Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 11
» FÉLAGSMÁL « Hlutastarf var meira en í dag og yfir- vinna mikil þannig að hærra starfs- hlutfall náðist. Félagið var með endalausan taprekstur því félags- gjöldin eru eina tekjulind þess. Þetta var mikið rætt á fulltrúafundum og félagsmenn sáu að ætti félagið þeirra að geta tekist á við þau verkefni sem til var ætlast þurfti meira fjármagn. Það varð gjörbreyting á rekstri félagsins eftir að farið var að taka 1,1% af fullum launum í stað föstum. Hægt var að veita fjármagni út í svæðisdeildirnar og efla þær, styrkja námssjóði félagsins, auka starfshlutfall starfsmanna á skrifstof- unni, veita þóknun til formanna stærstu svæðisdeildanna ásamt því að umbuna félagsmönnum fyrir hin ýmsu trúnaðarstörf er þeir inntu af hendi. Að ógleymdu því að þá fyrst var hægt að fara að huga að stærra og hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Húsnæðið okkar að Þingholtsstræti 30 var fyrir löngu hætt að geta þjónað allri okkar starfsemi. í dag held ég að við getum öll verið stolt af því hve vel tókst til með hið glæsilega húsnæði sem við eigum að Suður- landsbraut 22, enda tóku hjúkrun- arfræðingar á sig tímabundið hærra félagsgjald ásamt framlögum til að koma því í höfn. Það er ángæjulegt hve mikið það er notað af félags- mönnum og sýnir best að þrátt fyrir að mikið sé talað um félagslega deyfð er mikið líf í starfsemi félags- ins okkar. Undanfarið höfum við verið að láta skrá allan bóka- og tímaritakost félagsins ásamt skjala- safni. Allt kostar þetta peninga, en í raun má segja að þarna sé, t.d. hvað skjalasafnið áhrærir, saga hjúkrun- armála á íslandi í hnotskurn. Þegar þú lítur yfir farinn veg sem formaður, ertu sátt við stöðu félags- ins og hvaða framtíðarsýn sérðu? - Já,égersáttviðstöðufélagsinsí dag. Við erum sterkt og öflugt félag, höfum verið það lengi. Á 70 ára afmæli félagsins árið 1989 var litið yfir farinn veg og reynt að skyggnast inn í framtíðina á ráðstefnu sem við héldum. Við höfum í gegnum ára- tugi verið að sækja fram á öllum sviðum, kjaralega, menntunarlega, fag- og félagslega, slíkt er eðli fram- þróunar. Saga HFÍ er í reynd saga hjúkrunar á íslandi. Hjúkrunarþjón- ustan á íslandi eða hjúkrunarfræð- ingarnir sjálfir stæðu í dag ekki jafn framarlega ef ekki hefði strax í upp- hafi valist til verka framsýnar konur með þor til hugsana og athafna. Það er ótrúlegt hvað hjúkrunarfræðingar gegnum áratugi hafa unnið fórnfúst starf fyrir félagið sitt og til starfa hjá félaginu hefur valist úrvals fólk, sem ásamt okkur hefur borið hag þess mjög fyrir brjósti og viljað veg þess sem mestan. Ég hef átt miklu láni að fagna í gegnum þessi ár sem ég hef starfað hjá félaginu, að fá að kynnast og starfa með öndvegis fólki, sem orðið hafa vinir mínir, fyrir það er ég þakklát. Hafi ég getað lagt eitthvað á þær vogarskálar gleðst ég yfir því. Það er samtakamáttur okkar allra sem skiptir máli, þannig vinnum við okkar málum brautargengi. Ég sé framtíðina fyrir mér þannig að nýtt og öflugt félag allra hjúkrunarfræð- inga á Islandi verði enn sterkara en við erum í dag í tveimur félögum, þá höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg. Ég þakka öllum hjúkrunarfræðingum í HFÍ það traust, hlýju og þá vináttu sem ég hef mætt árin sem ég hef gegnt for- mannsstarfinu. Ég óska nýjum for- manni og hans stjórn farsældar og Hjúkrunarfélagi íslands allra heilla. Viðtal: Stefanía V. Sigurjónsdóttir HJÚKRUNARFRÆÐINGUR: H jálpar einstaklingum og fjölskyldum til sjálfshjálpar ákvætt hugarfar, heiðarleiki og hugrekki eru góðir kostir U rvals þekkingu þinni og þjálfun er nauðsynlegt að viðhalda K ennsluhæfileikar og samtalstækni koma þér vel R aðar hlutunum íforgangsröð og mætir þörfum skjólstæðinga A lltaf er þörf fyrir þína þjónustu R annsóknir styrkja fagmennskuna, ef þú lest þær og notar Sólfr. G. /'91 HJÚKRUN 2M - 67. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.