Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 16
» FAGMÁL «
lagður fyrir sjúklinga með langvinna
lungnasjúkdóma og þeir beðnir að
meta eigin stöðu, myndu þeir raðast
á ýmsa staði kvarðans. Sumir á
fremur lítið eftirsóknarverðan stað,
miðað við almennt viðurkennd gæði.
En gætu þeir og fjölskyldur þeirra ef
til vill gert eitthvað til að komast á
eftirsóknarverðari stað, t.d. með
aukinni aðlögun og/eða breyttum
lífsháttum?
Hvert er hlutverk heilbrigðis-
stétta, -yfirvalda og stjórnmála-
manna við að bæta þá röðun? Hvað
hefur helst áhrif?
Búseta, jarðhæð, lyfta.
Ferðir, strætó, ekill, einkabíll,
akstur, aðdrættir, heimsedingar.
Erindi, sendill.
Aðstoð, heimilishjálp og þess
háttar.
Hvíld, kyrrð, svefngæði.
Bekkir, utan dyra, á stigapöllum, í
búðum og bönkum í röðinni.
Veðurfar, möguleiki á útivist í
skjóli.
Landslag, sléttlendi.
Umhverfisskipulag, umferðaljós,
útblástursmengun.
Tími, laus undan oki eftirrekstrar
og flýtis.
Orka, eigin, annarra, leiðbeining
iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara.
Stuðningsaðilar, ættingjar, vinir,
aðkeyptir.
Fræðsla, tilboð, tímarit, félags-
skapur, fagfólk.
Þekking, aðgengi.
Bráðaviðbrögð.
Hreyfigeta, akstur, önnur aðstoð.
Fjölskyldugerð, nálægð, geta.
Lífssýn, aðlögunarhæfni, hugar-
far, lifnaðarhættir.
Öryggi, neyðarhnappar, annað
fólk, úrræði, athvarf.
Þegar breyta verður lífsháttum í
tengslum við langvinna lungnasjúk-
dóma má spyrja um eftirfarandi
atrið:
1. Ererfitteðaauðveltaðlæraeða
framkvæma það sem gera þarf?
2. Tekur það mikinn eða lítinn
tíma?
3. Veldur það miklum eða litlum
óþægindum eða verkjum?
4. Veldur það eða veldur það ekki
aukaverkunum, einkum
þekktum, áhættusömum?
5. Þarfnast það mikils eða lítils
átaks eða orku í framkvæmd?
6. Blasir það við öðrum eða ekki?
7. Ef það er augljóst eða þekkt,
mun það orka lítilsvirðandi fyrir
viðkomandi eða ekki?
8. Virðist það eða virðist það ekki
vera áhrifaríkt?
9. Er það dýrt eða ekki?
10. Eykur það á eða dregur það úr
félagslegri einangrun?7)
Er heilbrigðiskerfið þess
umkomið að veita sjúklingum og
aðstandendum þeirra það sem með
þarf? Ef ekki. Hvað er það þá sem
skortir þar á og er hægt að bæta úr
því eða stendur heilbrigðisþjónustan
einfaldlega frammi fyrir því að verða
að viðurkenna og aðlaga sig eigin
vanmætti á þessu sviði?
Gætum við sem hjúkrum breytt
áhersluatriðum í von um aukin
gæði? Ef svo, þá hvernig. Skortir
eitthvað á í þekkingu, sem hægt er að
veita með menntun, og þá aukinni
menntun eða annars konar
menntun? Steytir þekkingarleitin á
skeri hvað varðar lausnir þessa
vanda? Eða er það ekki aukin
þekking, heldur öllu fremur öðru
vísi notuð þekking, sem hluti af
lausn vandans er fólgin í.
í von um frekari siðfræðilega
umfjöllun gildis og gæða lífs hinna
langvinnt sjúku, hvaðasjúkdómi eða
sjúkdómum sem þeir kunna að vera
haldnir set ég nú punkt.
HEIMILDIR:
1) Árni Böðvarsson, ritstj.: íslensk
Orðabók, Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs 1978.
2) Ásgeir Blöndal Magnússon: íslensk
Orðsifjabók 1989.
3) Coutts, L.C. & Hardy, L.K.: Teach-
ing for Health: Churchill Livingstone
1985.
4) Dimond M. & Jones S.L.: Cronic III-
ness Across the Life Span: Appleton-
Century-Crofts 1983.
5) Mayeroff MOn Caring: Harper &
Row Publishers N.Y. 1975.
6) Newman M.A.: Health as Expanding
Consciousness: The C.V. Mosby
Company 1986.
7) Strauss A.L. & Glaser B.G.: Cronic
Illness and the Quality of Life: The
C.V. Mosby Company 1975.
Höfundur er hjúkrunarfrœðingur og
„deildarstjóri“ á lungnadeild Vífilsstaða-
spítala. Uppistaða þessarar greinar er
erindi um sama efni sem var flutt þar vet-
urinn 1990.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
munið
að greiða félagsgjöldin
og
tilkynna aðsetursskipti
16 HJÚKRUN 2/>i — 67. árgangur