Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 5
» FAGMÁL « varðandi ánægju sína í starfi. Þess var krafist af svarendum að þeir tækju afstöðu til mikilvægis hvers atriðis fyrir sig. Val svarenda er óbundið í þeim skilningi að þeir þurfa ekki að gera innbyrðis saman- burð á atriðunum. í öðru lagi voru þátttakendur beðnir að raða sömu atriðunum í forgangsröð þannig að þeir settu það atriði sem þeim fannst mikilvægast í fyrsta sæti, það atriði sem þeim fannst næst mikilvægast í annað sæti, og það atriði sem þeim fannst þriðja mikilvægast í þriðja sæti. Þetta mætti nefna bundið val þar sem mikilvægi eins atriðis er bundið öðrum þeim atriðum, sem talin eru upp í spurningunni. Niðurstöður Hér á eftir verður fjallað um niðurstöður í tveimur hlutum. Fyrst verður fjallað um starfsánægju hóp- anna þriggja. Því næst verður fjallað um þá þætti sem höfðu áhrif á starfs- ánægju. Starfsánœgja Á mynd 1 sést hvernig hjúkrunar- fræðingunum, sjúkraliðunum og starfsmönnunum fellur starfið. Á henni má sjá að 65,2% hjúkrunar- fræðinga, 38,7% sjúkraliða og Mynd 2. Óánœgja í starfi. 51,9% starfsmanna segja að þeim líki starfið mjög vel, og 31,8% hjúkr- unarfræðinga, 61,3% sjúkraliða og 45,9% starfsmanna segja að þeim líki starfið vel. Þetta verða að teljast mjög jákvæðar niðurstöður í þeim skilningi að mikill meirihluti þessara þriggja hópa er ánægður í starfi. Þannig segja 97,0% hjúkrunarfræð- inga að þeim líki starfið annað hvort mjög vel eða fremur vel. Samsvar- andi tölur fyrir sjúkraliða og starfs- menn eru 100,0% og 97,8%. í þessu sambandi má nefna að fræðimenn hafa bent á að erfitt sé að mæla starfsánægju meðal annars vegna þess að margir eiga erfitt með að viðurkenna að þeim mislíki störf sín. Þegar fólk er spurt almennt segja margir að þeim líki störfin vel. Blauner (1960) hélt því fram að það fólk ætti erfitt með að viðurkenna að þeim mislíkaði störf sín án þess að það væri ógnun við sjálfsvirðingu þess. Goldthrope og fleiri (1970) héldu því fram að það væri tölu- verður þrýstingur á einstaklinga að segja að þeim líkaði starfið, annars kæmi fram að þeir væru ekki ánægðir með sjálfa sig. Það er athyglisvert í þessu sambandi að niðurstöðurnar eru nokkuð aðrar ef spurt er hversu oft þessir hópar eru óánægðir í starfi. Enda þótt ekki sé auðvelt að túlka þessar niðurstöður á afgerandi hátt má bera þær saman við hliðstæðar niðurstöður sem fengist hafa við rannsóknir á öðrum hópum. Til samanburðar má nefna að þegar háskólamenntaðir hjúkrunar- fræðingar voru spurðir þessarar sömu spurningar sögðu 52,3% þeirra að þeim félli starfið mjög vel, 44,5% fremur vel og 2,3% sögðu að þeim félli starfið illa (Jóna Siggeirsdóttir 1987). Með öðrum orðum er starfs- fólk á geðdeild álíka ánægt með starfið og háskólamenntaðir hjúkr- unarfræðingar. Einnig má bera þessar niðurstöður saman við niður- stöður úr könnun á högum og við- horfum grunnskólakennara. Þar kemur í ljós að 25,2% kennara segj- ast vera mjög ánægðir og 43,5% segjast vera frekar ánægðir með kennarastarfið (Þórólfur Þórlinds- son 1988 bls. 19). Með öðrum orðum, allar þrjár starfstéttir Geð- deildar Landspítalans eru mun ánægðari í starfi en grunnskólakenn- arar. Þá kemur fram að 13,6% % 70- 60- 50- 40- 30- 20- B 1 I i ÉL ■_ □ EvSa_ □ hjúkrunarfr. | sjúkraliðar ^ starfsmenn mjög vel fremur vel fremur illa Mynd I. Hvernig hjúkrunarfrœðingum, sjúkraliðum og starfsmönnwn fellur starfið. HJÚKRUN Vn - 67. árgangur 5

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.