Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 20
» FAGMÁL « deildarstjórar munu hefja þau fyrir sumarfrí. Deildarstjórarnir eru almennt ánægðir með viðtöl sem þeir hafa tekið og segja þetta ganga vel. Langflestir starfsmenn hafa sett sér markmið og ætla að vinna að þeim. Til dæmis hafa nú þegar nokkrir starfsmenn sótt námskeið til endur- menntunar vegna markmiða sem þeir settu sér í tengslum við frammi- stöðumat. Deildarstjórar segjast sjá fram á breytingu á störfum sínum vegna frammistöðumats. Starfsmannahald og stjórnun verði meiri og þeir þurfi að útdeila fleiri verkefnum en áður. Starfsmenn líta frammistöðumat mismunandi augum. Flestir eru ánægðir með að fá einkaviðtal við deildarstjóra sinn og margir hafa mjög gaman af að skoða störf sín og hvernig þeir sinna þeim. Aðrir starfsmenn viðurkenna kvíða sinn og finnst erfitt að gera sjálfsmat, vilja frekar að yfirmaður segi til um hvernig þeir standa sig. Greinilegt er, að kvíði starfsmanna minnkar eftir því sem fleiri starfsmenn fara í viðtöl á deildunum. Lokaorð A næsta ári fer fram endurskoðun á markmiðum og aðferðinni sem var valin og leitað verður álits starfs- manna á hvort breytinga sé þörf. Nefnd um frammistöðumat reiknar með, að þessu verkefni verði lokið á fyrri hluta árs 1992. Þá verði frammi- stöðumat orðið fast í sessi á almennu hjúkrunarsviði og deildarstjórar líti á frammistöðumat sem mikilvægan þátt í starfi sínu sem auðveldi endur- gjöf til starfsmanna, leiði til auk- innar starfsánægju og eigi þátt í að viðhalda eða auka gæði veittrar hjúkrunarþjónustu. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér fræðilega umfjöllun um frammi- stöðumat, er bent á grein sem birtist Síða úr eyðublaði deildarstjóra. í tímaritinu Hjúkrun, 1. tölublaði 1991, Frammistöðumat: Mikilvœgur þáttur í starfsmannaþjónustu, eftir Onnu Stefánsdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra, Landspítala. Höfundur er hjúkrunarstjóri með það verkefni að undirbúa og koma í fram- kvœmd frammistöðumati á hjúkrunar- sviði Landpítala. FRAMMISTOÐUMAT Deildastjórar STJÓRNUN ANNARRA STARFSMANNA - útdeiling verkefna - eftirlit með úthlutuðum verkefnum - starfsaðlögun nýrra starfsmanna - endurgjöf á störf annarra - frammistöðumat - vinnuskýrslugerð í samræmi við þarfir deilda og starfsmanna Styrkleiki:__________________________________________ Veikleiki: Markmið: Hvað ætlar þú að gera til að ná markmiðinu?. Á hvaða tímabili ætlar þú að vinna aö þessu markmiði? (dags.) 20 HJÚKRUN 2/yi - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.