Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 124

Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 124
Stundum koma kvikmyndir sem virðast eiga greiða leið að hjörtum fólks og eiga í sterkri samræðu við samtíma sinn og samfélag. Kvikmyndir breska leikstjórans Kens Loach eru einmitt oftar en ekki þannig myndir og þá ekki síst hans nýjasta mynd, I, Daniel Blake, sem var tekin til sýning- ar í Bíói Paradís í gærkvöldi. Á meðal nánustu samstarfsmanna Kens Loach til margra ára er framleiðandinn Rebecca O’Brien sem hefur unnið að mörgum verkefnum Loach í gegnum tíðina og þekkir því vel til eiginleika þessa merka leikstjóra. „Þetta er einmitt mynd sem virð- ist tala beint inn í samfélagið. Hún hefur nú þegar haft mikil áhrif hérna í Bretlandi, fengið umtal og ekki síður skapað umræðu, og reyndar einnig í mörgum öðrum löndum. Það gleður okkur mikið.“ Áríðandi mynd Rebecca O’Brien segir að hún hafi unnið með Ken Loach í bráðum þrjátíu ár og Paul Laverty handrits- höfundi ekki mikið skemur en það. „Upphafið að þessari mynd má rekja til þess að Paul og Ken fóru saman í ferðalag veturinn 2015 þar sem þeir keyrðu um Bretland vegna þess að þeir höfðu verið að lesa sögur af fólki sem hefur lent í hremmingum í vel- ferðarkerfinu. Þeir ákváðu því að fara og fá þessar sögur frá fyrstu hendi og fá að vita hvort þetta væri í raun jafn slæmt og sögurnar gáfu til kynna. Þeir heimsóttu vinnumiðlanir, mat- arúthlutanir og einstaklinga og höfðu augun opin fyrir hvernig ástandið væri í raun og veru. Á þessum tíma var ég sjálf að vinna að annarri mynd, City of Tiny Lights, sem er reyndar verið að frumsýna hér í London í kvöld (föstudagskvöld). Ég átti alls ekki von á því að það kæmi handrit frá þeim þarna um vorið þegar ég var enn við tökur á hinni myndinni en það gerðist nú samt. Paul sendi mér handritið og sagði mér að lesa bara þegar ég væri búin í tökum en auðvitað gat ég ekki beðið eftir því. Las handritið þá um kvöldið og hringdi strax í þá og sagði að við yrðum að gera þessa mynd strax á þessu ári – vegna þess að þetta er áríðandi og mikilvæg mynd. Við tókum myndina upp um haustið þarna þetta sama ár, 2015, og hlut- irnir gerast nú ekki mikið hraðar en þetta í þessum bransa.“ Daniel Blake er rödd allra þeirra sem ganga á vegg I, Daniel Blake, nýjasta mynd leikstjórans Kens Loach, hlaut bæði Gullpálma og BAFTA-verðlaun. Rebecca O’Brien, framleiðandi myndarinnar, segir að ástæðan sé sú að myndin eigi áríðandi erindi við samfélagið. Vísvitandi veggur Eins og Rebecca bendir á er víða mikil umræða um misskiptingu auðs og lífsgæða í vestrænum samfélögum og mikilvægt fyrir kvikmyndalistina að taka þátt í þeirri umræðu. „En þetta snýst fyrst og fremst um að fólk er blekkt og það er farið að gera sér grein fyrir því. Málið er að þetta er meðvit- uð grimmd. Stjórnvöld vita vel hvað þau eru að gera, eru fyllilega með- vituð um það hvernig farið er með fólk í þessu samfélagi því það er ekki hægt að fela sig á bak við eitthvert þekkingarleysi á þessum tímum. Fólk sem kerfið er að fara illa með hefur átt erfitt með að finna sína rödd og láta hana hljóma í samfélagsum- ræðunni. Ég held að Daniel Blake hafi gefið þessu fólki rödd og í raun tekið utan um reiði fólks og hugsanir og beint þeim í ákveðinn farveg. Hleypt þeim inn í umræðuna, ef svo má segja, en það er bara fyrsta skrefið. Vandinn er nefnilega fólginn í því að þetta kerfi er þannig hannað að það lætur fólki finnast það einskis virði. Hér er það einkum gert með því að leggja fyrir fólk kerfislægar þrautir, á borð við útfyllingu enda- lausra eyðublaða, sem eru í raun og veru mjög erfiðar fyrir hvern sem er. Og það sem þessi kvikmynd segir við fólk er þetta: Þú ert ekki eina mann- eskjan í þessari stöðu. Það er eðlilegt að þú gangir þarna á vegg því að það er búið að setja hann þarna fyrir þig og öll þekkjum við mann eins og Daniel Blake. Hann er líka ég og þú og hann talar fyrir alla sem ganga á veggi kerfisins.