Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 53

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 53
íslensku þátttakendurnir f. v.: Þórunn Pálsdóttir, Pálína Sigurjónsdóttir, Sigurhelga Pálsdóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, María Finnsdóttir. Kveðjuathöfnin fór fram á sama stað og setning þingsins. Aftur gengu þingfulltrúar fylktu liði inn á svæðið við mikinn fögnuð við- staddra. Nelly Garzon, fráfarandi forseti, setti Mo-Im-Kim frá Kóreu, ný- kjörinn forseta inn í embættið og gaf henni orðið. í ræðu sinni lagði Kim áherslu á kærleikann og sagði m.a.: „Við þurfum að hlúa að kær- leikanum í starfi okkar og verðum líka að sýna hann í verki gagnvart hvert öðru. Uppspretta kærleikans er innra með okkur og við miðlum honum til milljóna manna í hjúkr- unarstarfinu.“ Athöfninni lauk með kóreanskri skrautsýningu og hópdansi sem allir fulltrúar þingsins tóku þátt í. Næsta alþjóðaþing verður haldið í Malaga á Spáni 1993. Þórunn Pálsdóttir Siðfrœði Hjúkrunarfræðingar eru alltaf að taka siðferðislegar ákvarðanir meðvitað eða ómeðvitað. Það sem ræður ákvörðunartökunni er rétt- lætiskennd einstaklingsins, gildis- mat og siðferðislegt mat. Parna kemur einnig inn í myndina staða okkar og styrkleiki sem hjúkrunar- fræðingar. Þorum við að standa við sannfæringu okkar þegar við verð- um vitni að atburðum sem stríða gegn siðferðislegri vitund okkar? Þetta var einn þáttur almennrar umræðu um siðfræði sem fram fór hluta úr eftirmiðdegi á alþjóðaþingi hjúkrunarfræðinga í Seoul 1989. Þar voru tekin dæmi um vanmátt hjúkrunarfræðinga til þess að taka á siðferðislegum brotum lækna og fram kom að flest af þeim málum sem koma til siðanefnda eru af þessum toga spunnin. í rannsóknum af þessu tagi hafa hjúkrunarfræðingar gert grein fyrir gildismati sínu og siðferðislegri vitund. Það kom í ljós að þegar þeir sömu hjúkrunarfræðingar komust í slíka siðferðislega kreppu tóku þær oftast ákvörðun gegn sannfæringu sinni. Hjúkrunarfræðingur sem á um tvo kosti að velja og velur þann auðveldari gegn sannfæringu sinni ætti að hætta störfum, sagði einn mikilsmetinn prófessor í siðfræði. Hún sagði ennfremur: Hjúkrunar- fræðingar ættu að setjast niður og gera sér grein fyrir af hverju þær gerðu og sögðu þetta en ekki hitt. Annar þáttur umræðnanna fjall- aði um hvar, hvenær og hverj ir ættu að kenna siðfræði. Kenna skal sið- fræði á öllum stigum námsins var svarið. Það á að flétta siðfræði inn í hverja námsgrein. Kennarar verða að undirbúa nemendur sína undir að mæta siðferðislegum kreppum. í menntun er ekki hægt að veita þekkingu en sleppa gildismati. Gildismat hjúkrunarfræðinga er í dag meðal annars heildræn sýn á skjólstæðingnum, virðing fyrir sannleikanum, mikilvægi og rétt- indi annarra einstaklinga og raun- hæft mat á eigin verðleikum. í framhaldsnámi á einnig að halda áfram að kenna siðfræði og ræða siðferðislegar kreppur sem upp koma. í starfi þarf að ræða við hjúkrun- arfræðinga og spyrja þá hvað séu hin raunverulegu vandamál sem mæta þeim þar. Fáist lausn á þeim vanda eykur það mjög á gæði hjúkr- unar. Siðfræði rannsókna. Það má deila um hvort margar rannsóknir standist kröfur siðfræðinnar. Tekin voru dæmi um samanburðarrann- sóknir þar sem annar hópurinn er rannsóknarhópur og hinn viðmið- unarhópur. Rannsóknarhópurinn fær ýmis konar meðferð sem við- miðunarhópurinn fær ekki. Ef einn úr viðmiðunarhópnum spyr út í meðferðina þarf hjúkrunarfræðing- urinn ef til vill annað hvort að þegja eða segja ósatt. Skjólstæðingurinn getur þá einnig fengið vitneskju eftir öðrum leiðum. Skekkir það ekki niðurstöðurnar. Eiga ekki báðir hópar kröfu á sömu þjón- ustu? Siðgæðislegt réttmæti var dregið í efa. Hver á að kenna siðfræði hjúkr- unarfræðingar eða siðfræðingar? Niðurstaðan var sú að báðir þessir aðilar tækju það að sér en hvor aðil- inn það væri í hvert sinn færi eftir hvar, hvenær í námi og hverjum væri verið að kenna. Eftir þessar almennu umræður voru fluttar 17 kynningar á rann- sóknum um siðfræðileg efni. Ekki var unnt að hlusta á nema brot af því. Hér verða aðeins nefndar okkrar af þeim kynningum. Fjallað var um siðfræði varðandi meðferð fósturs í móðurkviði, heilbrigðisþjónustu barna, illa meðferð á börnum og fjölskyldur þeirra og ástæðurnar fyrir því að hjúkrunarfræðingar taka ekki á þeim málum. Gert var grein fyrir mismunandi eðli og umræðum um siðferðislegar kreppur í 14 löndum heims, mis- munandi hugmyndafræði austurs og vesturs og áhrif þess á starfandi hjúkrunarfræðinga og þeirra sem einnig vinna að rannsóknum. HJÚKRUN tta - 65. árgangur 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.