Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 42
» FRÉTTIR «
t.d. við aðgerðir og fæðingar hjá
sýktum einstaklingum.
8) Láta bólusetja sig, ef vinnuað-
staða gefur tilefni til.
9) Bregðast rétt við ef stunguóhapp
á sér stað.
Við búum í landi þar sem B-lifrar-
bólga er frekar sjaldgæf. Því er
kannski ekki ávallt þörf á allri þeirri
varúð sem hér var nefnd. Við
verðum að meta það hverju sinni og
vona ég að skrif þessi verði þar til
nokkurrar aðstoðar. Það er trúa mín
að miklu máli skipti að grandskoða
vinnubrögð sín og leitast við að finna
hvað betur má fara í daglegri
umgengni og aðferðum, þá er síður
hætta á óhöppum þegar nota þarf
hröð handtök og naumur tími er til
umhugsunar. Venjubundnar
aðferðir eru ekki alltaf þær bestu.
Það er t.d. langt síðan farið var að
ráða fólki frá því að setja hólkinn
aftur á nálina og yfirfylla ekki ílátin,
en enn verða nálastunguóhöpp
vegna slíkra vinnubragða og sögunni
fylgir oft setning eins og þessi „ég
vissi að ég átti ekki að gera þetta
svona“.
Þá langar mig að minna á þýðingu
þess að hafa heila húð, einkum á
höndum og um leið og ég hef trölla-
trú á gildi handþvotta í sýkingavörn-
um, geri ég mér grein fyrir því að það
er mikið álag á húðina. Munið því
eftir handáburðinum.
Sumarkveðjur,
Sigríður Antonsdóttir
hjúkrunarstjóri sýkingavarna
Landspítalans
HEIMILDIR
Haraldur Briem og fleiri. Prevalence of
Hepatitis B Virus Markers in Iceland
Outpatients and Hospital Personnel in
1979 and in 1987. Scand. J, Infect Dis.
(1990)22, 149-153.
J. Breuer og D.J. Jeffries Controlofviral
infections in hospitals. Journal of Ho-
spital infection (1990) 16, 191-221.
Julie L. Gerberding. MD og fleiri. Health-
care in Crisis Reducing the Risk of HIV
and Other Bloodborne Diseases in the
Healtcare Setting. Infect Control Hosp
Epidemiol (1990) 11, 557-567.
Frá landlæknisembættinu:
Forgangsröðun í
heilbrigðiskerfinu
Markmið forgangsröðunar í heil-
brigðisþjónustu er að:
1) Lina þjáningar og lengja líf
2) Bæta lífsgæði
3) Bæta starfshæfni
Þó að seint verði allir sammála um
forgangsröðunina er hér gerð tilraun
til slíkrar röðunar og þá tekið mið af
heilsufars- og sjúkdómamynstri á ís-
landi.
Eftirfarandi atriði eru álitin vega
þyngst:
1. Að allir þegnar landsins hafi
jafnan rétt á meðferð við sjúk-
dómum óháð búsetu, aldri og
samfélagslegri stöðu.
2. Sjúkdómsmynstur, þ.e. alvarleiki
sjúkdómsins.
3. Sjálfsábyrgðeinstaklingsins. Bar-
áttan gegn „lífsstíls-sjúkdóm-
um“, s.s. afleiðingum reykinga,
ofnotkun áfengis, ofáti, streitu,
fíkniefnanotkun o.fl., kalla
fremur á upplýsingar og fyrir-
byggjandi aðgerðir sem beint er
til heildarinnar en ekki á siðferðis-
legar áminningar til einstaka
sjúklinga. Allir eiga því rétt á
meðferð. Vissulega ber þó lækni
að leggja þunga áherslu á að
sjúklingur breyti lífsstíl ef svo ber
undir áður en lagt er út í meiri-
háttar og lífshættulegar aðgerðir.
4. Heilsuhagfræðileg sjónarmið.
Heilsuhagfræði er ný vísinda-
grein sem enn hefur ekki skil-
greint þróað markmið, leiðir og
aðferðafræði nægjanlega. Ljóst
má þó vera að fræðigreinin tekur
meira tillit til heildarinnar en ein-
staklingsins.
I. forgangsröð:
í fyrsta flokk koma aðgerðir sem
eru nauðsynlegar vegna lífshættu-
legs sjúkdómsástands er varðar ein-
staka sjúklinga, sjúklingahópa eða
samfélagið í heild.
- Slysavarnir.
- Slysalækningar og bráðar skurð-
aðgerðir.
- Fæðingahjálp, t.d. gjörgæsla við
áhættufæðingar og meðferð á
meðfæddum sjúkdómum hjá hinu
nýfædda barni.
- Bráð lyflæknismeðferð, t.d.
aðgerðir við bráðum blóðrásar- og
öndunartruflunum, sykursýkis-
dái, blóðmissi, lífshættulegum
ofnæmissjúkdómum o.fl.
- Fyrirbyggjandi aðgerðir við sjúk-
dómum, t.d. eyðni og heilahimnu-
bólgu.
- Bráð geðlæknismeðferð.
- Skapnaðarlækningar vegna mikilla
lýta.
- Almannavarnir við mikilli vá.
II. forgangsröð:
Aðgerðir sem eru nauðsynlegar
vegna hættu á alvarlegum afleiðing-
um, ef til lengri tíma er litið, fyrir
sjúklinga, sjúklingahópa og samfé-
lagið í heild.
- Sjúkdómsgreining og meðferð
sjúklinga með alvarlega og lang-
vinna líkantlega- og geðræna sjúk-
dóma, t.d. krabbamein, hjarta-og
geðsjúkdóma, innkirtlasjúkdóma,
sykursýki, liða- og bæklunarsjúk-
dóma, tauga-, augn-, eyrna- og
öndunarfærasjúkdóma, geðveiki
og þunglyndi.
- Umönnun og endurhæfing, t.d.
þroskaheftra og eldra fólks á elli-
og hjúkrunarheimilum og á eigin
heimilum.
- Aðgerðir til hjálpar fólki með
starfrænar truflanir eftir veikindi
eða slys.
- Vandaðri lyfjaávísanavenjurlækna.
- Heilsuvernd, þ.e. mæðra-, ung-
barna- og fjölskylduvernd, 4ra ára
skoðun barna, slysa-, reykinga-,
áfengis- ogfíkniefnavarnir. Skóla-
heilsugæsla (sjón og heyrn) og
eftirlit með þrifnaði og líðan
barna, erfðafræðileg ráðgjöf og
skimun á áhættuhópum, t.d. við
38 HJÚKRUN %i - 67. árgangur