Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 29
Ragnheiður Haraldsdóttir lektor Viðbótarnám fyrir hjúkr- unarfrœðinga býðst í fyrsta sinn við Háskóla íslands nú í haust. Síðastlið- inn vetur var unnið að skipu- lagi viðbótar- og endurmennt- unar hjúkrunarfrœðinga á vegum námsbrautar í hjúkr- unarfrœði. Petta grunnskipu- lag á að taka til framhalds- náms til meistaragráðu í hjúkrunarfrœði, endurmennt- unar ýmiss konar og til við- bótarnáms á sérsviðum hjúkrunar. Einum þætti þessarar vinnu er nú lokið; fyrir liggja tillögur um viðbót- arnám sem áformað er að leggja til grundvallar margvíslegu námi á sér- sviðum hjúkrunar um fimm ára skeið. Að þeim tíma loknum verða menntunaraðstæður hjúkrunarfræð- inga töluvert breyttar hérlendis. Pá hefur hjúkrunarfræðingum boðist sérskipulagt nám til B.S. gráðu um tíma og framhaldsnám væntanlega komið lengra en á teikniborð bjart- sýnismanna. Ekki er þar með sagt að ekki verði áfram þörf á viðbótarnámi til kliniskrar sérhæfingar, en gera má sér í hugarlund að það verði með öðru sniði. Vilji hjúkrunarfræðinga Stefnumótun fyrir viðbótarnám hefur verið til umfjöllunar í báðum félögum hjúkrunarfræðinga frá því um miðjan janúar þegar fyrstu til- lögur voru lagðar fram. Pað er sér- stakt fagnaðarefni að tekist hefur samstaða um þessar hugmyndir, þegar hafður er í huga sá ágreiningur sem ríkt hefur um menntunarmál. Þess er sannarlega vænst að nýjar námsleiðir við námsbraut í hjúkrun- arfræði, sérskipulagt B.S. nám og viðbótarnám til kliniskrar sérhæfing- ar, styrki samstöðu hjúkrunarfræð- inga. Á fundi námsbrautarstjórnar í maí sl. voru eftirfarandi áform sam- þykkt sem grundvöllur að áfram- haldandi undirbúningi viðbótar- náms, með fyrirvara um samþykki tillagnanna í ráðgjafanefnd náms- brautar í hjúkrunarfræði. Fundur ráðgjafanefndarinnar í maí sam- þykkti tillögurnar og nú í sumar er því undirbúið af kappi fyrsta viðbót- arnámið. Nám í bráðahjúkrun í haust, hvað svo? Ákveðið hefur verið að fyrst skuli boðið nám til kliniskrar sérhæfingar í bráðahjúkrun, þ.e. hjúkrun bráð- veikra sjúklinga á bráðadeildum og annars staðar. Námsskrá mun liggja fyrir í ágúst, innritun fer fram fyrstu vikuna í september og námið hefst væntalega í lok október. Mikill áhugi er á þessu námi hjá félagsmönnum beggja hjúkrunarfé- laganna. Hugmyndirnar hafa verið kynntar á nokkrum fundum og hafa fengið góðan hljómgrunn. Svo kann að fara að takmarka þurfi aðgang að náminu með einhverjum hætti. Með því fyrirkomulagi sem samþykkt hefur verið gefst þó fleirum kostur á að taka einstök námskeið þótt þeir komist ekki í námið að sinni. Ekki liggur fyrir hvaða nám verður boðið næst eða hvenær. P*ó er líklegt að fyrir valinu verði hjúkrun sjúkl- inga með geðræn vandamál. Tillögurnar Eftirfarandi eru tillögur þær sem lagðar verða til grundvallar viðbótar- námi hjúkrunarfræðinga næstu árin. Tilgangur: Viðbótarnám í hjúkrunarfræði miðar að því að efla færni hjúkrun- arfræðinga á klínisku sérsviði og auka faglega hæfni þeirra til að tak- ast á við hjúkrunarviðfangsefni á HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur 25

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.