Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 40
» FAGMÁL « fyrir samstarfsverkefni því sem ég gat um hér að framan. Við byggjum tilraunaverkefnið upp á áðurnefnd- um grundvallarhugtökum, „Þekk- ing-Hvati-Breyting“. A fyrstu samstarfsfundunum með starfsfólki byrjum við á að „greina“ vinnustaðinn, þ.e. söfnum í þekk- ingarbrunninn. Starfsmenn eru álitnir sérfræðingar í vinnu sinni en við leggjum fram vitneskjuna sem við höfum um heilbrigði. Samtímis liggur alltaf fyrir, hvað vilt „þú gera“? Ákvörðunin er og verður allt- af þín. Ég get t.d. sagt þér allt um skaðsemi reykinga en ég get ekki hætt að reykja fyrir þig. Vinnustaðafundir eru haldnir á 2ja vikna fresti, 30 mínútur í senn. Þeir skiptast í tvo meginflokka: - Fræðslufyrirlestra - Verkleg kennsla, annað hvort á fundarstað eða úti á vinnusvæð- inu. Lögð er áhersla á að taka sérstak- lega fyrir í byrjun þau atriði sem allir eru sammála um að séu mikilvæg. Notaðar eru litskyggnur sem teknar hafa verið af starfsfólki að störfum og starfsumhverfi. Þetta er gert til að starfsmennirnir nálgist sem mest viðfangsefnið svo að setningar eins og „þetta geri ég aldrei", „þetta kemur ekki fyrir hjá okkur“, heyrist ekki. Á þennan hátt erum við öll þátttakendur. Eftir hvern fund er svo ráðrúm til að spyrja eða veita einstaklingsbundna ráðgjöf. Á þennan hátt greinum við vinnuumhverfið og áhættuþætti sem finnast þar. Á þessum niðurstöðum byggjum við ákvarðanir okkar, ákveðið er hvaða mælingar, mat eða heilsufars- rannsóknir skulu gerðar. Lögð er mikil áhersla á að vinna eingöngu fyrirbyggjandi, allri meðferð er beint til viðkomandi aðila. Við Heilsugæslustöðina Sólvang, Hafnarfirði eru allar sjúkraskrár tölvufærðar í ákveðnu kerfi, sem kallast MEDICUS. Vonandi verður hægt að bæta starfsmannaheilsu- verndinni inn í þetta kerfi, en það þýðir að öllum upplýsingum um ein- staklinga er safnað saman í eina sjúkraskrá. Hér hef ég reynt í stuttu máli að segja frá undirbúningi og þróun starfsmannaheilsuverndar við Heilsu- gæslustöðina á Sólvang, Hafnarfirði. Ég vona að mér hafi tekist að gefa ykkur smá innsýn í, hvers vegna við höfum kosið að nota heilbrigðis- hvatningu sem aðferð til að fá ein- staklinga til að taka aukna ábyrgð á eigin heilbrigði. Hjúkrunarráð Hjúkrunarlög kveða á um það í 2. gr. að starfa skuli hjúkrunarráð. Pað skal skipað 3 mönnum tilfjögurra ára í senn. Einn skal til- nefndur af heilbrigðisráðu- neyti, einn af menntamála- ráðuneyti og einn af Hjúkr- unarfélagi íslands. í Hjúkrunarráði í dag sitja Ingi- björg R. Magnúsdóttir skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu for- maður, Sigþrúður Ingimundardóttir Hjúkrunarfélagi íslands ritari og Marga Thome dósent í námsbraut í hjúkrunarfræði tilnefnd af mennta- málaráðuneyti. Verksvið hjúkrunar- ráðs er að fjalla um og mæla með veitingu sérfræðileyfa til ráðherra og starfa samkvæmt reglugerð þar að lútandi. Hjúkrunarfélag íslands skal tilnefna tvo sérfróða hjúkrunar- fræðinga til þátttöku með ráðinu í meðferð einstakra mála er varða sér- grein þeirra. Þá skal hjúkrunarráð fjalla um og mæla með veitingu hjúkrunarleyfis til ráðherra. Einnig gefur hjúkrunarráð umsögn um stöður hjúkrunarforstjóra hinna ýmsu heilbrigðisstofnana. Á fundum sínum gegnum árin hefur ráðið oft haft til meðferðar hin margvíslegu mál er snerta menntun- Höfundur er hjúkrunarfrœðingur á Heilsugœslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði. Hún lauk námi í starfs- mannaheilsuvernd frá Arbetar- skyddsstyrelsen, Solna, Stokkhólmi, Svíþjóð, 1986. HEIMILDIR Alþingi. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nr. 46/1980. XI. kafli. Alþingi 1980. Edelman C. og Mandle C.L. (1986). Health Promotion Throughout the Life span. Mosby Comp. 9-10. armál stéttarinnar. Árið 1986 var stofnaður samstarfshópur um hjúkr- unarráð. Fulltrúar í hjúkrunarráði mynda þann hóp ásamt hjúkrunar- forstjórum Landspítalans, Geð- deilda Landspítala, Borgarspítala, Landakots, Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og formanni Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga, en forntaður Fhh hefur setið fundi hjúkrunarráðs síðan 29. maí 1990. Samstarfshópur um hjúkrunarmál hefur haft til umfjöllunar hin marg- víslegustu mál er snerta hjúkrunar- þjónustu á íslandi. Hópurinn stóðað gerð myndbands um nám hjúkrunar- fræðinga í samvinnu við námsbraut í hjúkrunarfræði og einnig ráðstefnu með yfirskriftinni „Við byggjum brú í menntunarmálum hjúkrunarfræð- inga.“ Undirrituð hefur setið sem fulltrúi HFÍ í hjúkrunarráði frá árinu 1983. Marga Thome hefur einnig verið fulltrúi menntamálaráðuneytis frá sama tíma en Ingibjörg R. Magnús- dóttir hefur verið formaður ráðsins frá upphafi. Það er skoðun mín að eðlilegt sé að formaður HFÍ sitji fyrir hönd félagsins í hjúkrunarráði og mun ég því hætta störfum í haust en Vilborg Ingólfsdóttir formaður taka við. Ég vil færa öllum þeim hjúkrun- arfræðingum sem ég hef starfað með að þessum málum bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf sem hefur verið einstaklega lærdómsríkt fyrir mig. Sigþrúður Ingimundardóttir 36 HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.