Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 94
Fimm íslenskir hönnuðir og sex skoskir leiða saman hesta sína á sýningunni SHIFT sem
opnuð var á nýliðnum Hönnunar-
Mars í Galleríi Gróttu. Hönnuðirnir
á sýningunni vinna verk sín í leir,
tré, eðalmálma og textíl en sýningin
er fyrsti þáttur í samstarfi milli
Íslands og Skotlands.
„Það er skemmtilegt að kynnast
og sjá hvert þetta leiðir okkur,“ segir
Guðný Hafsteinsdóttir, keramiker
og ein íslensku þátttakendanna.
„Upphaflega fóru samtökin
Emergents XpoNorth in Scotland
af stað með verkefni til tveggja
ára sem styrkt er af Evrópusam-
bandinu. Þau höfðu samband
við Hönnunarmiðstöð og fengu
upplýsingar um íslenska hönnuði.
Skosku þátttakendurnir völdu
sér síðan samstarfsaðila sem þeir
höfðu áhuga á að vinna með og
leituðu eftir samþykki. Síðan fól
Hönnunarmiðstöð Handverki og
hönnun að halda utan um verk-
efnið hér heima,“ útskýrir Guðný.
Skosku hönnuðirnir mættu með
verk sín á HönnunarMars og hittu
íslenska kollega sína. Sýningarstjór-
ar á vegum þeirra skosku settu upp
sýninguna SHIFT í Galleríi Gróttu.
„Við hittumst þá í fyrsta skiptið
og þau heimsóttu vinnustofurnar
okkar. Við byrjuðum að spjalla og
kynnast svolítið og velta fyrir okkur
hvar við gætum hugsanlega borið
niður í samstarfi. Við munum fara
út til Skotlands í byrjun júní og
heimsækjum þá vinnustofur sam-
starfsaðila okkar og spá í spilin. Ég
verð til dæmis í samstarfi við skart-
gripahönnuð. Þá tökum við jafn-
framt þátt í ráðstefnunni XpoNorth
sem haldin er í Inverness í skosku
hálöndunum og einnig mun Halla
Helgadóttir frá Hönnunarmiðstöð-
inni flytja erindi,“ segir Guðný.
„Munum við hönnuðirnir síðan
halda áfram þessari óvissuferð með
Skotunum og á næsta Hönnunar-
Mars 2018 sýna afrakstur samstarfs-
ins. Ætlunin er svo að sýningin
fari í framhaldinu til Skotlands og
Englands. Við hlökkum mikið til
að fara út og sjá hvað er að gerast
þar en okkur er tjáð að það sé mikil
gróska og samfélag hönnuða, lista-
manna og handverksfólk sé sterkt
og samhent.“
Guðný Haf-
steinsdóttir
keramiker er í
hópi þeirra ís-
lensku hönnuða
sem taka þátt
í samstarfinu.
MYND/GVA
Hönnuðirnir sem taka þátt í verk-
efninu vinna í ólík efni, svo sem leir,
tré, eðalmálma og textíl. Að ofan
sést textíll eftir skoska hönnuðinn
Doppelganger. Til hliðar er skart eftir
Eileen Gatt.
Yfirhöfn eftir
Diggory Brown.
Fyrir neðan má
sjá lampa úr
viði eftir skoska
hönnunar-
studíóið Yellow
Broom.
Samstarf við
skoska hönnuði
Íslenskir og skoskir hönnuðir sýna í Galleríi
Gróttu. Sýningin ber yfirskriftina SHIFT og
var opnuð á nýliðnum HönnunarMars.
Fyrir þig
í Lyfju
lyfja.is
Nú er tími
fyrir fallega
brúnku!
BronzExpress brúnku
vörurnar gefa þér
fallegan lit sem endist!
25%
Gildir út apríl
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Str. 36-52
Robell - stretch buxur
kr. 7.900.-
7
LITIR
GLAMOUR fylgir nú með
Stóra- og Risapakkanum
Kynntu þér málið á 365.is
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
2
-0
4
8
8
1
C
A
2
-0
3
4
C
1
C
A
2
-0
2
1
0
1
C
A
2
-0
0
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K