Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 56

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 56
19. Alþjóða- þing ICN í Seoul Upprunaleg merking orösins Kórea er „Land morgunfriðar- ins“ en það er ekki réttnefni því vegna landfræðilegrar legu sinnar hefur Kóreuskaginn verið vígvöllur nágrannanna Kína og Japan í tíðum styrj- öldum þeirra. Á þessari öld var Kórea hersetin af japönum í 35 ár og þegar þeir fóru hófst Kóreustríðið sem skildi landið eftir í rúst og skipt í tvö aðskilin ríki, Norður- og Suður-Kóreu. Núna er Norður- Kórea með lokuðustu löndum í heiminum en Suður-Kórea hefur tekið mjög upp vestræna siði og iðnvæðst af kappi. Höfuðborgin Seoul er í norð- vesturhluta Suður-Kóreu og sýnir vel þessi vestrænu áhrif og uppbyggingin er útrúleg. Ólympíuleikarnir 1988 þóttu takast mjög vel og urðu tilefni mikilla byggingaframkvæmda sem lýsa miklum stórhug og ríkidæmi. En ekki er allt sem sýnist því óeirðir eru nánast daglegt brauð og sáum við a.m.k. eitt dæmi þess þegar hópur manna var að mótmæla eyðingu gamals þorps sem átti að víkja fyrir nýjum háhýsum. „Seoul“ þýðir höfuðborg, hún á sér um 2000 ára sögu. íbúafjöldinn er um 10 milljónir eða fjórðungur íbúa Suður- Kóreu. Þar er margt að sjá; í gegnum borgina rennur fljótið Han breitt og lygnt og fjöldi brúa sker það. Innan um öll þessi vestrænu hús er sem betur fer að sjá gamlar bygg- ingar t.d. mjög falleg hof sem eru eins og friðsælar vinjar í óróa borgarinnar. Borgin er byggð á og umhverfis lága ása en lítið var unnt að sjá vegna mengunarmisturs sem lá yfir öllu. Sigurhelga Pálsdóttir 50 HJÚKRUNHí-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.