Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 16
Lög um Lifeyríssjóð hjúkrunarkvenna Lög um Lífeyríssjóð hjúkrunarkvenna voru samþykkt 24. apríl 1965 og síðan hafa þau ekki verið endurskoðuð. Lög sjóðsins eru í stórum dráttum hlið- stæð öðrum lífeyrissjóðslögum, þó er að finna sérákvæði í 10. gr. um makalífeyri og er ástæða til að vekja sérstaka athygli á þeirri grein. — Tímarit HFÍ vill einnig vekja athygli lesenda sinna á upplýsing- um um íbúðarlán er birtar voru í 1. tölu- blaði 1976. Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfesl þau með samþykki mínu: 1. gr. Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. 2. gr. Sjóðfélagar eru í lögum þessum taldir allir þeir, sem skylt er að greiða iðgjöld í sjóðinn og rétt eiga á lífeyri úr honum. 3. gr. Stjórn sjóðsins skipa 3 menn, formaður Hjúkrunar- félags íslands, landlæknir og einn maður tilnefndur af ríkisstjórninni til þriggja ára í senn, og er hann for- maður stjórnarinnar. 4. gr. Stjórn sjóðsins heldur fund svo oft sem þörf er á, og skal hún halda gerðabók og skrá þar allar samþykktir sínar. í stjórninni ræður meiri hluti atkvæða. Ekkert fé má greiða úr sjóðnum nema með samþykki sjóð- stjórnarinnar. Stjórn sjóðsins skal sjá um ávöxtun fjár hans. Skal ávaxta sjóðinn í tryggum verðbréfum, svo sem ríkis- skuldabréfum eða öðrum bréfum með ríkisábyrgð, skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga, vaxtabréfum veð- deildar Landsbankans eða Búnaðarbankans, jarðrækt- arbréfum, skuldabréfum tryggðum með fyrsta veðrétti í fasteignum samkvæmt því, sem nánar verður ákveðið í reglugerð, eða með öðrum álíka tryggilegum hætti. Ráðherra getur kveðið nánar á um útlán sjóðsins með reglugerð, þar á meðal sett fyrirmæli um lánveit- ingar til íbúðarhúsabygginga fyrir sjóðfélaga. 5. gr. Tryggingastofnun ríkisins hefur á hendi reiknings- hald sjóðsins, heimtir inn tekjur lians og annast greiðsl- ur úr honum, hvort tveggja eftir tilvísun sjóðstjórnar- innar. Þóknun fyrir starf Tryggingarstofnunarinnar fer eftir samkomulagi milli hennar og sjóðstjórnarinnar. Náist ekki samkomulag, ákveður félagsmálaráðherra þóknunina. 6. gr. Reikningar sjóðsins er almanaksárið. Ársreikningur skal birtur með ársreikningum Tryggingastofnunar rík- isins og endurskoðaður á sama hátt og þeir. 7. gr. Rétt til lífeyris úr sjóðnum hefur sérhver sjóðfélagi, sem hefur greitt iðgjöld til hans í 5 ár eða lengur og lætur af störfum sökum varanlegrar örorku eða elli. Rétturinn til að hætta störfum sökum elli miðast við 65 ára aldur, ef viðkomandi hefur makalífeyristryggingu í sjóðnum, en ella við 60 ára aldur. Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 30 ár, falla iðgjaldagreiðslur lians niður svo og ið- gjaldagreiðslur launagreiðanda lians vegna. 8. gr. Lfpphæð ellilífeyris er hundraðshluti af launum þeim, er á hverjum tíma fylgja starfi því, sem sjóðfélaginn 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.