Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 31
» NÁM « Kennsla/ umsjón: Kennarar við námsbraut í hjúkr- unarfræði munu kenna í viðbótar- námi, bæði þeir sem ráðnir eru til starfa sérstaklega til að sinna viðbót- armenntun, en ekki síður kennarar í grunnnámi. Auk þess verða ráðnir stundakennarar til að kenna afmark- aða þætti og jafnvel umsjónarkenn- arar fyrir tiltekin viðbótarnám ef kennarar námsbrautarinnar geta ekki sinnt því. Forgangsröðun viðbótarnáms á sérsviðum: Val eða röð viðfangsefna fer eftir mati á þörf fyrir sérhæfingu annars vegar og óskum hjúkrunarfræðinga um sérhæfingu hins vegar. Upplýs- ingar fyrir forgangsröðun fást m.a. með Könnun á högum hjúkrunar- frœðinga og viðhorfum þeirra til starfa og náms, en fyrstu niðurstöður liggja fyrir í maí/júní 1991. Skráning og kostnaður nemenda: Skráning væntanlegra nemenda fer fram með sama hætti og skráning annarra nemenda Háskóla íslands á auglýstum skráningartíma. Innritun- argjald er hið sama og við skráningu í annað nám í Háskóla íslands (nú kr. 7.700) og greiðist við skráningu. Nemandi sem skráir sig til náms í eitthvert tiltekið námskeið greiðir eingöngu námskeiðsgjald, sem er að jafnaði hærra en innritunargjald. Einstök námskeið verða auglýst á vegum Endurmenntunardeildar HÍ og námsbrautar í hjúkrunarfræði sameiginlega. Fjárveitingar til viðbótar- og endurmenntunar Framkvæmd þessara tillagna um viðbótarnám hjúkrunarfræðinga eru háðar því að staðið verði við skuld- bindingar um fjárveitingu. Við lok Nýja hjúkrunarskólans um áramót 1989/1990 tók námsbraut í hjúkrunarfræði við hlutverki hans. Af hálfu starfsmanna námsbrautar í hjúkrunarfræði var að sjálfsögðu gert ráð fyrir að fjárveitingar til Nýja hjúkrunarskólans fylgdu flutningi starfseminnar til háskólans, þannig að fjárhagslegur grundvöllur væri tryggður fyrir því aukna starfi sem námsbrautinni var ætlað að inna af hendi. Raunin hefurhins vegarorðið sú að berjast hefur þurft fyrir flutn- ingi hverrar stöðuheimildar og nú loks, 15 mánuðum eftir lok Nýja hjúkrunarskólans, hillir undir að allar stöðuheimildir hans (fjórar kennarastöður og ein fulltrúastaða) færist til námsbrautarinnar. Engin önnur fjárveiting hefur fengist til launa eða vegna rekstrar- kostnaðar og er því ljóst að um veru- legan niðurskurð er að ræða á fjár- veitingu til viðbótar- og endur- menntunar hjúkrunarfræðinga. Þannig var fjárveiting Nýja hjúkrun- arskólans árið 1990 rúmlega 23 mill- jónir króna á núvirði. Fjárveiting til námsbrautar í hjúkrunarfræði til að sinna sömu verkefnum og til að reka sérskipulagt B.S. nám að auki nemur um fjórðungi þessarar upphæðar. Öllum má ljóst vera að þrátt fyrir góðan vilja kennara við námsbraut í hjúkrunarfræði verður ekkert úr hugmyndum um sérskipulagt B.S. nám eða viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga fáist ekki leið- rétting á þessum mistökum við fjár- veitingu snarlega. Næstu skref Ekki gefst færi á að gera ítarlega grein fyrir ýmsum þáttum er lúta að skipulagningu viðbótarnámsins í stuttri yfirlitsgrein. Verið er að taka saman lokaskýrslu um þessa stefnu- mótun og fæst hún væntanlega með haustinu. Þá er haldið áfram undirbúningi fyrir framhaldsnám til meistaragráðu og skoðaðir möguleikar í því sam- bandi á samvinnu við erlenda háskóla. Næsta haust verður mikið álag á kennurum námsbrautar í hjúkrunarfræði þar sem hin nýju verkefni bætast ofan á hið hefð- bundna B.S. nám. Því verður vænt- anlega lítið um einstök endurmennt- unarnámskeið utan þess sem hér kemur fram. Mikill áhugi er þó á því meðal kennara að bjóða fjölbreytt endurmenntunarnámskeið þegar fram líða stundir. Nú eru enn að berast svör við Könnun á högum hjúkrunarfrœð- inga og viðhorfum þeirra til starfa og náms, en niðurstöður verða án efa gagnlegar við áframhaldandi stefnu- mótunarvinnu. Nánari upplýsingar um viðbótarnám og sérstaklega nám í bráðahjúkrun má fá á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði í ágústlok. Höfundur er lektor við námsbraut í hjúkr- unarfræöi við Háskóla íslands. Prófessor nokkur fékk svo gott lófaklapp frá nemendum sínum eftir vel heppnaða heilaskurð- aðgerð að hann tók botnlangann sem aukanúmer. HJÚKRUN V91 - 67. árgangur27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.