Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 31
Að vinna þurfi að mjijg ýtarlegri atliugun a vexti hjúkrunarþarfarinnar á næstu ár- um.“ I framhaldi af þessu var menntamáia- nefnd skipuð. I þenni eiga sæti: Svanlaug Arnadóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Björg Ólafsdóttir, Anna María Andrésdótt- ,r og Margrét Tómasdóttir hjúkrunarnemi. Menntamálanefnd vann að greinargerð um frumvarp til iaga um framhaldssskóla, sem send var menntamálaráðuneytinu, heil- hrigðismálaráðuneytinu og fjölmörgum að- ilum öðrum. Ennfremur liefur greinargerð- in verið birt í Hjúkrun, tímariti HFÍ. Niðurstaða menntamálanefndar er sú að 1. Hjúkrunarfélag Islands hafnar frum- varpi til laga urn framhaldsskóla í nú- verandi mynd. 2. Aðfaranám að hjúkrunarfræðinámi verði í samræmi við niðurstöður nefnd- ar skipaðri af menntamálaráðuneytinu 15. febrúar 1974. 3. Óraunhæft er að ætla að hægt sé að stunda almennt undirbúningsnám sam- hliða svo untfangsmiklu sérnámi sem hjúkrunarfræðinám er. 4. Sjúkraliðamenntun er á engan hátt æskilegur undanfari hjúkrunarfræði- menntunar. 5. Hjúkrunarfélag Islands álítur að fólk innan 18-20 ára aldurs hafi ekki nægan þroska til þess að mæta þeirri ábyrgð sem starfið leggur þeint á herðar og veita þá þjónustu sem einstaklingar eiga rétt á. 0. Alit Hjúkrunarfélags íslands er að hjúkrunarfræðinám eigi að samræma og verði allt á háskólastigi. 7. Hjúkrunarfélag Islands skal eiga full- trúa í öllum nefndum, starfshópum og ráðum, sem gera áætlanir um og skipu- leggja menntun á sviði heilsugæslu og hjúkrunar og álits leitað, vegna sér- þekkingar þeirra. Jafnframt skrifaði stjórn IIFÍ í nóvem- ber bréf til menntamálaráðherra og fjár- veitinganefndar Alþingis og óskaði eftir að serfræðingur í hjúkrunarfræði yrði ráðinn l,l starfa í menntamálaráðuneyti til náms- skrárgerðar heilbrigðissviðs á framhalds- skólastigi og til heildarskipulagningar roenntunar hjúkrunarstétta í landinu. Enn krfur okkur ekki orðið ágengt í þessari rriálaleitan. Samkvæmt tillögu starfshóps 6 á auka- fulltrúafundinum um að kynna sjónarmið bjúkrunarstéttarinnar í menntunarmálum í Ijölmiðlum, og vinna tillögum okkar fylgi Nokkrir julltrúar Reykjavikurdeildar. meðal þingmanna þjóðarinnar og annarra áhrifantanna, hefur það fallið í hlut menntamálanefndar og kennaradeildar HFÍ að framfylgja ofangreindum atriðum. Einnig var því beint til stjórna svæðis- deildanna að þær mynduðu santsvarandi hópa, hver innan síns svæðis, í sama lil- gangi. í janúar 1977 fór HFÍ þess á leit við menntamálaráðuneytið að farið yrði á stað með framhaldsnám fyrir hjúkrunarkennara við Kennaraháskóla íslands. 29. júlí barst bréf frá menntamálaráðu- neytinu þar sem farið er þess á leit við HFÍ að það skipi 2 fulltrúa í samstarfs- bóp til þess að fjalla um ýmis atriði í sam- bandi við fyrirhugað nánt í Kennarahá- skóla Íslands, ætlað hjúkrunarfræðingum, sem myndi hefjast haustið 1977. Samstarfshópurinn hóf störf í september og í honunt eiga sæti: Svanlaug Árnadótt- ir og Sigþrúður Ingimundardóttir frá HFÍ, Sigríður Valgeirsdóttir og Baldur Jónsson frá Kennaraháskóla íslands og Stefán ÓI. Jónsson frá menntamálaráðuneytinu. Sig- ríður veitir náminu forstöðu. Hófst það í október 1977 nteð 29 hjúkrunarfræðing- um. Kjaramál Kjaramál og umbrot á vinnumarkaðin- um settu mestan svip á starf félagsins sl. ár. Samkv. 9. gr. laga í kjarasamningum BSRB frá 1976 var samningum frá 1. júlí 1976 sagt upp á miðju samningstímabilinu, þ. e. 1. apríl 1977 og kom til framkvæmda 1. júlí. Kjaramálanefnd HFÍ hóf undir- búningsstörf þegar á árinu 1976, en segja má að nýafstaðin kjaradeila hefjist 7. febrúar 1977 þegar samninganefnd BSRB kom sarnan til síns fyrsta fundar í því skyni að móta kröfugerð. Deilunni unt að- alkjarasamning lauk ekki fyrr en 9 mán- um síðar, þ. e. 13. nóv. 1977 þegar úrslit lágu fyrir úr allsherjaratkvæðagreiðslu rík- isstarfsmanna og þeir samþykktu með miklum meirihluta atkvæða nýjan kjara- samning. Á þessu tímabili voru haldnir fjörutíu fundir í samninganefnd BSRB. Kjaramálanefnd hélt þar að auki fjölda funda til þess að koma málum hjúkrunar- stéttarinnar sem best á veg f aðalkjara- samningi, en samkvæmt nýju lögunum unt kjarasamninga BSRB og ríkisins áttu fjöl- mörg atriði, sem áður voru í sérkjara- samningi HFÍ, að vera í aðalkjarasamn- ingi. Samningsréttur HFl fékkst við Ak- ureyri í mars 1977. Eiginlegir samningafundir hófust 22. apríl og var deilunni þá strax vísað til sáttasemjara. BSRB kynnti kröfugerðina um allt land í byrjun maí. Á almennum félagsfundi HFÍ 5. maí 1977 var kröfu- gerðin kynnt. 2. júní var fyrsti sáttafund- urinn og var þar gert samkomulag um að fresta viðræðum fram í miðjan ágúst. Sam- hliða viðræðum við ríkið voru viðræður HFÍ og Reykjavíkurborgar í gangi en þeir fundir voru fáir. 23. ágúst hófust samn- ingaviðræður aftur og kom þá fyrsta gagn- tilboð ríkisins fram - 7Vi°/o launahækkun frá og með 1. júlí auk áfangahækkana. Samþykkt var einróma á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar BSRB að boða til verkfalls. 1 september lagði sáttanefnd fram sátta- tillögu. Hjúkrun 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.