Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 11
Ejri mynd: „Gastro kamera GTF-S2“ í heild. — Neðri mynd: Myndavélarhludnn: A hetta, B jœritaug f. jilmu, C pera, D jótó- cella, E Ijósop, F útsýnisgluggi, G lojt- blástur. í 44 á árunum 1972-1974. Orsakir þessa eru ókunnar. Islendingar hafa haft tiltölulega mjög háa tíðni af þessum sjúkdómi miðað við aðrar þjóðir og má telja líklegt að svo sé enn. Þessvegna sýnist nauðsynlegt að gefa fólki á Islandi greiðan aðgang að góðum rannsóknum vegna maga- óþæginda. Magaljósmyndun og maga- speglun koma ekki í stað röntgen- rannsóknar né heldur röntgenrann- sókn í stað þeirra, þessar rannsóknir styðja hver aðra og auka þannig ör- yggi í réttri greiningu sjúkdóma. Hér verður á eftir gerð grein fyrir helztu ástæðum (indicationuml magaljósmyndunar og magaspeglun- ar. Þar sem magamyndavél er á staðnum er hún yfirleitt notuð sem fyrsta tæki, vegna þess að sú athugun er fljótlegri og óþægindaminni fyrir sjúklinginn en magaspeglun. Siðar- nefnda rannsóknin er svo gerð strax á eftir eða nokkru síðar til frekari athugunar og e. t. v. vefjasýnistöku frá ákveðnu svæði ef þurfa þykir. 1. Hvers konar óþœgindi frá efri hluta meltingarfœra, sem staðið hafa lengur en venjuleg „magapest“, og eigi síður þótt röntgenskoðun sé nei- kvæð. A þetta sérstaklega við um ald- ursflokkana yfir 40 ára aldri og er þetta sá hópur einstaklinga, sem mestir möguleikar eru á því að finna „early carcinoma“ hjá. 2. Breytingar á röntgenmynd. Þennan hóp er mikilsvert að geta skoðað vegna þess að: ai Hægt er að staðfesta illkynja breytingar, taka vefjasýni, gera sér grein fyrir útbreiðslu og á- kveða hvers konar aðgerð muni vera heppilegust ef hennar verð- ur þörf. b) Komið geta fram breytingar á röntgenmynd, sem vekja grun um illkynja sjúkdóm og þarf þá að sannreyna eða útiloka þann mögu- leika með magaspeglun og vefja- sýnistöku. Reynist ekki vera um illkynja mein að ræða er sjúk- lingnum hlíft við ónauðsynlegri skurðaðgerð, sem ella hefði verið óhjákvæmileg. ci Ekki er hægt með vissu að greina á milli hvort sár eða slímhúðar- separ, sem sjást á röntgenmynd eða við magaljósmyndun eru góð- eða illkynja. Því er nauðsynlegt að gera magaspeglun og fá úr þessu skorið með vefjasýnistöku. 3. Blœðingar frá meltingarfœrum, hvort heldur um er að ræða blóðupp- köst eða blóð í hægðum. Miklar lík- ur eru á því, að blæðing komi frá efri hluta meltingarfæra þótt blæðingin komi aðeins með hægðunum, en und- antekning er þó ferskt b!óð utan á hægðum. 4. Eftirlit með sárum, slímhúðar- sepurn og bólgum. Fylgjast þarf með því, hvernig sár hefst við og endur- taka vefjasýnistöku vilji það ekki gróa. Slímhúðarsepa (polypa) er ráð- legt að athuga með vissu millibili, ef þeir eru ekki numdir brott með skurðaðgerð. Talið er hugsanlegt að langvinn slímhúðarbólga (kroniskur atrofiskur gastritis) auki hættu á ill- kynja meinsemd í magaslímhúðinni. Því er þörf að fylgjast með þeim ein- staklingum, sem hafa slímhúðarbólgu í maga að einhverju marki. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.