Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 36
» FAGMÁL «
Eg hef drepið á þá þætti sem mér
þykir skipta máli í sambandi við
heilsuskóla þ.e. tilgang, forsendur
og markmið. Almenningur veit um
mikilvægi útiveru, líkamsræktar, lík-
amshreyfingar, tóbaks- og áfengis-
varna. En væri ekki áhugavert að
vita meira um samband manns og
náttúru, lífræna ræktun og mikilvægi
lifandi fæðu. Heilsuskóli Júlíu
Völden í Danmörku leggur mikla
áherslu á jafnvægi ytra sem innra,
milli sýru og basa í líkamanum,
fæðuinntekt og samspil manns og
umhverfis. Hún leggur líka mikla
áherslu á svefn, áhrif himintungl-
anna og lífskraftinn. Nýlega hafa
menn uppgötvað tengslin milli dags-
birtu og þunglyndis.
Hjartavernd í Danmörku fjár-
magnði heilsuskólann Diget á Skáni.
Hann er í fallegu og friðsælu
umhverfi, ætlaður bæði einstakl-
ingum og fjölskyldum. Þar eru einn-
ig haldin námskeið fyrir þá sem
starfa í heilbrigðisþjónustunni. Gæti
ef til vill það sama gerst hér í okkar
þjóðfélagi, að Hjartavernd og
Krabbameinsfélagið, ásamt ríkinu,
fjármögnuðu slíkan skóla, jafnvel
við heilsuhælið í Hveragerði. Orð
verða til alls fyrst, en mest er þó um
vert að láta verkin tala, líkt og
náttúrulækningamenn gerðu á
sínum tíma.
Ef við lítum til fortíðar hefur vísir
að heilsuskóla verið til allt frá tímum
Spartverja, t.d. í formi leikfimi. Það
hljóta alltaf að koma nýir þættir með
breyttu mannlífi og aukinni þekk-
ingu. I dag lifum við á tímum heilsu-
byltingar. Spurningin er á hvern hátt
ætlum við að taka þátt í þessari bylt-
ingu. Eg tel að heilsuskóli myndi
skila sér strax í dag og til komandi
kynslóða líkt og heilnæmt og hreint
vatnsból hefur skilað sér til okkar og
losað okkur við taugaveiki og alls
konar faraldra. Einhvers staðar
stendur skrifað að góð heilsa sé systir
siðgæðis og drenglundar . . .
Ef í þessu felst þó ekki væri nema
sannleiksneisti þá gæti heilsuskóli
orðið ein af þeim stoðum sem far-
sæld þjóðarinnar byggði á í framtíð-
inni. Konur eru sterkt afl í íslensku
þjóðfélagi í dag. Hjúkrunarstéttin
sem er fjölskipuð konum er fram-
sækin stétt sem sífellt hefur verið að
bæta við sig þekkingu. Hún er opin
fyrir nýjungum og öllu því er snertir
manneldi og velferð.
Náttúrulækninga- og hugsjóna-
konan Júlía Völden tjáði mér það
viðhorf sitt að hjúkrunarfræðingar
væru sá hópur heilbrigðisstétta sem
ekki væri sleginn blindu og þyrði að
skoða það sem vex hinum megin við
grindverkið. Við veltum því fyrir
okkur hvort kveneðlinu væri þar um
að þakka en komumst ekki að neinni
niðurstöðu. Æskilegt væri að við
hjúkrunafræðingar, sem afl í
heilbrigðiskerfinu, beittum okkur
fyrir að stærri hluti af þeim mill-
jörðum sem ráðstafað er í heilbrigð-
iskerfið yrði varið til fræðslu og for-
varnarstarfs.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri Heilsu-
hœlis NLFÍ í Hveragerði.
HEIMILDIR
Cousins Norman (1981). Anatomy of an
illness. Bantam, mars 1981.
Tímaritið Heilsuvernd. 1. tbl. 1989 og
6. tbl. 1968.
Volden, Julia (1986). Rákost og Krœfl.
Eget forlag. Sdbæksvej 11, Jyderup,
Danmark.
fJHZl FRÉTTATILKYNNING
HJÚKRUN ’91
Dagana 25.-26. október veröur haldin ráöstefna, „Hjúkrun '91 á vegum hjúkrunarfélag-
anna. Meginviðfangsefni ráöstefnunnar verða:
- Gæðastýring í hjúkrun
- Tölvur í hjúkrun
- Klínísk ákvaröanataka í hjúkrun.
Gestafyrirlesari ráöstefnunnarveröurKathryn J. Hannah, R.N. Ph.D.fráHáskólanum í Cal-
gary í Kanada. Fjöldi íslenskrahjúkrunarfræðingaveröaeinnig meðfyrirlestraog veggspjalda-
sýningar. Sýning ýmissa fyrirtækja meö tölvur og hjúkrunarvörur verður í tengslum viö ráö-
stefnuna.
Ráðstefnan veröur haldin á Hótel Sögu. Nánari upplýsingar varöandi dagskrá, verö, skrán-
ingu o.fl. birtast síðar.
32 HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur