Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 38
og hjúkrunarmenn, þ. e. hjúkrunarfræðing- ur. Þó er þeim, sem þess óska fremur, heim- ilt að nota fyrri starfsheiti áfram. Frá þessari lagabreytingu var sagt í Tímariti HFÍ, 4. tbl. 1975. Tímarit HFÍ Tímarit HFI varð 50 ára á árinu 1975 og var af því tilefni gefið út sérstakt afmælis- rit. Hefur tímaritið komið út óslitið frá upphafi, að jafnaði 4 tölublöð á ári. Rit- stjóri tímaritsins er Ingibjörg Arnadóttir og starfar með henni 3ja manna ritstjórn. Trúnaöarmannakerfi HF'l Stjórn félagsins var sammála um að nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til þess að efla starfsemi trúnaðarmanna inn- an félagsins, en trúnaðarmannakerfið hafði verið svo til óvirkt um langan tíma og var t. d. ekkert trúnaðarráð starfandi. Fulltrúar úr stjórn félagsins boðuðu trúnaðarmenn til fundar 24. apríl 1975 og voru þessi mál rædd þar og jafnframt kosið nýtt trúnaðarráð, sem skyldi sitja fram að næsta aðalfundi trúnaðarmanna, en hann var haldinn um haustið, og var trúnaðar- ráð endurkosið á aðalfundinum. Trúnaðarráði var falið að sjá til þess að trúnaðarmenn yrðu kosnir á vinnustöðum samkv. reglugerð og ennfremur var ákveð- ið að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn. Var það haldið í maí 1975, með aðstoð frá BSRB og var þátttaka góð og almenn á- nægja með námskeiðið. Kjaramál Launamálanefnd HFI, sem kosin var á fulltrúafundi 1975, vann að gerð sérkrafna félagsins og sendi þær viðsemjendum lög- um samkvæmt fyrir 1. okt. 1975. Nefndin naut aðstoðar Jóns Þorsteinssonar lög- fræðings. Fulltrúar úr nefndinni, Valgerð- ur Jónsdóttir, formaður launamálanefndar, og Ingibjörg Helgadóttir, form. HFÍ, sátu í samninganefnd BSRB og tóku þátt í samningu kröfugerðar aðalkjarasamnings. Þær kröfur voru sendar viðsemjendum lög- um samkv. fyrir 1. sept. 1975. Helstu atriði úr kröfugerð BSRB voru birt í Asgarði - málgagni BSRB - og helstu atriði úr sér- kröfum HFÍ voru birt í Tímariti HFÍ, 4. tbl. 1975. Þá voru kröfurnar einnig kynnt- ar á fundi í Reykjavíkurdeild félagsins s.I. vetur. HFÍ átti fulltrúa í verkfallsréttar- nefnd BSRB, er vann að kynningu á verk- fallsréttarmálinu, en krafan um fullan samningsrétt til handa opinberum starfs- mönnum var í raun sett á oddinn í samn- ingaviðræðum að þessu sinni. Fulltrúi HFÍ í nefndinni var Sigurveig Sigurðardóttir, ritari félagsins. Hún varð síðar fulltrúi félagsins í verkfallsnefnd BSRB, sem vann að skipulagningu á frek- ari kynningarstarfsemi innan aðildarfélaga BSRB og ennfremur var hún fulltrúi í nefnd þeirri sem átti beinar viðræður við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um verkfallsrétt- inn og ný samningsréttarlög. Mál þetta hef- ur verið kynnt af hálfu BSRB í Asgarði og fréttabréfinu Huga, en auk þess hafa deild- ir innan HFl fengið upplýsingar úr úr- dráttum stjórnarfundargerða HFÍ. Stjórn félagsins lýsti strax fullum stuðningi við kröfuna um verkfallsrétt og hefur ásamt trúnaðarráði og trúnaðarmönnum unnið að málinu innan félagsins. Stofnaðir voru starfshópar á vinnustöðum til þess að halda uppi kynningu á þessu máli og eru í þess- um hópum yfir 70 