Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 15
» FAGMÁL « einum eða fleiri, merkir fyrir alla breytingu á gæðum lífs þeirra sjálfra og fjölskyldna þeirra.4* Gæði eða kostir - lífsgæði - eru, burtséð frá áhrifum þeirra á líf lang- vinnt sjúkra, skilgreind sem fjöl- eða víð- samfélagslegur flötur, eins konar samfélagslegur fjölflötungur (macrosocial level) sem feli í sér eða eigi t.d. að fela í sér; heilbrigði, inni- haldsríka virkni, valfrelsi, öryggi, frelsi frá ógnunum, örvun, nýbreytni og auð lífslreynslu, áhrif, nægtaflóð, gáska og vináttu.71 Huglægt (subjective) mat á lífs- gæðum (kostum) getur haft tvær víddir; lífsfyllingu (satisfaction) og sjálfsvirðingu (self-estimate). Mæl- ing lífsfyllingar nær yfir gleitt horn, innihald er tengt reynslu, farsæld og framtíðarvæntingum. Sjálfsvirðing tengist allsherjar lífsfyllingu og inni- ber skynjun eigin verðleika og sjálfs- væntumþykju (self-love) þekkingu eigin veikleika og styrks.5* Hvernig tilfinning er að þykja sá sjúkdómur sem herjar á vera trufl- andi eða mengandi fyrir aðra, t.d. með hósta í leikhúsi eða á tónleik- um. Miklum uppgangi og nauðsyn þess að hrækja í matarboði? Ósjálf- ráð þvaglát eða vindgangur meðal ókunnugra. Ælti það sé ekki nærtækt fyrir sjúklinginn að vera hlédrægari en ella í nútíma samfélagi ytri áferðar sem hættir til að hafna hvers kyns óskipulagðri truflun og manna- þef. Heilbrigðisstéttunum og þeim sem taka pólitískar ákvarðanir þarf að vera ljóst, að langvinnir sjúkdómar draga úr og minnka sjálfsvirðingu sjúklinga sem finna sig vanmáttuga, valdalausa og þurfandi. Föðurforsjá (paternalism) er mikið beitt í þjónustu við sjúka og hjálparvana. Getur verið siðlaus (unethical), ekki aðeins vegna þess að sjálfsyfirráð sjúklings eru skert, heldur einnig vegna þess að hún skemmir og rýrir sjálfsvirðingu þeirra.4) Sjálfsvæntumþykja (self-love) er grundvöllur sjálfsumhyggju (self- caring) sem aftur er frumforsenda vaxtar okkar með okkur sjálfum og allrar vaxtarmiðlunar okkar til alls annars og allra annarra, hvort heldur sem er huglægt eða hlutlægt í framkvæmd.5) Tími, orka og peningar eru talin vera þeir nægtabrunnar sem allar manneskjur sækja í möguleika sína til athafnasemi (mobility) og mann- blendni (sociability). Einstaklingar, hópar og samfélög hafa mismikið af þessum grundvallarnægtum, sem ég hef leikið mér að kalla GAMÚ. Dul- úðug skammstöfun fyrir orðin; grundvallar athafna- og mann- blendni úrræði, sem kölluðust áður fyrr bjargráð og byggðu á bjargáln- um. Við aðstæður sem hafa í för með sér minnkaða orku tengdar veik- indum og/eða öldrun getur góður efnahagur gert kleift að hagnýta ann- arra G AMÚ og spara þannig tíma og orku. Hagræðing og jafnvægi einstakl- ings á eigin GAMÚ, bjargálnum, fer ekki aðeins eftir hans birgðum af, eða möguleikum á, að kaupa ann- arra GAMÚ, heldur einnig lífs- háttum hans (life style) og lífssýn.7) Nú á tímum verður krafan um sjálfsábyrgð, byggða á siðferðilegum samskiptagrunni skjólstæðings og „önnuðar" (þess sem veitir umönn- un, annast um) sífellt ákveðnari. Jafnhliða eru skyldur heilbrigðisyfir- valda settar fram sem þríþætt varn- arstarf og byggja þær á sjálfsábyrgð og þátttöku almennings eða þega. / fyrsta lagi - forvarnir - gera eitthvað til þess að verjast sjúk- dómum eða vanmætti áður en það kemur upp, sporna gegn einhverju. / öðru lagi - varnir - gera eitthvað til þess að finna og meðhöndla sjúk- dóma á byrjunarstigi, hefta út- breiðslu. /þriðja lagi - vernd - gera eitthvað til þess að hindra ónauðsynlega framrás og fylgikvilla sjúkdóma sem þegar eru fyrir hendi.5) Að framanskráðum almennum skilgreiningum er loks komið að skil- greiningum sem varða sérstaklega gæði og gildi lífs sjúklinga með lang- vinna lungnasjúkdóma. Flestir langvinnir lungnasjúk- dómar eiga það sameiginlegt að þegar fram líður skerða þeir hæfni lungnanna til lífsnauðsynlegra loft- efnaskipta, þ.e. öflunar og úrvinnslu 02 og útskilnaðar C02 Öll líffæra- og líkamsstarfsemi krefst 02 þótt einstaklingur sé í al- gerri hvíld. Sérhver athöfn eða virkni krefst aukins 02. Fyrir þessa sjúklinga getur minnsta hreyfing eða álag, jafnvel aðeins hugsuð hreyfing, valdið mikilli mæði, hindrað tján- ingu máls og heft hvers kyns geð- brigði, leitt til þrekleysis, kvíða og kjarkleysis sem getur endað með uppgjöf. Skert þrek til hreyfingar, átaka og tjáningar dregur úr starfsmögu- leikum og stuðlar að missi vinnu, sem aftur eykur hættu á fátækt og dregur úr sjálfsvirðingu. Minnkað GAMÚ eykur hættu á félagslegri einangrun, höfnun, afneitun og ómtíambæru einræni. Skert starfsemi lungna krefst stöð- ugrar notkunar lyfja með öllum þeim óþægindum og hugsanlegu auka- verkunum og/eða áhættu sem því getur fylgt. Margir sjúklingar verða jafnvel að tengjast hreyfihemjandi tækjum eða búnaði sem er til trafala. Þótt hann sé óhjákvæmilegur.7) Versnandi sjúkdómsástand er ýmist hæggengt, læðist yfir sjúkling- inn með auknum þunga eða gýs upp í skyndi og hefur í för með sér bráða- ástand og innlögn, þessa ógn- þrungnu köfnunarkennd og kvíða sem ávallt fylgir andnauð og kemur sjúklingi og fjölskyldu í opna skjöldu. Eins og bráðakrísur jafnan gera. Fjölskyldurnarvel að merkja; allir fá sinn skerf og enginn er ósnortinn af byrðinni, sem fylgir þessu ástandi, jafnvel þótt aðstæðurséu góðar, þ.e. GAMÚ í heild sé mikið með auð- ugan nægtabrunn.7* Hætt er við að lífsfylling hrekist inn í krappt horn.5) Ef mælikvarði á lífsgæði væri HJÚKRUN 2/íi - 67. árgangur 15

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.