Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 104
Meðal ferða Tripical
er eyjasigling um
Adríahafið.
Changi-flugvöllurinn í Singapúr
hefur verið valinn besti flugvöllur
heims árið 2017 á árlegu Skytrax
World Airport verðlaununum.
Þetta er fimmta árið í röð sem flug-
völlurinn hlýtur þessa nafnbót.
Flugvöllurinn skiptist í þrjá
brottfararsali en sá fjórði er í bygg-
ingu. Meðal þess sem finna má á
flugvellinum eru tvö kvikmynda-
hús sem eru opin allan sólarhring-
inn og sýna ókeypis alla helstu
smellina.
Tíu bestu flugvellirnir
1. Changi í Singapúr
2. Haneda í Tókýó
3. Incheon í Seúl
4. München
5. Hong Kong
6. Hamad-flugvöllurinn í Doha,
Katar
7. Chubu Centrair Nagoya í Japan
8. Zürich
9. Heathrow í London
10. Frankfurt
Changi er besti
flugvöllur heims
Sjá nánar á www.tripical.is.Veðursæld og tær sjór.
Tripical ferðaskrifstofa býður upp á spennandi ferðir til Búlgaríu og Króatíu. Bæði
löndin eru með ódýrustu ferða-
mannastöðum heims og státa af
mikilli veðursæld. Norðurlanda-
búar hafa um árabil heimsótt
þessi lönd. Meðal ferða Tripical er
eyjasigling um Adríahafið. Ferðin
hefst í hafnarborginni Split og
siglt er milli 7 til 9 grænna eyja
með stoppum og dagsferðum um
eyjarnar. Eftir sjö daga siglingu
er komið í land og gist í bænum
Sibenik, skammt frá borginni Split.
Söguleg mannvirki eru meðal
þess sem hægt er að skoða og
einnig merka byggingarlist. Borgin
Dubrovnik er þar á meðal en þar
hafa þættir af Game of Thrones
verið teknir upp. Búlgaría á sér
einnig ríkulega sögu.
Eyjasigling um Króatíu – eitt ódýrasta ferðamannaland heims
Sumarið er tími stóru tónlistar-
hátíðanna í Evrópu og ekki seinna
vænna að huga að miðakaupum.
Meðal vinsælustu hátíðanna í
sumar má nefna systurhátíðirnar
Rock am Ring og Rock im Park sem
haldnar eru í Mendig og Nürn-
berg í Þýskalandi dagana 2.-4. júní.
Þar koma m.a. fram Rammstein,
System of a Down, Alter Bridge og
Liam Gallagher.
Glastonbury-tónlistarhátíðin
verður haldin 21.-25. júní og er
að venju boðið upp á mikið úrval
heimsþekktra tónlistarmanna, þ. á
m. Radiohead, Foo fighters, Alt-J og
Ed Sheeran.
Hróarskelduhátíðin hefur alltaf
verið vinsæl hjá Íslendingum en í
ár er hún haldin 24. júní til 1. júlí.
Meðal listamanna sem koma þar
fram eru Arcade Fire, The Weeknd,
The XX og A Tribe Called Quest.
Reading and Leeds Festival er
eitt það stærsta á Bretlandseyjum
og fer fram dagana 25. -27. ágúst.
Listinn yfir tónlistarmenn er svaka-
legur þetta árið en þar koma m.a.
fram Muse, Kasabian og Eminem.
Sumarið er
tónlistartíminn
12 KYNNINGARBLAÐ 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
1
-D
8
1
8
1
C
A
1
-D
6
D
C
1
C
A
1
-D
5
A
0
1
C
A
1
-D
4
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K