Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 80

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 80
Ungt fórnarlamb styrjaldar ásamt föður sínum, sem dvaldi hjá honum á sjúkrahúsinu. milli deilda hvað rými varðar, en gjörgæsla, móttökudeild og kvenna- deild voru í gömlu íbúðarhúsi. bar voru þrengsli töluverð, en deildin sem ég vann á var í nýbyggðum skála sem var eitt gímald og því rýmra. Ágætis rúm, í eðlilegri hæð, voru notuð þar. Þau voru auðveld í uppsetningu, með dýnum og teppum Iökum og koddum. Hver sjúklingur fékk náttföt og hafði læsta skúffu í náttborðisérviðhlið. - í stórum dráttum. Hvernig var meðferð sjúkra? Öll meðferð var einföld og stöðluð. Allir særðir sjúklingar fengu strax við móttöku: nál (ven- flonál) í æð, vökva (Ringer lactat), stífkrampasprautu og Penicillin í æð. Flest sár voru óhrein og voru þau því fyrst hreinsuð (debride- ment) og lokað nokkrum dögum síðar (DPS - delayed primary su- ture). Verkjalyf voru eingöngu Paracetamol og Fortral. Þau verk- uðu vel á sjúklingana. Sýklalyf voru fjögur: Penicillin, Gentamycin, Ampicillin og Flagyl. Sáraskipti fóru fram á hverjum morgni en ekki var óalgengt að þyrfti að hlúa að 40-60 sárum á minni deild og gat það tekið 2-3 klst. Brunasár voru böðuð og Flam- mazine-krem borið á og plastpokar settir yfir ef þau voru á útlimum (sj á mynd). - Bjugguð þið við mikið öryggis- leysi? Eldflaugaárásir voru tíðar á borgina og náðu hámarki í júlímán- uði. Þá rigndi eldflaugum daglega yfir Kabul. Þetta voru hörðustu árásirnar á þessu ári. Óbreyttir borgarar særðust eða létu lífið af þeirra völdum. Sjúkrahúsið yfir- fylltist og var unnið myrkranna á milli á skurðstofunni, oft bæði teymin samtímis. Þann 10. júlí tók sjúkrahúsið á móti um 30 særðum þann sama dag voru lagðir inn á önnur sjúkrahús borgarinnar um 140 sjúklingar. Eldflaugar lentu mjög víða, á mörkuðum, íbúðar- húsum, strætisvagnabiðstöðvum og jafnvel í námunda við sjúkrahús Alþjóðaráðsins. Margir voru illa særðir. Eg gleymi seint átta ára stráknum sem ég tók eitt sinn á móti og hafði fengið eldflaugabrot í kviðarholið. Þegar ég klippti utan af honum fötin, löfðu innyflin út á kvið. Hann dó skömmu síðar. Jafnframt er mér mjög minnisstæð ung kona sem missti báða fótleggi sína. Alþjóðaráðið gerði ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólksins. Flest íbúðarhús voru með kjöllurum og 2 hús voru útbúin sem byrgi, annað var bak við sjúkrahúsið. Tilkynningaskylda var á kvöldin milli kl. 18 og 22, en þá gekk útgöngubann í gildi. Eftir það þurfti að fá leyfi til að fara til vinnu. - Ólafur, eftir þessa miklu lífs- reynslu, hvað situr þá einna helst eftir hjá þér? Mér finnst ég hafa gert gagn en 74 HJÚKRUN «19-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.