Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 12
5. Eftirlit eftir resectio ventriculi. Fylgjast þarf með því, hvort sár eða ilkynja vöxtur kemur aftur eftir að- gerðina, og einnig hefur verið sýnl fram á hærri tíðni krabbameins i magastúf, þegar meira en 15 ár eru liðin frá aðgerðinni. Þessa einstak- linga ætti því að skoða árlega. Undirbúningur og framkvæmd magaljósmyndunar og maga- speglunar Magaljósmyndun og magaspeglun á vegum sjúkrahússins á Akureyri fara fram á Göngudeildinni, sem stað- sett er í miðbænum. Hver sem þess óskar getur fengið sig skoðaðan, án tilvísunar læknis og án tillits til þess, hvort um óþægindi frá kviðarholi er að ræða eða ekki. Er önnur rann- sóknaraðferðin eða báðar notaðar eftir mati hverju sinni. Þannig nægir ekki að gera aðeins magaljósmyndun hjá einstaklingi með einkenni um skeifugarnarsár (ulcus duodeni) eða þindarslil (hiatus hernia), heldur þarf þá að spegla hann með viðeig- andi tækjum einnig. Á hinn bóginn er sjálfsagður hlutur að gera einnig magaljósmyndun, ekki síst ef hann er á eða farinn að nálgast miðjan aldur. Reiknað er með því, að sá sem kemur til rannsóknarinnar eyði í hana 1 % -2 klst. Hann fastar frá kvöldinu áð- ur og fær einni klst. fyrir rannsókn 40 mg Dimethylpolysiloxan, sem eyð- ir froðu í maganum og gefur því hreinni slímhúð. Hann er inntur eftir óþægindum, ef einhver eru, rann- sóknin útskýrð og mikilvægi þess að geta slakað vel og andað með kviðn- um. Kokið er deyft með Xylocain- úða og gefið er í æð Atropin 0,5 mg + Valium 2,5 mg um leið og rann- sókn hefst. Áður þarf að vera húið að undirbúa magamyndavélina, setja í hana merkta filmu, prófa ljósmagn, hreyfanleika, loftblástur og filmu- framvindu, smyrja slönguna og bera vökvafælið efni á myndavélarglugg- ann. Tannhlíf er höfð á slöngunni, svo að ekki sé bitið á hana gat. Slangan er færð niður gegnum munn með einstaklinginn í vinstri hliðarlegu. Ef fyrirstaða er í koki er einstaklingnum ráðlagt að kyngja og finnst þá oft hvernig vöðvinn efst í vélinda gefur eftir og er þá slöngunni rennt rólega niður. Mælikvarði er á slöngunni og á 40—50 cm dýpi má oft finna dálitla mótstöðu við vélindis- magamótin. Síðan er lofti þrýst niður og sést maginn þá þenjast út af loft- inu. Sé um fyrirstöðu í vélinda að ræða, skal hætt við þessa rannsókn og einsíaklingurinn skoðaður með vélindisspegli og röntgen. Slangan er færð niður í neðsta hluta magans (antrum) og þar hefst myndatakan, en síðan er myndað kerfisbundið upp eftir öllum magan- um og á það að tryggja að allt innra borð hans komi fram á filmunni. Til þess að ná myndum af efri maga- munni (cardia) og magahvelfingu (fundus) er slangan hringsveigð, þannig að hún fer niður eftir minni magabugðu (curvatura minor) og upp eftir þeirri stærri (curvatura major). Hinn rannsakaði er beðinn um að halda andardrætti í fullri inn- öndun, þegar myndað er í neðri hluta magans, en eftir útöndun þegar myndað er í efri hlutanum (corpusi, en við það hvelfast þessi svæði betur út og minni hætta verður á að mynd- ir verði hreyfðar. Venjulega er einhver vökvi í mag- anum og þarf því að halla einstak- lingnum til beggja hliða á víxl svo að vökvinn renni frá því svæði, sem ver- ið er að mynda. Þegar búið er að taka þær 26 myndir sem filman leyfir, er slangan dregin upp og hinn rannsakaði lát- inn setjast upp, en auðveldara er að losna við loftið úr maganum þegar setið er framan á. Myndatakan tekur 3-15 mínútur og munar þar öllu hvort hinum rann- sakaða hefur tekist að halda því lofti, sem þrýst er niður og að komast hjá ógleði. Hafi ekki átt að gera vélindis- og/eða skeifugarnarspeglun og ekk- ert sést við myndatökuna, sem gefi ástæðu til magaspeglunar og vefja- sýnistöku, er rannsókninni þar með lokið. Nokkrum vikum síðar, þegar filmu- skoðun hefur farið fram, er sent bréf til hins rannsakaða með upplýsing- um um niðurstöður rannsóknarinnar og hvort þörf sé á frekari rannsókn eða eftirliti. Myndataka með blindri maga- myndavél fer fram á sama hátt. I rökkvuðu herbergi má að nokkru átta sig á staðsetningu myndavélarinnar innan í maganum eftir Ijósgeislan- um, sem sést gegnum kviðvegginn. Betra er þó að geta notið gegnumlýs- ingar með sj ónvarpsskermi til stað- setningar og hefur sú geislun engin skaðleg áhrif á filmuna. Að lokinni rannsókn er slangan og loftblástursgangurinn hreinsuð með vatni og sótthreinsandi vökva, t. d. höfum við notað Hibitane Gluconate 20% 1:5000 og látið slönguna liggja í þeirri upplausn um stund. Gæta þarf þess að vatn fari ekki í stjórntækið, en það er hreinsað að utan með klút vættum í sótthreinsandi vökva. Síðan er filman fjarlægð úr tækinu og má engin birta komast að henni meðan það er gert. Hentugast er að nota til þess poka úr svörtu þykku efni með opum til endanna, sem farið er inn í með sína hendi frá hvoru opinu á- samt slönguendanum og filmuhylki, sem filman er sett í og því lokað tryggilega áður en farið er úr pokan- um aftur. Filman er send í framköll- un til Kaupmannahafnar og líða sjaldan meira en 2 vikur áður en hún kemur aftur. Eigin reynsla Eins og fyrr er greint voru það góðgerðaklúbbar á Akureyri, sem söfnuðu fé og gáfu sjúkrahúsinu 94 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.