Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 45
» FRÉTTIR « starfsemi og árangur alþjóöasam- taka hjúkrunarfræðinga. Skyggn- unum fylgir enskur texti. Nellie Gar- zon útbjó skyggnurnar, en hún var forseti ICN 1985-1989. Skyggnurnar má fá lánaðar á skrifstofu HFÍ. Ákvörðun dauða, brott- nám líffæra og krufningar í vor voru samþykkt á Alþingi tvö lagafrumvörp. Annað fjallar um ákvörðun dauða en hitt um brottnám líffæra. Lagafrumvörpin voru samin af nefnd. sem heilbirgðisráðherra skipaði haustið 1989 til að gera til- lögur að löggjöf um þessi atrið. Frumvörpin voru lögð fram til kynn- ingar vorið 1990.1 nefndinni átti sæti m.a. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HFÍ. FRUMVARP TIL LAGA um ákvörðun dauða 1. gr. Það er hlutverk læknis að ákvarða um dauða ntanns og rita dánarvott- orð. Honum ber að beita reynslu sinni og þeirri þekkingu sem hverju sinni er tiltæk til þessa verks. 2. gr. Maður telst vera látinn þegar öll heilastarfsemi hans er hætt og engin ráð eru til að heilinn starfi á ný. 3. gr. Staðfesta má dauða manns ef hjartsláttur og öndun hafa stöðvast svo lengi að öll heilastarfsemi er hætt. Hafi öndun og hjartastarfsemi verið haldið við með vélrænum hætti skal ákvörðun um dauða byggjast á því að skoðun leiði í ljós að öll heila- starfsemi sé hætt. 4. gr. Lögum þessum fylgja fyrirmæli um það hvaða rannsóknum skuli beita til þess að ganga úr skugga um að öll heilastarfsemi sé hætt. Ráðherra getur breytt reglum fylgiskjalsins með reglugerð í sam- ræmi við tiltæka læknisfræðilega þekkingu á hverjum tíma. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. FRUMVARP TIL LAGA um brottnám líffæra og krufningar. I. kafli Brottnám líffæra 1. gr. Hver sem orðinn er 18 ára getur gefið samþykki til brottnáms líffæris eða lífrænna efna úr eigin líkama til nota við læknismeðferð annars ein- staklings. Lífi og heilsu líffæragjafa má þó aldrei stofna í augljósa hættu með slíkri aðgerð. Áður en væntanlegur líffæragjafi veitir samþykki sitt skal læknir veita honum upplýsingar um eðli aðgerðar og hugsanlegar afleiðingar hennar. Læknir skal ganga úr skugga um að væntanlegur líffæragjafi skilji þessar upplýsingar. Blóðgjöf og notkun blóðs er undanþegin lögum þessum. 2. gr. Nú liggur fyrir samþykki einstakl- ings og má þá, að honum látnum, nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama hans til nota við læknismeð- ferð annars einstaklings. Liggi slíkt samþykki ekki fyrir er heimilt að fjarlægja líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings ef fyrir liggur samþykki nánasta vanda- manns hans og slíkt er ekki talið brjóta í bága við vilja hins látna. Með nánasta vandamanni er átt við maka (sambýlismann eða sam- býliskonu), börn, ef hinn látni átti ekki maka, foreldra, ef hinn látni var barnlaus, eða systkini, ef foreldrar hins látna eru einnig látnir. Eftir því sem kostur er skal til- kynna vandamönnum hins látna um andlát hans áður en líffæri eða lífræn efni eru numin brott úr líkama hans til nota við læknismeðferð annars einstaklings. 3. gr. Brottnám líffæra skv. 2. gr. er óheimilt ef kryfja þarf hinn látna réttarkrufningu og brottnámið gæti haft áhrif á niðurstöður krufningar- innar. 4. gr. Áður en líffæri eða lífræn efni eru numin brott, sbr. 2. gr., skal andlát staðfest af tveimur læknum. Skulu það ekki vera sömu læknar og annast brottnám líffæranna. Á sjúkrahúsum skal halda sér- staka skrá um brottnám líffæra. í skrána skal rita andlátsstund, dánar- orsök, nöfn þeirra lækna sem stað- festu andlát og hvaða viðmiðun var beitt til að staðfesta andlátið. Læknir sem annaðist hinn látna síðast fyrir andlátið má ekki annast brottnám líffæra eða lífrænna efna. 2. kafli Krufningar 5. gr. Nú liggur dánarorsök ekki fyrir svo fullnægjandi sé talið og er þá heimilt að kryfja líkið, enda hafi hinn látni eða nánasti vandamaður (sbr. 3. mgr. 2. gr.) samþykkt krufn- inguna. Þurfi að afla samþykkis nánasta vandamanns fyrir krufningu skal læknir veita upplýsingar um tilgang og markmið krufningarinnar. Vandamönnum er heimilt að krefjast krufningar ef í ljós kemur að ekki er af hálfu læknis hins látna fyrirhugað að óska eftir krufningu. 6. gr. Krufningu skv. 5. gr. má ekki framkvæma ef ástæða er til að ætla að réttarkrufningar verði krafist. HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur41

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.