Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 27
Myndina teiknaði Lilian Brögger. Stefnumörkun í sjúkra- þjónustu barna og unglinga Þegar hlutverk og starf sjúkrahúsa er skilgreint, þarf að taka tillit til allra aldurshópa. Þarfir barna og fullorðinna fara ekki saman, hvorki á legudeildum, á bráða- né slysa- deildum, göngu- eða dagdeildum. Sé hlutverk sjúkrahúsa bráðaþjón- usta, ber að hafa að leiðarljósi að þar skuli vera barna- og unglinga- deild. Til að ná jöfnuði í heilbrigð- isþjónustunni þurfa að vera til lög og reglugerðir er kveða á um sjúkraþjónustu barna og unglinga, til jafns við þau lög, sem upphaf- lega voru sett á árinu 1944 um heilsugæslu, þar sem ákvæði voru sett um mæðravernd og ungbarna- vernd. Skilgreina þarf hlutverk heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu við börn, unglinga og foreldra. Stefna þarf að heildarsýn en ekki alfarið líta til einhliða stofnanasjónarmiða. Það þarf að huga að uppstokkun og endurskipulagningu þess, sem kalla mætti aðgengi. Þ.e. að kerfið sé einfalt, fljótvirkt og aðgengilegt, hvenær sem er sólarhringsins. Við gerð og framkvæmd íslenskr- ar heilbrigðisáætlunar, þarf á hverjum tíma, að stefna að því að heilbrigðisþjónusta barna og ung- linga sé eitt af forgangsverkefnum, bæði hvað varðar forvarnir, heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu. í framangreindri tillögu heil- brigðisráðherra til þingsályktunar um íslenska heilbrigðisáætlun, sem lögð var fyrir Alþingi á 112. löggjaf- arþinginu 1989, og sem nú er þar til meðferðar, þar er í fyrsta sinn höfðað sérstaklega til heilbrigðis- þjónustu barna og unglinga sam- fara þörfum annarra þjóðfélags- hópa. Höfundur er barnahjúkrunarfrœðingur. Greinin er byggð á erindi, sem flutt var á ráðstefnu sem heilbrigðisráðherra, efndi til hinn 7. okt. 1989, um heilbrigðis- og tryggingamál. HEIMILDIR - Evrópuráðið, sjúkraþjónustunefnd, tilmæli varðandi sjúkraþjónustu barna og unglinga, frá 1987. - Landlæknisembættið, Heilbrigðis- skýrslur 1984-1985,1987-1988. - NOBAB, drög að stefnumörkun varð- andi sjúkraþjónustu barna og ung- linga, 1986-1989. - Ríkisspítalar, Ársskýrsla 1987. - Sigmundur Sigfússon, Helse i ár 2000, etiske aspekter. Erindi flutt á ráðstefnu NOBABs, Reykjavík, 15.-17. sept. 1988. - Tillaga til þingsályktunar, um íslenska heilbrigðisáætlun, lögð fyrir alþingi á 112. löggjafarþingi 1989. HJÚKRUN - 65. árgangur 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.