Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 26

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Síða 26
Sykur i nokkrum svaladrykkjum Ársæll Jónsson læknir og Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur Yfirlit Rannsoknin er tvíþætt: 1. Mælt var sykurmagn í nokkrum algengum drykkjarvörum og kom í Ijós, að flestar innihalda rösk 10 g per 100 ml. Notagildi og almennum áhrifum eru gerð nokkur skil. 2. Samanburður á CIjINITEST og TES-TAPE, og niðurstöður ræddar. Inngangur 01 og gosdrykkir eru algengar neysluvörur á Islandi. Sykursjúkum er þó almennt ráðlagt að forðast sæta gosdrykki, en upplýsingar um raun- verulegt sykurmagn í þessum drykkj- um hafa verið af skornum skammti. Það þótti því æskilegt að mæla sykur í nokkrum algengum drykkjartegund- um af þessu tagi og jafnframt bera saman tvær algengar aðferðir, sem venjulega eru notaðar við ákvörðun á þvagsykri. Efni og aðferðir Valdar voru 12 algengar öl- og gos- drykkjategundir og einn ávaxtasafi, eitt eintak af hverri tegund, úr ná- lægri verslun. Innihald umbúða var mælt og prófað fyrir sykri með CLINITEST (Benedict’s próf og TES-TAPE (glúkósu-oxýdasa prófl. Til þess að kljúfa (hydrolisera) tvísykrungana var vökvinn sýrður með fullsterkri saltsýru og látinn standa í stofuhita í 22 klukkustundir. Sykurmagnið var þvínæst ákvarðað með TECHNICON Auto-Analyser (ferricyanide aðferð; Technicon blöð N-26) í hæfilegri þynningu. Ösýrður vökvi var einnig mældur á sama hátt. I Pilsner og Thule er nokkuð af fjölsykrum. Þær voru ákvarðaðar með því að sýra vökvann með full- sterkri saltsýru og sjóða í 2 klst. með eimsvala, og sykurinn þvínæst mæld- ur á sama hátt og lýst er að framan. Þá voru þurrefnin einnig mæld til viðmiðunar. Niðurstöður Mælt sykurmagn eftir vatnsrof (hydrolysu) og rúmmál vökvans er skráð í töflu I, ásamt útreiknuðu syk- urmagni per ílát og K-fjölda. Ein tegundin, Fresca, reyndist syk- urlaus með öllu. Lítill sykur fannst í Pilsner og Thule, en kröftugt vatns- rof leiddi í ljós fjölsykrur, þannig að K-gildi hverrar flösku getur reiknast u. þ. b. einn. Sykurmagn annarra drykkja, sem mældir voru, reyndist á milli 8,7 og 12 g per 100 ml af vökva. Niðurstöður sykurprófa með CLINITEST og TES-TAPE á ósýrð- um vökva eru sýndar í töflu II. I ljós kom, að hvorki TES-TAPE né Auto-Analyserinn merkja sykur í ósýrðum og óþynntum Pilsner, en CLINITEST sýnir þar Vi%. Bendir það til, að það sé annar sykur en glúkósa. I öllum öðrum drykkjum (nema Fresca) framkallast sterkasta svörun á TES-TAPE, en á bilinu 0,0- 2,1 g/100 ml svarar CLINITEST mismikið. TAFLA I Sykur. Hverl ílát inniheldur: Rúmmál Sykur Drykkur g/100 ml ml g K Pilsner1 0,15 330 0,5 1 Maltöl 8,7 320 31 3 Grape Fruit 11,0 245 27 2% Appelsínu Límonaði 11,7 240 28 3 Spur Cola 10,7 300 32 3 Sinalco 10,7 260 28 3 Coca Cola 10,5 200 21 2 Fresca 0,0 310 0 0 Pepsi Cola 10,8 250 27 2i/2 Miranda 12,0 250 30 3 Polo 9,7 245 24 2y2 Thule2 2,3 330 7,6 i Tropicana 10,7 235 25 2y2 TAFLA II Ósýrt gos. (Þvag)sykurprój: Clinitest Test-Tape Sykur g/100 ml % % Fresca 0,0 0 0 Pilsner 0,0 y4 0 Polo 0,5 y4 2 Thule 1,7 y2 2 Miranda 1,4 i 2 Sinalco 1,7 i 2 Aðrir 2,1-6,0 2 2 1 Fjölsykrur í Pilsner mældust 7,6 g og þurrefni 9,4 g per flösku. - Fjölsykrur í Thule mældust 4,7 g og þurrefni 8,8 g per flösku. Framh. á bls. 112. 108 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.