“ Á opnunarsýningu myndarinnar í Bíói Paradís buðu Pepp Ísland, Sam- tök fólks í fátækt, öllum þingmönn- um í bíó og í framhaldinu var efnt til umræðna. Rebecca segir að það sé gleðilegt að fólk nýti myndina til sem sína rödd. „Ég kom með myndina á Stockfish og við sýndum hana tvisvar þar. Í mínum huga þá er Ísland land jafnræðis og velferðar og því stuðaði það mig talsvert hvað myndin hreyfði hraustlega við mörgum og hversu margir þekktu þessar upplifanir.“ Engar stjörnur Þrátt fyrir að hafa unnið með Ken Loach í tæp þrjátíu ár hefur Rebecca fylgst með ferli leikstjórans lengur en það. „Ég er búin að vera aðdáandi hans frá því ég var barn. Ég sá Cathy Come Home í sjónvarpinu þegar ég var tíu ára og hún hafði gríðar leg áhrif á mig. Eftir það sá ég alltaf allt sem hann gerði og hugsaði að bara það að fá að hitta hann væri æðislegt þann- ig að ég hef verið afar lánsöm að fá að vinna með honum,“ segir Rebecca og skellihlær og bætir við það sé líka alltaf sérstakt að vinna að myndum Loach. „Þetta eru myndir sem eiga erindi og tala inn í samfélagið hverju sinni. Þeim áhrifum er m.a. náð með því að við höldum okkur við að vinna fyrir lítið fjármagn og höfum þannig fókus á verkefninu. Annað er að við notum ekki fræga leikara vegna þess að þeir hægja á ferlinu og svo leiðir það líka til þess að fólk fer að horfa á viðkomandi stjörnu en ekki endilega persónuna og myndina í heild sinni. Að auki þá skjótum við allt á staðn- um, förum aldrei í stúdíó, heldur veljum staði sem okkur finnst þjóna sögunni. Það er líka mikilvægt vegna þess að þannig náum við ákveðnum tengslum við það samfélag sem við erum að vinna með hverju sinni. Svona getum við líka unnið tiltölu- lega hratt miðað við kvikmyndagerð og þannig haldið í þessa tilfinningu að okkur liggi á að segja sögu og von- andi er það saga sem á erindi við fólk. I, Daniel Blake er einmitt þann- ig mynd og þannig saga sem lá á að koma til fólksins og það hefur líka tekið henni vel.“ Atriði úr mynd Kens Loach, I, Daniel Blake, sem Rebecca O’Brien framleiddi eins og aðrar myndir leikstjórans síðustu þrjátíu árin. A U G LÝ S I N G U M N Ý T T D E I L I S K I P U L A G Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með, í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Keflavíkurflugvöllur – NA-svæði Keflavíkurflugvallar“. Deiliskipulagið tekur til svæðis milli flugstöðvarsvæðis og Háaleitishlaðs og liggur með austur- og norðausturmörkum Keflavíkurflugvallar. Skipulagssvæðið er um 142 ha að stærð. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tengivegi milli þjónustusvæða, svæðum fyrir búnað tengdum flugvallarrekstri og geymslusvæði. Deiliskipulagstillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar frá og með 10. apríl 2017 . www.kefairport.is/Um-felagid/THroun/Deiliskipulag/ Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 24. maí 2017. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 5. apríl 2017 F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson , skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar. Rebecca O’Brien á skrif- stofu sinni í London. Hún segist hafa verið aðdáandi Loach frá því hún var tíu ára gömul. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r60 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 1 -7 F 3 8 1 C A 1 -7 D F C 1 C A 1 -7 C C 0 1 C A 1 -7 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.