Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 32
Þegar hinn aldraöi einstaklingur verður meira og meira óvirkur þegn lendir hann neðarlega í lagskiptingu þjóðfélagsins. Helstu vandamál hinna öldruöu Heilsufarsleg vandamál Að fá að halda heilsunni er æðsta ósk hins aldraða, því að dvínandi heilsa gerir hann öðrum háðari. Oft er ekki hægi að setja skýr mörk á milli aldursbreytinga og sjúkdóma. Eðlilegar aldursbreytingar bjóða frekar sjúkdómum heim og þess vegna eru sjúkdómar á þessu aldurs- skeiði algengir og í mörgum tilfeli- um erfiðara að lækna þá. Þjái sjúk- dómar hinn aldraða, eykur það vandamál hans til mikilla mvuia eða getur jafnvrl verið bein orsök hans vandamála. Hinn aldraði á sama rétt á heilbrigðisþjónustu og aðrir þegn- ar þjóðfélagsins. Afleiðing sjúkdóma hjá hinum aldraða getur leitt til þess að hann þarfnist um lengri eða skemmri tíma læknismeðferðar og hjúkrunar, sem veitt væri á lang- dvalar sjúkradeildum. En hvað slíkar sjúkradeildir snertir er heilbrigðis- þjónustan í dag engan veginn full- nægjandi. Yfirleitt er í fá hús að venda fyrir alla langdvalarsjúklinga, en það bitnar þó helst á hinum aldr- aða því að hér hafa aðrir aldurshóp- ar forgangsrétt. Efnahagsleg vandamál Afleiðing þess að þurfa að hætta störfum fyrir aldurs sakir eða aldurs- breytinga er minni tekjur eða engar. Hinn aldraði vill þó og á rétt til að búa áfram við álíka lífskjör, það er að segja þær aðstæður sem teljast viðunandi. Markmið greiðslu ellilif- eyris og annarrar opinberrar aðstoð- ar þar sem hennar er þörf, á því að vera að viðunandi kjörum sé náð. Margir aldraðir búa þó við fjárhags- legt öryggi og má ef til vill segja að auðveldara sé að tryggja sér það en heilsufarslegt og félagslegt öryggi. En fjárhagsleg vandamál geta leitt til þess að hinn aldraði búi í ófullnægj- andi húsnæði og að hann neyti frem- ur lélegrar fæðu. Fleira má nefna sem afleiðingar þessa, meðal annars að einstaklingur- inn hefur ekki efni á að hafa síma, kaupa dagblöð og njóta sjónvarps, en þetta eru taldir eðlilegir þættir i dag- legu lífi. Þó að hinn aldraði sé kom- inn á „stofnun“ þar sem tryggingar- kerfið greiðir allan kostnað geta líka fjárhagsleg vandamál komið í ljós. „Vasapeningar“, sem hinn aldraði fær hjá tryggingarkerfinu, hrökkva ekki alltaf til að uppfylla þarfir hans umfram það sem stofnunin veitir. Félagsleg vandamál Eins og áður er vikið að lenda hin- ir öldruðu nokkuð neðarlega í lag- skiptingu þjóðfélagsins. Þó að aldur- inn færist yfir og ýmsar hrörnunar- hreytingar komi í ljós þýðir það ekki að einstaklingurinn tapi sínu félags- lega sérstæði. Breytingarnar leiða þó til dvínandi líkamlegrar og andlegr- ar orku og þar af leiðandi minni virkni, framlag hans verður minna. Ef til vill er þetta oft grundvöllur einhliða skynjunar hinna yngri á hin- um öldruðu. Það er eigi fátítt að heyra sagt að viðkomandi sé orðinn svo gamall að hann ætti að hætta starfi og leyfa hinum yngri að kom- ast að. Þetta vekur til umhugsunar hvort koma þurfi á starfshæfnispróf- um, því að ekki er hægt að neita því að starfshæfni getur dvínað áður en aldurstakmörkum er náð, og einnig verið óskert þó að mörkunum sé náð. Skynji einstaklingurinn ekki að hæfni hans fari dvínandi, getur það skapað félagsleg vandamál á vinnu- stað. Það er heldur ekki þægileg til- finning fyrir hinn aldraða þegar hann finnur starfsgetuna dvina, það minnir hann óþægilega á ellina sem er framundan. Hans félagslega sér- stæði er þá ekki lengur það sama og áður, honum finnst hann vera fyrir og það er lítið tillit tekið til hans því að hann er álitinn „gamall“. Slíkrar afstöðu til hins aldraða gætir oft inn- an fjölskyldunnar, en ef til vill öllu meira innan annarra hópa sem hann tilheyrir. Breytingar á fjölskyldulífi hafa líka valdið sundrung, nálægð, áþekkni og gagnkvæmi eru ekki eins mikil og áður var, t. d. eins og var í bændaþjóðfélaginu þar sem þrjár kynslóðir bjuggu oft saman. Líka hefur aukin menntun yngi kynslóð- arinnar í dag átt sinn þátt í að á- þekkni er ekki eins mikil milli þess- ara aldurflokka og áður var. Oft virðist sem tilgang skorti í líf hins aldraða, samskipti hans við að- ila annarra hópa minnka, það eru engar væntingar frá öðrum hópum um framlag. Þær aðstæður geta skapast sökum lélegs efnahags eða heilsubrests, að hann verði öðrum háður og lílið sé tekinn til greina hans sjálfsákvörðun- arréttur. Þetta hefur áhrif á hans sjálfsskynjun, honum finnst hann vera lítilsvirtur og enginn tilgangur með tilverunni, viðgjöld hins opin- bera og oft fjölskyldunnar fremur lít- il eftir langan starfsdag. Lausn vandamálanna Lausn varðandi heilsufarsleg vandamál hins aldraða er mjög að- kallandi. „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði.113 Svona hljóða lögin og þeir tímar eru ekki komnir enn, að tök séu á að veita hinum aldraða slíka þjónustu. Nægir i þessu sambandi að líta á þá staði sem í dag hýsa hinn aldraða, sem elli og sjúkdómar hrjá. Flestir 11. gr., 1,1: Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 56/1973. 110 TÍMABIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.