Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 17
verkum að hjúkrunarstjórnendum ásamt öðrum stjórnendum er gert miskleift að sjá til þess að þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum að eigi að veita sé hægt að sinna viðunandi. Við það að legudögum hefur fækkað á sjúkrahúsum er hraðinn meiri og það þarf að koma meiru til leiðar á styttri tíma. Öll umsetning er meiri jafnframt því að þjónusta hefur þyngst, sjúklingar á sjúkra- húsum eru veikari. Hjúkrunarstjórnendur meta mönnunarþörf við hjúkrun. Mjög erfitt hefur verið að fá viðbótar- heimildir á heilsugæslustöðvar. Á sjúkrahúsum er sömu sögu að segja, þó hefur gengið betur að fá stöðuheimildir ef um nýja starfsemi er að ræða. Tilkoma hjúkrunarþyngdarmæl- inga með viðurkenndum mæli- kvarða er stórt skref í þá átt að hægt sé að færa rök fyrir mannaþörf þar sem að baki matsins liggja tíma- mælingar við hin ýmsu hjúkrunar- störf. Nú þegar eru slíkar mælingar gerðar og tíminn vinnur með okkur. Ef við nú lítum næst á áherslu- þætti veittrar heilbrigðisþjónustu í dag þá búum við við það að þegar ákvarðanir um yfirstjórnun og áhersluþætti í heilbrigðisþjónust- unni hafa verið teknar fram að þessu, hefur sjónarmiðum hjúkr- unar- eða hugmyndafræði lítið Verið hampað. Hjúkrunarstjórnendur í heild hafa að mínu mati allt of lítil áhrif á yfirskipan í heilbrigðismálum í dag, um það hvar áhersluþyngd veittrar Þjónustu á að vera og hvernig sú Þjónustu á að vera byggð upp. Hugmyndafræði hjúkrunar bein- *st æ meir að því að litið sé á ein- staklinginn út frá heilbrigði. Metið Se hvaða heilbrigði hann hefur og unnið út frá því en síður út frá sjúk- dómaviðhorfi. I dag hafa hjúkrunarstjórnendur hver á sínum stað áhrif og ábyrgð á 1 hve ríkum mæli hjúkrun er veitt shv. heilbrigðishugtakinu. Það er h'ka í þeirra valdi að stuðla að því eftir mætti að samskipti hinna mis- munandi heilbrigðisstarfsmanna sérstaklega sjúkraliða, hjúkrunar- fræðinga og lækna sé á þann veg að þeir einstaklingar sem þurfa á heil- brigðisþjónustu að halda fái þjón- ustu sem veitt er af samstilltum hópi starfsmanna sem hefur það markmið að veita þá bestu þjón- ustu sem mögulegt er hverju sinni með þeim bjargráðum sem fyrir hendi eru. Nú skulum við skoða í grófum dráttum hvernig heilbrigðisþjónustan er í dag Það má segja að hún hafi þotið áfram á sjö-mílna-stígvélum undanfarna áratugi. Á þessari tækni- og upplýsingaöld verður krafa almennings um að farið sé eins langt í lækningum og meðferð og tök eru á sífellt meiri, auðvitað með ráðgjöf þeirra sem búa yfir vitneskju um það sem hægt er að gera. Sérhæfð þjónusta eykst gífur- lega. Öldruðumfjölgarogþjónustu við þá. Heilsuvernd er aukin. Lítum nú á hvernig vægi rekstrar- kostnaðar er í heilbrigðisþjónust- unni í dag, hvað varðar rekstur langlegudeilda og sjúkrahúsaþjón- ustu annars vegar og þjónustu heilsugæslustöðva hins vegar. Skv. upplýsingum Eddu Her- mannsdóttur í Heilbrigðisráðu- neytinu voru fyrir 1989 áætlaðir 13 milljarðar af fjárlögum til sjúkra- húsa á föstum fjárlögum og stofn- anna sem enn eru reknar á dag- gjöldum. Fyrir árið 1989 var áætlað af fjár- lögum 425 milljónir til heilsugæslu- stöðva. Erfitt er að fá heildartölur fyrir áætlaðan rekstrarkostnað heilsu- gæslustöðva því samantekt á heild- arkostnaði fyrri ára liggur ekki fyrir í heild sinni. Ég var þó forvitin að finna grófa tölu til að geta séð vægi í kostnaði milli þjónustu-formanna og niður- HJÚKRUN%9-65. árgangur 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.