Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 51

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 51
NURSING-A NEWTOi LES SOINS INFIRMÍEK LA ENFERWERIA-UKNANJ í feE 0191 ICELAND Fulltrúar íslands, Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFl og Pálína Sigurjónsdóttir varaformaður HFÍ, ganga íþingsalinn. í hinum fyrirlestrinum var sagt frá starfi Barböru-Burke Masters, en hún starfar sjálfstætt og rekur umfangsmikið og fórnfúst hjálpar- starf fyrir heimilislausa í London. Greint var frá vandamálum sem eru starfseminni samfara, skjólstæð- ingum hennar, væntingum og til- lögum til úrbóta í þessum efnum. Frk. Burke Masters hefur árum saman barist gegn skriffinnsku, vanþekkingu og þröngsýni hjúkr- unarstéttarinnar, læknastéttar- innar og ríkisstjórnarinnar á vanda- málum þessa hóps. Susan E. Russel frá Konunglega hjúkrunarháskólanum í London flutti fyrirlesturinn í fjarveru frk. Burke Masters en sjálf gat hún ekki komið vegna veikinda. Jean Watson, Ph.D. frá háskólanum í Colerado flutti mjög fróðlegan fyrirlestur um drög að kennsluáætlun í heildrænni hjúkr- un. Taldi hún misvægi vera í hjúkr- unarmenntun og hættu á að núver- andi námstilhögun á stofnunum og kennsla í vísindum og tækni yrði ekki gjaldgeng á 21. öldinni. Hún hélt því fram að mannúðlegi þáttur- inn í kennslunni væri vanræktur og kynnti drög að kennsluáætlun á framhaldsstigi í heildrænni hjúkrun sem byggist á mannúð. í fyrirlestr- inum studdist hún við verkefni sem unnin hafa verið við háskólann í Colerado. Elaine D. Dyer, Ph.D. frá hjúkr- unarháskólanum í Provo, Utah, fjallaði um Samanburð á persónu- leikasniði nýnema í árgöngunum 1970-71 og 1980-81 ogforspársem gerðar voru um frammistöðu þeirra fyrsta starfsárið. Forspáin var unnin upp úr helstu æviatriðum, lýsingu á persónuleika og áhuga fyrir starfinu. Þessar upplýsingar voru notaðar með góðum árangri. Niðurstöðum forspárinnar um frammistöðu í starfi var skipt niður í 12 þætti: 1) aðskipuleggjaognotatímann; 2) að leysa starfið vel af hendi; 3) að stuðla að auknu samræmi manna á meðal; 4) að eiga rökvís og skýr munnleg samskipti; 5) að eiga rökvís og skýr skrifleg samskipti; 6) að skilja vísindaleg undir- stöðuatriði vandamála; 7) að hjálpa öðrum til að skilja vísindalegar reglur og rökrétt samhengi kringumstæðnanna; 8) að glæða nýjar hugmyndir eða hvetja til lausnar á vandamál- um; 9) að leggja til að vandamál séu leyst á skapandi hátt; 10) að vera opinn fyrir breytingum og nýjum hugmyndum; HJÚKRUN Jfr) - 65. árgangur 45

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.