félagsmenn. Stjórn og trúnaðarráð sömdu áætlun um framkvæmd á verkfalli hjúkrunarfræðinga, ef til slíks kæmi, og var hún kynnt og útskýrð fyrir trúnaðarmönnum og fulltrúum á vinnustöð- urn svo og verkfallsnefnd BSRB. Almennur félagsfundur var haldinn um verkfallsréttarmálið 10. október 1975. Ohætt er að segja að undirtektir félags- manna hafi verið mjög jákvæðar í þessu máli, en einkum er þó ánægjulegt hve trún- aðarmenn hafa verið áhugasamir og ein- huga. Bendir allt til þess að starfsemi þeirra sé að eflast verulega og að félagið sé að eignast sterkan, samtaka hóp, sem er reiðubúinn til að vinna að hagsmunum fé- lagsins. Skrifstofa HFI Skrifstofa félagsins hefur eins og jafnan áður annast innheimtu- og upplýsingastarf- semi og skráningu félaga, innheimtu aug- lýsinga, vélritun og prófarkalestur í sam- ráði við ritstjóra Tímarits HFÍ. Auk þess fjölda annarra starfa sem til falla. Starfsfólk skrifstofunnar er: Ingibjörg Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í % starfi og Sigríður Björnsdóttir í Vj starfi. Skrif- stofustjóri situr að jafnaði stjórnarfundi. Skrifstofan er opin frá mánudegi til föstu- dags. kl. 9-12 og 14-17 nema miðvikudaga kl. 14-17. Stjórn félagsins Fjöldi stjórnarfunda á árinu 1975 var 17. Það sem helst stendur starfsemi stjórnar- innar fyrir þrifum, er að ekki virðist unnt að tryggja fulla tölu stjórnarfulltrúa og mæting varamanna vill alltaf verða fremur óreglubundin. Þá eru allir þessir aðilar önnum kafnir við önnur störf. Þetta leiðir til þess að takmörkuðum tíma er veitt til félagsstarfseminnar og gerir það að verkum að erfitt er að gera heildaráætlun um starf- semina. Mest verður um það að verkefni og málefni eru afgreidd eftir því sem þau reka á fjörurnar. Æskilegt væri að geta tekið starfsemina til gagngerðrar endurskoðun- ar og skipulagningar og koma á frekari verkaskiptingu. Nefndir Lctunamálanejnd: Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFÍ, Aslaug Björnsdóttir, Borgarspítala, Lilja Harðardóttir, Borgarspítala, Guðbjörg Andrésdóttir, Borgarspítala, Ástríður Tynes, Heilsuverndarstöð Rvík, Kristín Pálsdóttir, Hjúkrunarskóla ísl. Bergþóra Reynisdóttir, Kleppsspítala, Auður Guðjónsdóttir, Landspítala, Valgerður Jónsdóttir, Landspítala, Sigríður Þorvaldsdóttir, Heilsuv.stöð, Olína Torfadóttir, Borgarspítala, Sigurveig Georgsdóttir, Onundarfirði. Jón Þorsteinsson lögfræðingur var lögfræði- legur ráðunautur nefndarinnar. Ingibjörg Helgadóttir og Valgerður Jóns- dóttir eru fulltrúar HFÍ í samninganefnd BSRB. Ástríður Tynes er varamaður. Starfskjaranejnd: Þrír úr launamálanefnd og var nefndinni falið að ákveða þá. Laganejnd, til endursk. á lögurn HFÍ: Formaður HFÍ, Formaður HNFÍ, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Magdalena Búadóttir. Ný lög félagsins voru samþ. á aðalf. 1975. Trúnaðarráð (kosið á aðalf. trúnaðarmanna 24. nóvember 1975): Valgerður Jónsdóttir formaður, Guðrún Sveinsdóttir, Ólína Torfadóttir, Sólrún Einarsdóttir, Vígdögg Björgvinsdóttir. Form. trúnaðarráðs situr stjórnarf. HFÍ. Fjáröjlunar- og skemmtinejnd: Erla Helgadóttir, Svala Jónsdóttir, 116 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.