Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 9
Ulcus A A. Early carcinoma í framvegg Antrum Pre-Pyloralt. B. Sami sjúklingur 6 mánuSum síðar. C. Ulcus ventriculi á Anculus. Myndir teknar með magamyndavél GTF-S'2. burstaskolun fyrir frumuskoðun (cytologi). Loftblástursútbúnaður er sjálfvirkur með því að þrýsta á hnapp á tækinu eða stíga á fótrofa. Myndavélar fylgja tækjunum og eru þær tengdar á sjóngluggann, en einnig er hægt að tengja kvikmynda- vélar og litasjónvarp við tækin. Kennslugluggar eru framleiddir og tengjast þeir sjónglugganum og geta þá tveir skoðað samtímis, en slíkt er nauðsynlegt við þjálfun fólks í þess- ari rannsóknaraðferð, eða ef tveir rannsakendur samtímis þurfa að eiga blut að greiningu. Ymsar þjóðir framleiða trefjagler- spegla, en þar ber hæst japanska fyr- irtækið Olympus og ACMI í Banda- ríkjunum. Umboðsmenn þessara fyr- irtækja eru í Evrópu t. d. í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Hamborg. Mönnum ber yfirleitt saman um það, að gæðamunur tækjanna sé ekki mik- ill, aðalatriðið sé þess vegna að höfð séu viðskipti við þá, sem veita skjót- ustu og beztu viðgerðarþjónustu, þegar kaupa skal tæki. Tækin eru við- kvæm, þurfa nákvæma og góða með- höndlun og eru svo dýr, að fæstar stofnanir hafa efni á því að eiga mik- inn búnað til vara. Magamyndavél (gastrokamera) Myndataka af magaslímhúð er fyrst talin hafa verið reynd af Lange og B Meltzing í Múnchen 1898, þar sem örsmá myndavél í enda á gúmmí- slöngu var sett niður í maga sjúk- lings. Árangur var lélegur, en sama aðferð var notuð af Heilpern og Back í Vín 1929, er þeir bjuggu til svokall- aðan „Gastrophotor“, sem vakti tals- verða athygli á sínum tíma og náðust allgóðar svart-hvítar myndir með þessu tæki. Árið 1930 framleiddi G. tWolf og N. Henning í Berlín hylki með 4 myndavélum útbúnum linsum og tókst að ná myndum með þessum útbúnaði, en þessi aðferð lagðist fljótlega niður, enda útbúnaðurinn óhentugur (2). Japanir tóku upp þráðinn við framleiðslu magamyndavéla og árið 1950 var fyrsta trefjaglersmyndavél- in hönnuð af Dr. T. Uji, japönskum skurðlækni. Notkun magamyndavéla breiddist fljótlega út um Japan. Árið 1965 voru þar í notkun yfir 10 þúsund tæki. Er víst að hin háa tíðni maga- krabbameins þar, ein hin hæsta í heimi, og meðvitund lækna og al- mennings um hana hefur átt mikinn þátt í þessari útbreiðslu. Hafa þeir sett upp leitarstöðvar víðs vegar um landið og rannsakað stóra hópa ein- staklinga bæði með magamyndavél- um og röntgenrannsókn, sem einnig er háþróuð tækni hjá þeim, Þeim hef- ur á þennan hátt tekizt að finna „early carcinoma“ hjá einkennalaus- um einstaklingum og hlutfallslegur fjöldi aðgerða við sjúkdómnum á læknanlegu stigi hefur aukizt mikið á undanförnum árum (7). Pylo Ventric. Rus Angulus Fundus C Til Evrópu fóru magamyndavélar að berast árið 1964 og hin fyrsta þeirra kom til Islands árið 1966, gef- in Krabbameinsfélagi Reykjavíkur af Kiwanisklúbbnum í Reykjavík. Gerð hefur verið grein fyrir rann- sóknum Krabbameinsfélagsins með þessu áhaldi í tímaritinu „Aktuelle gastrologi“ (3) (6). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri fékk sína fyrstu magamyndavél í júní 1974 og var hún gefin af góðgerða- klúbbum þar í bæ, með þeim tilmæl- um að leil að krabbameini á læknan- legu stigi meðal frískra einstaklinga yrði hafin svo fljótt sem kostur væri. Síðar í þessari grein verður drepið frekar á þróun þeirra mála á Akur- eyri síðan. Magamyndavélin er grönn slanga, með myndavélina og filmuna inn- byggða í endanum. Fyrstu tækin voru „blind“, það er að segja, höfðu eng- an sj ónglugga og myndatakan var þá framkvæmd samkvæmt ákveðnu kerfi, sem tryggja átti að allt innra borð magans kæmi fram á filmunni. Ohjákvæmilega urðu margar myndir teknar á þennan hátt ódómbærar vegna of lítillar fjarlægðar, of lítils lofts í maganum, eða vegna þess að endinn lá í slímpolli. Árið 1965 kom á markaðinn maga- myndavél með sjónglugga, þ. e. trefjaglersknippum og sjónglugga, nægum til að staðsetja sig í magan- um og sjá í stórum dráttum það sem myndað er, þótt ekki sé hægt að meta árangurinn fyrr en að lokinni filmu- skoðun. Þetta er sú gerð, sem bezt TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.