Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 32
Háskólanám
í hjúkrunarstjórnun
Hulda Gunnlaugsdóttir svarar spurningum um nám sitt í Noregi
/
Itímans rás hafa hjúkrunar-
frœðingar verið iðnir við
að auka þekkingu sína og
gjarnan leitað fanga erlendis.
Hulda Gunnlaugsdóttir stund-
ar nú nám í hjúkrunarstjórnun
við Oslóarháskóla og svarar
nokkrum spurningum um
nám sitt.
Hvernig datt þér í hug að leggja
land undir fót og fara í framhalds-
nám erlendis?
- Ég hafði verið hjúkrunarfor-
stjóri við Kristnesspítala í fjögur á
hálft ár og á því tímabili eða í júní
1986 lauk ég framhaldsnámi í
stjórnun í Hjúkrunarskóla íslands.
Strax var kominn áhugi á frekara
námi og jókst sá áhugi enn frekar
þegar vinkona mín sem einnig er
hjúkrunarfræðingur fékk áhuga á
námi í stjórnun. Ég tel að við höfum
haft áhrif hvor á aðra og þar með
aukið áhugann og áræðið til þess að
leita upplýsinga. Par með var boltinn
oltinn af stað. í byrjun árs 1987
fórum við svo af stað með upplýs-
ingaöflun um nám á Norðurlöndum
og urðum við strax áhugasamar um
þetta framhaldsnám þar sem það var
í háskóla og ekki var krafist B.Sc.
prófs til inngöngu.
Hvernig stóð á því að þetta land og
þessi skóli varðfyrir valinu?
- í febrúar 1988 fórum við til
Oslóar svo og Kaupmannahafnar til
að fá nánari upplýsingar. Kom þá í
ljós að námið í Osló var við okkar
hæfi. Til gamans vil ég geta þess að
við fengum mjög góðar móttökur hjá
báðum hjúkrunarfélögunum. Koll-
egar okkar þar vildu allt fyrir okkur
gera til að greiða götu okkar varð-
andi upplýsingar um nám og störf í
Noregi og Danmörku. Eftir heim-
komuna tókum við þá ákvörðun að
sækja um inngöngu í Oslóarháskóla.
Einnig sóttum við um vinnu í Dram-
men í 2 mánuði í ágúst og september
1988, svona til að sjá hve sterkar við
værum í norsku eða réttara sagt til að
komast að raun um hvort skóla-
danskan okkar væri nothæf í Noregi.
Pað sem gerði Norðurlöndin
áhugaverð var m.a. að skólagjöld
eruekkihá. Þarsemégerfjölskyldu-
manneskja var nauðsynlegt að taka
tillit til möguleika á atvinnu fyrir eig-
inmann og barnagæslu. Einnig hafði
það áhrif að flestir sem fara í fram-
haldsnám hafa farið til Bandaríkj-
anna og því fannst mér áhugavert að
fara í nám þar sem heilbrigðisþjón-
ustan er mjög lík og á íslandi. Ég
taldi ekki verra að koma með annað
sjónarhorn sem gæti leitt til meiri
víðsýni meðal stjórnenda innan
hjúkrunar. Síðast en ekki síst þá
fékk þessi skóli mjög góða dóma.
Var þetta erfið ákvörðun og
hvernig tók fjölskyldan þessu?
- Ákvörðunin sjálf var ekki erfið,
en það var margt sem þurfti að taka
tillit til. Helst varðandi barnaheimili
og atvinnumöguleika fyrir eiginmann
svo að utanför væri möguleg.
Eiginmaður minn studdi mig á
allan hátt, en sonurinn varekki alveg
með á nótunum til að byrja með
enda aðeins 4 ára. Fyrir hann var það
að flytja til Noregs álíka langt og að
fara til Reykjavíkur.
Að ákvörðun tekinni, hvernig fór
þá undirbúningurinn fram?
- Auðvitað krefst það heilmikils
undirbúnings og vinnu að flytja 3ja
manna fjölskyldu milli landa. í
undirbúningnum fólst m.a. að finna
húsnæði og barnahcimili. Stúdentar
í Oslóarháskóla hafa samtök „SIO“
sem hafa það að markmiði m.a. að
reka barnaheimili svo og að leigja út
húsnæði. Bæði er um að ræða her-
bergi og íbúðir sem eru mismunandi
að stærð. Ég var svo heppin að fá
ágætis 3ja herbergja íbúð. Leigu-
húsnæði er dýrt í Osló, við borgum
ísl. kr. 35.000 í leigu á mánuði, hiti
og rafmagn er innifalið. Á frjálsum
markaði er hægt að fá leigt húsnæði
utan Oslóar sem er oft bæði stærra og
ódýrara. Skólagjöld eru ísl. kr. 3.300
fyrir önnina, svo bætist við bóka-
kostnaður sem er töluverður og
verður maður oft að velja og hafna
hvaða bækur skal kaupa og hvaða
bækur á að fá lánaðar á bókasafni.
Petta nám er lánshæft innan náms-
lánakerfisins á íslandi.
Erfitt getur reynst að fá barna-
heimili, en ég var svo heppin að fá
það tiltölulega fljótt. Greiðslur fyrir
barnaheimili fer eftir tekjum fjöl-
skyldunnar. í haust byrjaði drengur-
inn minn í skóla, ég fékk strax skóla-
dagheimili fyrir hann, þar sem börn í
1., 2. og 3. bekk hafa forgang. í Nor-
egi hefja börn skólagöngu 7 ára.
Greiðslur fyrir skóladagheimilið fara
líka eftir tekjum fjölskyldunnar.
Islensk skólabörn eiga rétt á ókeypis
íslenskukennslu sem íslenskur kenn-
ari annast. Fjölskyldan hefur aðlag-
ast Osló og norsku þjóðfélagi vel.
Pað sem kom kannski mest á óvart
var hvað strákurinn náði norskunni
fljótt og eignaðist fljótt vini. Pví allt-
af hefur maður mestar áhyggjur af
því hvaða áhrif þetta hefur á börnin.
Hver voru inntökuskilyrði (
skólann?
- Mynd 1 lýsir í grófum dráttum
inntökuskilyrðum svo og framvindu
námsins. Ég vek athygli á að það þarf
að sækja um inngöngu í háskólann,
þ.e. að verða „akademískur borg-
ari“ um leið og maður sækir um inn-
göngu í deildina. Pað er vegna þess
að þú getur fengið inngöngu í
háskólann, þó svo að þú fáir ekki
pláss í einstöku deildum vegna fjölda-
takmarkana. í þessa deild eru teknir
28 HJÚKRUN V91 — 67. árgangur