Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 21
Raddir hjúkrunarnema Dagana 20.-27. maí s.l. dvöldu í Kaupmannahöfn tveir hjúkrunarnem- ar á vegum HNFI, þær Asa St. Atla- dóttir og Margrét Tómasdóttir. Til- efni ferðarinnar var að sækja nám- skeið sem bar heitið Formands- næsteformandskursus og var haldið á vegum Danska hjúkrunarfélagsins fyrir hjúkrunarnemafélögin þar. Ferðin var einnig notuð til að kynn- ast uppbyggingu Danska hjúkrunar- félagsins og hjúkrunarnemafélaganna þar. Sambandiö milli félaganna er mun meira en hér á landi, þar sem hjúkrunarnemarnir verða meölimir í DSR strax eftir að þeir liafa lokið forskólanámi og greiða þá um leið félagsgjöld til DSR. Á vegum DSR starfar sérstakur ritari, sem er ætlaður sem tengiliður milli nemanna annars vegar og hjúkr- unarfélagsins hins vegar. Þessi ritari er í fullu starfi allan ársins hring og hefur sem aöalstarf að túlka sjónar- mið beggja aðila á heimaslóð hvors um sig. Einnig eiga nemarnir eitt sæti í stjórn DSR og hafa þar bæði málfrelsi og tillögurétt. I áðurnefndu ritarastarfi er nú sem stendur maður, er heitir Hans Handler. Hefur hann alla tíð verið mjög vinveittur HNFI og var hann aðalhvatamaður að því að hægt var að fara í þessa ferð. Hann sýndi okk- ur íslensku nemunum bækistöð DSR, sem er geysilega stór og mikil og hvernig starfsemin þar og skipulagn- ing er í heild. Var mjög fróðlegt að sjá hve skipulagningin var góð og hve starfsemin gengur þar fljótt og örugglega fyrir sig. Hans Handler skipulagði einnig Formands-næste- formandskursusinn, sem var aðal- markmið ferðarinnar. í ferðinni kynntumst við nemarnir einnig nokkrum einstökum hjúkrun- arnemum. Nokkrir nemar við Bis- pebjerghospital buðu okkur fæði og húsnæði, sem við þáðum að sjálf- sögðu með miklum þökkum. I gegn- um þessa nema og fleiri kynntumst við fyrirkomulaginu á hjúkrunar- náminu þar. Það er í ýmsu nokkuð frábrugðið fyrirkomulaginu hér. Eru nokkur atriði í því sambandi, sem undirrituð vill gera að umræðuefni. Jafnvel þótt tengslin milli DSR og hjúkrunarnemafélaganna séu öðru- vísi en þau eru hér, er ótalmargt sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar varðandi framkvæmd hjúkrunar- námsins og fyrirkomulagið í sam- bandi við það. Námstíminn er þrjú heil ár fyrir utan forskólann, sem er fimm mán- uðir. Eftir að forskólanum lýkur og nemarnir fara að vinna, þiggja þeir laun, sem eru 50% af launum hjúkr- unarfræðings. Hækka launin síðan í hundraðshlutum í samræmi við það sem námstíminn lengist. Þetta er líkt fyrirkomulag og hjá okkur nema að dönsku nemarnir byrja með þann hundraðshluta af launum, sem við hér heima endum með sem þriðja árs nemar. Þá er einnig að geta þess að laun danskra hjúkrunarfræðinga eru ldutfallslega hærri en íslenskra. A þessu þriggja ára námstímabili fá danskir nemar 60 veikindadaga. Okkur rak í rogastans, þar sem við höfum 21 veikindadag á okkar þriggja ára námstímabili. Ef einhver er svo óheppinn að vera veikur t. d. 30 daga af sínu þriggja ára námi hér, verður hann að vinna í 9 daga í nemabúning og á nema launum og sem nemi eftir að hann er útskrifað- ur sem hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfélagið danska (DSR) og hjúkrunarskólarnir hafa komið á nokkru sem kallað er „tjenestefri". Það er „leyfi“, sem þeir nemar, er mikið sinna félagsmálum fá. Er þar átt við formenn nemafélaganna og aðra stjórnarmeðlimi þeirra er oft þurfa að sækja ýmiss konar fundi varðandi nemafélög sín, án þess að tíminn sé dreginn frá náminu. Þetta ,,tjenestefri“ getur mest orð- ið 75 dagar og er metið í hverju til- felli þegar dagarnir eru orðnir fleiri en 75, hvort lengja þurfi þá verklegt nám þeirra. Nemarnir eru á launm frá þeirri stofnun sem þeir eru hjá í hvert eitl Framh. á bls. 126. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.