fyrir allan peninginn sem við áttum eftir. Við fengum okkur líka tattú á Venice Beach og nutum þess vel að vera komin í nútímasam- félag. Þá var komið að því að leiðir okkar skildi, Erna og Aron, kærasti hennar, fóru til New York en ég flaug til fjölskyldu minnar í Seattle og eyddi afmælinu mínu þar áður en ég hélt ferðinni heim á ný.“ Fallhlífarstökk hápunkturinn Ferðin var frábær í alla staði en aðspurður um hápunkt hennar nefnir hann fallhlífarstökkið. „Ég hélt að ég myndi aldrei þora því ég er svo innilega lofthræddur. Ef það er einhver einn staður sem stendur upp úr þá eru það Fídjíeyjar. Það sem kom mér helst á óvart var hvað menningin er svo allt önnur en hér heima, það ríkir mikil fátækt á mörgum þessara staða og maður áttar sig á því hvað maður er heppinn að búa á Íslandi.“ Hvað skyldi svona ferðalag hafa kennt hinum 22 ára gamla Sturlu Sæ? „Frá upphafi var þessi ferð mikil persónuleg könnun um hvort ég gæti verið frá fjöl- skyldu og vinum til lengdar því mig langar til að fara í skóla í útlöndum. Ég tel mig klárlega geta það núna því í rauninni langaði mig aldrei heim. Reyndar hefði ég alveg verið til í að framlengja ferðina um nokkra mánuði. Þetta er klárlega hlutur sem mig langar að prófa aftur. Það er bara tíma- spursmál hvenær ég verð búinn að skoða allan heiminn.“ Áhugasamir geta skoðað myndir úr ferð þeirra á Instagram (@Stulliish). Fallhlífarstökkið var hápunktur ferðarinnar fyrir Sturlu enda er hann afar loft- hræddur. Frá upphafi var þessi ferð mikil persónuleg könnun um hvort ég gæti verið frá fjölskyldu og vinum til lengdar því mig langar til að fara í skóla í útlönd- um. Ég tel mig klárlega geta það núna. Sturla Sær Erlendsson Ef það er einhver einn staður sem stendur upp úr þá eru það Fídjíeyjar. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Verð 9.900 - 12.900 kr. - 4 týpur - 6 litir - stærð 34 - 52 Stuttbuxur (bermuda) 2 KYNNINGARBLAÐ 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -D D 0 8 1 C A 1 -D B C C 1 C A 1 -D A 9 0 1 C A 1 -D 9 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.