Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1991, Blaðsíða 9
- Ég er sátt við stöðu félagsins í dag -
Viðtal við fráfarandi formann félagsins, Sigþrúði Ingimundardóttur
Pegar þú tókst við formannsstarfi
HFÍ haustið 1982 stóðu fyrir dyrum
miklar breytingar á uppbyggingu
félagsins samkvœmt lögum þess.
Ertu sátt við það hvernig þau mál
hafa þróast?
- Já, tvímælalaust. Ég tel það
hafa verið mikið framfaraspor að
breyta lögum félagsins eins og þau
eru í dag. Breytingin fólst fyrst og
fremst í því að skipta félaginu upp í
svæðisdeildir og að formenn þeirra
mynduðu félagsstjórn er færi með
æðsta vald í málefnum félagsins á
milli fulltrúafunda. Með því var
lagður grundvöllur að aukinni virkni
félagsmanna alls staðar af landinu og
möguleiki á því að dreifa valdi og
ákvarðanatöku. Það hefur sýnt sig
þessi ár að ákvörðunin var rétt því
svæðisdeildirnar hafa eflst og
dafnað, ekki hvað síst eftir að fjár-
hagur félagsins batnaði og hægt var
að veita meira fjármagni til þeirra.
Hvað sérgreinadeildirnar varðar
hafa þær lokast meira af sem faghóp-
ar. Áður höfðu þær einn fulltrúa á
aðalfundi félagsins samkvæmt lögum
en í dag verða þær að sækja slíkt
gegnum Reykjavíkurdeildina hún er
þeirra svæðisdeild því þær hafa allar
aðsetur sitt í Reykjavík þótt félags-
menn þeirra séu um allt land. Sumar
sérgreinadeildir hafa lagt áherslu á
að eiga fulltrúa á fulltrúafundi en
aðrar ekki. Þetta var sérstaklega
áberandi fyrst í stað. Ég tel nauðsyn-
legt bæði fyrir Reykjavíkurdeildina
og sérgreinadeildirnar að þar verði
skipulegra samband en verið hefur.
Einn af burðarásunum í hverju
félagi er trúnaðarmannakerfi þess.
Hver svæðisdeild hefur ábyrgð á
trúnaðarmönnum hver á sínu svæði
og stærstu vinnustaðirnir hafa aðal-
trúnaðarmenn. Eftir að trúnaðarráð
var lagt niður sem hafði yfirumsjón
með trúnaðarmönnum og sá um
námskeiðahald myndaðist ákveðið
tómarúm. Þetta hefur verið að breyt-
ast eftir því sem stjórnir hverrar
svæðisdeildar hafa látið sig málefni
trúnaðarmanna á svæðinu meira
máli skipta. Seinni ár hefur verið
reynt að skipta trúnaðarmannanám-
skeiðum þannig að bæði væri sem
best tekið á kjara- og hagsmuna-
málum stéttarinnar en einnig að
styrkja trúnaðarmenn sjálfa í starfi
sínu. Slíkt gerir það að verkum að
strax á sjálfum vinnustaðnum er
hægt að taka upp og leysa mál í stað
þess að beina þeim öllum til skrif-
stofunnar. Á fulltrúafundinum í vor
var samþykkt að kjósa nefnd til að
endurskoða reglugerðina fyrir trún-
aðarmenn og á næsta ári ættu
ákveðin drög að liggja fyrir.
Hvað hefur áunnist undanfarin árí
kjaramálum stéttarinnar, getur þú
bent á einhverja mikilsverða áfanga
sem hafa náðst?
- Þegar ég tók við sem formaður
hafði ég ekkert komið nálægt kjara-
málum nema lítilsháttar sem for-
maður í Kennaradeildinni. Það var
því ásamt mörgu öðru í okkar félags-
málum sem óplægður akur fyrir mig.
Ég sagðist myndi reyna að gera mitt
besta, öðru gat ég ekki lofað. Á þeim
tíma fram til ársins 1986 fór BSRB
með gerð aðalkjarasamnings en
félögin gerðu sjálf sína sérkjara-
samninga. Það þróaðist í reynd upp í
það að sérkjarasamningurinn var í
raun lítið annað en niðurröðun í
launaflokka. Við áttum þrjá fulltrúa
inn í stóru samninganefndinni hjá
BSRB sem var skipuð sextíu full-
trúum alls staðar af landinu. Síðan
var minni nefnd, svokölluð tíu-
mannanefnd, er stóð í beinum samn-
ingaviðræðum við ríkið. Þar var
línan lögð þótt við færum síðan og
gerðum samning við Reykjavíkur-
borg og Akureyrarbæ.
Það var lærdómsríkt fyrir mig að
sitja í þessum nefndum og þar lærði
ég margt sem kom sér vel, ekki hvað
síst eftir að nýju samningsréttar-
drögin tóku gildi árið 1986, en eftir
það fóru félögin sjálf með samnings-
umboðið. Það hefur verið stefna
HFÍ að semja sjálft en ekki að vera
með í samfloti við önnur félög, t.d.
meðan við vorum enn sem félag
HJÚKRUN -/91 - 67. árgangur 9