Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 26
Sykur i nokkrum svaladrykkjum Ársæll Jónsson læknir og Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur Yfirlit Rannsoknin er tvíþætt: 1. Mælt var sykurmagn í nokkrum algengum drykkjarvörum og kom í Ijós, að flestar innihalda rösk 10 g per 100 ml. Notagildi og almennum áhrifum eru gerð nokkur skil. 2. Samanburður á CIjINITEST og TES-TAPE, og niðurstöður ræddar. Inngangur 01 og gosdrykkir eru algengar neysluvörur á Islandi. Sykursjúkum er þó almennt ráðlagt að forðast sæta gosdrykki, en upplýsingar um raun- verulegt sykurmagn í þessum drykkj- um hafa verið af skornum skammti. Það þótti því æskilegt að mæla sykur í nokkrum algengum drykkjartegund- um af þessu tagi og jafnframt bera saman tvær algengar aðferðir, sem venjulega eru notaðar við ákvörðun á þvagsykri. Efni og aðferðir Valdar voru 12 algengar öl- og gos- drykkjategundir og einn ávaxtasafi, eitt eintak af hverri tegund, úr ná- lægri verslun. Innihald umbúða var mælt og prófað fyrir sykri með CLINITEST (Benedict’s próf og TES-TAPE (glúkósu-oxýdasa prófl. Til þess að kljúfa (hydrolisera) tvísykrungana var vökvinn sýrður með fullsterkri saltsýru og látinn standa í stofuhita í 22 klukkustundir. Sykurmagnið var þvínæst ákvarðað með TECHNICON Auto-Analyser (ferricyanide aðferð; Technicon blöð N-26) í hæfilegri þynningu. Ösýrður vökvi var einnig mældur á sama hátt. I Pilsner og Thule er nokkuð af fjölsykrum. Þær voru ákvarðaðar með því að sýra vökvann með full- sterkri saltsýru og sjóða í 2 klst. með eimsvala, og sykurinn þvínæst mæld- ur á sama hátt og lýst er að framan. Þá voru þurrefnin einnig mæld til viðmiðunar. Niðurstöður Mælt sykurmagn eftir vatnsrof (hydrolysu) og rúmmál vökvans er skráð í töflu I, ásamt útreiknuðu syk- urmagni per ílát og K-fjölda. Ein tegundin, Fresca, reyndist syk- urlaus með öllu. Lítill sykur fannst í Pilsner og Thule, en kröftugt vatns- rof leiddi í ljós fjölsykrur, þannig að K-gildi hverrar flösku getur reiknast u. þ. b. einn. Sykurmagn annarra drykkja, sem mældir voru, reyndist á milli 8,7 og 12 g per 100 ml af vökva. Niðurstöður sykurprófa með CLINITEST og TES-TAPE á ósýrð- um vökva eru sýndar í töflu II. I ljós kom, að hvorki TES-TAPE né Auto-Analyserinn merkja sykur í ósýrðum og óþynntum Pilsner, en CLINITEST sýnir þar Vi%. Bendir það til, að það sé annar sykur en glúkósa. I öllum öðrum drykkjum (nema Fresca) framkallast sterkasta svörun á TES-TAPE, en á bilinu 0,0- 2,1 g/100 ml svarar CLINITEST mismikið. TAFLA I Sykur. Hverl ílát inniheldur: Rúmmál Sykur Drykkur g/100 ml ml g K Pilsner1 0,15 330 0,5 1 Maltöl 8,7 320 31 3 Grape Fruit 11,0 245 27 2% Appelsínu Límonaði 11,7 240 28 3 Spur Cola 10,7 300 32 3 Sinalco 10,7 260 28 3 Coca Cola 10,5 200 21 2 Fresca 0,0 310 0 0 Pepsi Cola 10,8 250 27 2i/2 Miranda 12,0 250 30 3 Polo 9,7 245 24 2y2 Thule2 2,3 330 7,6 i Tropicana 10,7 235 25 2y2 TAFLA II Ósýrt gos. (Þvag)sykurprój: Clinitest Test-Tape Sykur g/100 ml % % Fresca 0,0 0 0 Pilsner 0,0 y4 0 Polo 0,5 y4 2 Thule 1,7 y2 2 Miranda 1,4 i 2 Sinalco 1,7 i 2 Aðrir 2,1-6,0 2 2 1 Fjölsykrur í Pilsner mældust 7,6 g og þurrefni 9,4 g per flösku. - Fjölsykrur í Thule mældust 4,7 g og þurrefni 8,8 g per flösku. Framh. á bls. 112. 108 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.