Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 31
Að vinna þurfi að mjijg ýtarlegri atliugun a vexti hjúkrunarþarfarinnar á næstu ár- um.“ I framhaldi af þessu var menntamáia- nefnd skipuð. I þenni eiga sæti: Svanlaug Arnadóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Björg Ólafsdóttir, Anna María Andrésdótt- ,r og Margrét Tómasdóttir hjúkrunarnemi. Menntamálanefnd vann að greinargerð um frumvarp til iaga um framhaldssskóla, sem send var menntamálaráðuneytinu, heil- hrigðismálaráðuneytinu og fjölmörgum að- ilum öðrum. Ennfremur liefur greinargerð- in verið birt í Hjúkrun, tímariti HFÍ. Niðurstaða menntamálanefndar er sú að 1. Hjúkrunarfélag Islands hafnar frum- varpi til laga urn framhaldsskóla í nú- verandi mynd. 2. Aðfaranám að hjúkrunarfræðinámi verði í samræmi við niðurstöður nefnd- ar skipaðri af menntamálaráðuneytinu 15. febrúar 1974. 3. Óraunhæft er að ætla að hægt sé að stunda almennt undirbúningsnám sam- hliða svo untfangsmiklu sérnámi sem hjúkrunarfræðinám er. 4. Sjúkraliðamenntun er á engan hátt æskilegur undanfari hjúkrunarfræði- menntunar. 5. Hjúkrunarfélag Islands álítur að fólk innan 18-20 ára aldurs hafi ekki nægan þroska til þess að mæta þeirri ábyrgð sem starfið leggur þeint á herðar og veita þá þjónustu sem einstaklingar eiga rétt á. 0. Alit Hjúkrunarfélags íslands er að hjúkrunarfræðinám eigi að samræma og verði allt á háskólastigi. 7. Hjúkrunarfélag Islands skal eiga full- trúa í öllum nefndum, starfshópum og ráðum, sem gera áætlanir um og skipu- leggja menntun á sviði heilsugæslu og hjúkrunar og álits leitað, vegna sér- þekkingar þeirra. Jafnframt skrifaði stjórn IIFÍ í nóvem- ber bréf til menntamálaráðherra og fjár- veitinganefndar Alþingis og óskaði eftir að serfræðingur í hjúkrunarfræði yrði ráðinn l,l starfa í menntamálaráðuneyti til náms- skrárgerðar heilbrigðissviðs á framhalds- skólastigi og til heildarskipulagningar roenntunar hjúkrunarstétta í landinu. Enn krfur okkur ekki orðið ágengt í þessari rriálaleitan. Samkvæmt tillögu starfshóps 6 á auka- fulltrúafundinum um að kynna sjónarmið bjúkrunarstéttarinnar í menntunarmálum í Ijölmiðlum, og vinna tillögum okkar fylgi Nokkrir julltrúar Reykjavikurdeildar. meðal þingmanna þjóðarinnar og annarra áhrifantanna, hefur það fallið í hlut menntamálanefndar og kennaradeildar HFÍ að framfylgja ofangreindum atriðum. Einnig var því beint til stjórna svæðis- deildanna að þær mynduðu santsvarandi hópa, hver innan síns svæðis, í sama lil- gangi. í janúar 1977 fór HFÍ þess á leit við menntamálaráðuneytið að farið yrði á stað með framhaldsnám fyrir hjúkrunarkennara við Kennaraháskóla íslands. 29. júlí barst bréf frá menntamálaráðu- neytinu þar sem farið er þess á leit við HFÍ að það skipi 2 fulltrúa í samstarfs- bóp til þess að fjalla um ýmis atriði í sam- bandi við fyrirhugað nánt í Kennarahá- skóla Íslands, ætlað hjúkrunarfræðingum, sem myndi hefjast haustið 1977. Samstarfshópurinn hóf störf í september og í honunt eiga sæti: Svanlaug Árnadótt- ir og Sigþrúður Ingimundardóttir frá HFÍ, Sigríður Valgeirsdóttir og Baldur Jónsson frá Kennaraháskóla íslands og Stefán ÓI. Jónsson frá menntamálaráðuneytinu. Sig- ríður veitir náminu forstöðu. Hófst það í október 1977 nteð 29 hjúkrunarfræðing- um. Kjaramál Kjaramál og umbrot á vinnumarkaðin- um settu mestan svip á starf félagsins sl. ár. Samkv. 9. gr. laga í kjarasamningum BSRB frá 1976 var samningum frá 1. júlí 1976 sagt upp á miðju samningstímabilinu, þ. e. 1. apríl 1977 og kom til framkvæmda 1. júlí. Kjaramálanefnd HFÍ hóf undir- búningsstörf þegar á árinu 1976, en segja má að nýafstaðin kjaradeila hefjist 7. febrúar 1977 þegar samninganefnd BSRB kom sarnan til síns fyrsta fundar í því skyni að móta kröfugerð. Deilunni unt að- alkjarasamning lauk ekki fyrr en 9 mán- um síðar, þ. e. 13. nóv. 1977 þegar úrslit lágu fyrir úr allsherjaratkvæðagreiðslu rík- isstarfsmanna og þeir samþykktu með miklum meirihluta atkvæða nýjan kjara- samning. Á þessu tímabili voru haldnir fjörutíu fundir í samninganefnd BSRB. Kjaramálanefnd hélt þar að auki fjölda funda til þess að koma málum hjúkrunar- stéttarinnar sem best á veg f aðalkjara- samningi, en samkvæmt nýju lögunum unt kjarasamninga BSRB og ríkisins áttu fjöl- mörg atriði, sem áður voru í sérkjara- samningi HFÍ, að vera í aðalkjarasamn- ingi. Samningsréttur HFl fékkst við Ak- ureyri í mars 1977. Eiginlegir samningafundir hófust 22. apríl og var deilunni þá strax vísað til sáttasemjara. BSRB kynnti kröfugerðina um allt land í byrjun maí. Á almennum félagsfundi HFÍ 5. maí 1977 var kröfu- gerðin kynnt. 2. júní var fyrsti sáttafund- urinn og var þar gert samkomulag um að fresta viðræðum fram í miðjan ágúst. Sam- hliða viðræðum við ríkið voru viðræður HFÍ og Reykjavíkurborgar í gangi en þeir fundir voru fáir. 23. ágúst hófust samn- ingaviðræður aftur og kom þá fyrsta gagn- tilboð ríkisins fram - 7Vi°/o launahækkun frá og með 1. júlí auk áfangahækkana. Samþykkt var einróma á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB að boða til verkfalls. 1 september lagði sáttanefnd fram sátta- tillögu. Hjúkrun 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.