Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Qupperneq 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Qupperneq 16
Lög um Lifeyríssjóð hjúkrunarkvenna Lög um Lífeyríssjóð hjúkrunarkvenna voru samþykkt 24. apríl 1965 og síðan hafa þau ekki verið endurskoðuð. Lög sjóðsins eru í stórum dráttum hlið- stæð öðrum lífeyrissjóðslögum, þó er að finna sérákvæði í 10. gr. um makalífeyri og er ástæða til að vekja sérstaka athygli á þeirri grein. — Tímarit HFÍ vill einnig vekja athygli lesenda sinna á upplýsing- um um íbúðarlán er birtar voru í 1. tölu- blaði 1976. Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfesl þau með samþykki mínu: 1. gr. Sjóðurinn heitir Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. 2. gr. Sjóðfélagar eru í lögum þessum taldir allir þeir, sem skylt er að greiða iðgjöld í sjóðinn og rétt eiga á lífeyri úr honum. 3. gr. Stjórn sjóðsins skipa 3 menn, formaður Hjúkrunar- félags íslands, landlæknir og einn maður tilnefndur af ríkisstjórninni til þriggja ára í senn, og er hann for- maður stjórnarinnar. 4. gr. Stjórn sjóðsins heldur fund svo oft sem þörf er á, og skal hún halda gerðabók og skrá þar allar samþykktir sínar. í stjórninni ræður meiri hluti atkvæða. Ekkert fé má greiða úr sjóðnum nema með samþykki sjóð- stjórnarinnar. Stjórn sjóðsins skal sjá um ávöxtun fjár hans. Skal ávaxta sjóðinn í tryggum verðbréfum, svo sem ríkis- skuldabréfum eða öðrum bréfum með ríkisábyrgð, skuldabréfum bæjar- og sveitarfélaga, vaxtabréfum veð- deildar Landsbankans eða Búnaðarbankans, jarðrækt- arbréfum, skuldabréfum tryggðum með fyrsta veðrétti í fasteignum samkvæmt því, sem nánar verður ákveðið í reglugerð, eða með öðrum álíka tryggilegum hætti. Ráðherra getur kveðið nánar á um útlán sjóðsins með reglugerð, þar á meðal sett fyrirmæli um lánveit- ingar til íbúðarhúsabygginga fyrir sjóðfélaga. 5. gr. Tryggingastofnun ríkisins hefur á hendi reiknings- hald sjóðsins, heimtir inn tekjur lians og annast greiðsl- ur úr honum, hvort tveggja eftir tilvísun sjóðstjórnar- innar. Þóknun fyrir starf Tryggingarstofnunarinnar fer eftir samkomulagi milli hennar og sjóðstjórnarinnar. Náist ekki samkomulag, ákveður félagsmálaráðherra þóknunina. 6. gr. Reikningar sjóðsins er almanaksárið. Ársreikningur skal birtur með ársreikningum Tryggingastofnunar rík- isins og endurskoðaður á sama hátt og þeir. 7. gr. Rétt til lífeyris úr sjóðnum hefur sérhver sjóðfélagi, sem hefur greitt iðgjöld til hans í 5 ár eða lengur og lætur af störfum sökum varanlegrar örorku eða elli. Rétturinn til að hætta störfum sökum elli miðast við 65 ára aldur, ef viðkomandi hefur makalífeyristryggingu í sjóðnum, en ella við 60 ára aldur. Þegar sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 30 ár, falla iðgjaldagreiðslur lians niður svo og ið- gjaldagreiðslur launagreiðanda lians vegna. 8. gr. Lfpphæð ellilífeyris er hundraðshluti af launum þeim, er á hverjum tíma fylgja starfi því, sem sjóðfélaginn 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.