Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT
Starfsánægja þriggja starfsstétta á
geðdeild Landspítala
Jóna Siggeirsdóttir og
Þórunn Pálsdóttir
bls. 4
- Ég er sátt við stöðu félagsins í dag -
Vidtal við fráfarandi formann félagsins,
Sigþrúði Ingimundardóttur
bls. 9
Sjúklingar með langvinna lungna-
sjúkdóma - gildi og gæði lífs þeirra
Jóna Valgerður Höskuldsdóttir
bls. 13
Frammistöðumat á almennu
hjúkrunarsviði Landspítala
Lilja Jónasdóttir
bls. 1 7
Atferlisaðlögun - meðferð við offitu
Jóna V. Höskuldsdóttir og
Stefanía Sigurjónsdóttir
bls. 21
Viðbótarnám hjúkrunarfræðinga í
Háskóla íslands
Ragnheiður Haraldsdóttir lektor
bls. 25
Háskólanám í hjúkrunarstjórnun
Viðtal við Huldu Gunnlaugsdótiur
bls. 28
Hugmyndir að heilsuskóla
Hrönn Jónsdóttir
bls. 30
Starfsmannaheilsuvernd byggð á
heilbrigðishvatningu
Guðmunda Sigurðardóttir
bls. 34
Smitgát og sýkingavarnir
Hepatitis B smit
Sigriður Antonsdóttir
bls. 37
Fréttir
bls. 38-40
Kæru félagar.
Ég þakka ykkur það traust sem þið hafíð sýnt mér með því að
kjósa mig sem formann félagsins okkar, Hjúkrunarfélags
Islands.
Þegar nokkrir hjúkrunarfræðingar komu að máli við mig í
ágústmánuði á síðasta ári og hvöttu mig til að gefa kost á mér
sem formannsefni félagsins hafði ég aldrei leitt hugann að því
að til mín yrði leitað og ég beðin að standa í forsvari fyrir
félagið mitt. Þetta er mér mikill heiður og ég er reiðubúin að
vinna heilshugar að málefnum félagsins.
Sigþrúður Ingimundardóttir hefur ieitt félagið farsællega til
fjölda ára sem formaður Hjúkrunarfélags Islands. Ahugi
hennar á málefnum félagsins og viljinn til að gera alltaf vel
hefur einkennt öll hennar störf. Þótt hún hverfí nú til annarra
starfa vona ég að félaginu eigi eftir að nýtast kraftar hennar á
einn eða annan hátt í framtíðinni.
Hjúkrunarfélag íslands er stórt og öflugt félag. Það saman-
stendur af hjúkrunarfræðingum með víðtæka þekkingu á því
hvernig hlúa megi sem best að sjúku fólki. Styrkja og styðja þá
sem minna mega sín og standa vörð um heilbrigði.
Hvað er það sem skipar okkur saman í félag? Það er það að
við viljum öll vinna að hjúkrun með einum eða öðrum hætti og
við viljum hag hjúkrunar sem mestan. Við teljum okkur sterk-
ari að standa saman að þeim málum er varða störf okkar sem
hjúkrunarfræðingar og að með því að skipa okkur saman í
félag getum við haft meiri áhrif á ýmsa þætti er lúta að hjúkrun
hér á Iandi.
Ég tel að það sem hafí einkennt félagsmenn í Hjúkrunar-
félagi Islands sé að þeir hafa hugsað stórt, verið víðsýnir og
verið framsýnir, kjarkmiklir og áræðnir.
Innan félagsins eru mörg verkefni framundan. Ég hlakka til
að takast á við þau og vona að þar eigi ég eftir að njóta sam-
vinnu við sem flesta hjúkrunarfræðinga. Ég vona að við getum
sanreinast um leiðir til að leysa þessi verkefni á sem farsælastan
hátt, fyrir félagsmenn.
Ég þakka ykkur traustið og vona að ég sé traustsins verð.
Vilborg lngólfsdóttir
HJÚKRUN 2/9i - 67. árgangur 3