Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 27
Myndina teiknaði Lilian Brögger. Stefnumörkun í sjúkra- þjónustu barna og unglinga Þegar hlutverk og starf sjúkrahúsa er skilgreint, þarf að taka tillit til allra aldurshópa. Þarfir barna og fullorðinna fara ekki saman, hvorki á legudeildum, á bráða- né slysa- deildum, göngu- eða dagdeildum. Sé hlutverk sjúkrahúsa bráðaþjón- usta, ber að hafa að leiðarljósi að þar skuli vera barna- og unglinga- deild. Til að ná jöfnuði í heilbrigð- isþjónustunni þurfa að vera til lög og reglugerðir er kveða á um sjúkraþjónustu barna og unglinga, til jafns við þau lög, sem upphaf- lega voru sett á árinu 1944 um heilsugæslu, þar sem ákvæði voru sett um mæðravernd og ungbarna- vernd. Skilgreina þarf hlutverk heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu við börn, unglinga og foreldra. Stefna þarf að heildarsýn en ekki alfarið líta til einhliða stofnanasjónarmiða. Það þarf að huga að uppstokkun og endurskipulagningu þess, sem kalla mætti aðgengi. Þ.e. að kerfið sé einfalt, fljótvirkt og aðgengilegt, hvenær sem er sólarhringsins. Við gerð og framkvæmd íslenskr- ar heilbrigðisáætlunar, þarf á hverjum tíma, að stefna að því að heilbrigðisþjónusta barna og ung- linga sé eitt af forgangsverkefnum, bæði hvað varðar forvarnir, heilsu- gæslu og sjúkraþjónustu. í framangreindri tillögu heil- brigðisráðherra til þingsályktunar um íslenska heilbrigðisáætlun, sem lögð var fyrir Alþingi á 112. löggjaf- arþinginu 1989, og sem nú er þar til meðferðar, þar er í fyrsta sinn höfðað sérstaklega til heilbrigðis- þjónustu barna og unglinga sam- fara þörfum annarra þjóðfélags- hópa. Höfundur er barnahjúkrunarfrœðingur. Greinin er byggð á erindi, sem flutt var á ráðstefnu sem heilbrigðisráðherra, efndi til hinn 7. okt. 1989, um heilbrigðis- og tryggingamál. HEIMILDIR - Evrópuráðið, sjúkraþjónustunefnd, tilmæli varðandi sjúkraþjónustu barna og unglinga, frá 1987. - Landlæknisembættið, Heilbrigðis- skýrslur 1984-1985,1987-1988. - NOBAB, drög að stefnumörkun varð- andi sjúkraþjónustu barna og ung- linga, 1986-1989. - Ríkisspítalar, Ársskýrsla 1987. - Sigmundur Sigfússon, Helse i ár 2000, etiske aspekter. Erindi flutt á ráðstefnu NOBABs, Reykjavík, 15.-17. sept. 1988. - Tillaga til þingsályktunar, um íslenska heilbrigðisáætlun, lögð fyrir alþingi á 112. löggjafarþingi 1989. HJÚKRUN - 65. árgangur 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.