Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 9
» FAGMÁL « Líffræðilegar orsakir geðlœgðar Geðrænar breytingar við barns- burð hafa verið kannaðar með tilliti til breytinga á hormónum (sterum, prolactin, thyroid hormón) (Harris, B. o.fl. 1989, Janson, R. o.fl. 1985, Pop, V.J.M. 1991). Niðurstöður sýna að mismiklar breytingar geta orðið á magni þessara hormóna við barnsburð hjá einstökum konum og varað mislengi. Að nokkru leyti geta óeðlilegar, miklar og langvarandi hormónabreytingar skýrt af hverju sumar konur hafa tilhneigingu til að verða þunglyndar við barnsburð, en frekari rannsóknir þarf á þessu sviði til að skýra líffræðilegar orsakir. Sálfélagslegar orsakir geðlægðar Sálfélagslegir þættir hafa verið kannaðir í tengslum við fæðingar- þunglyndi (O’Hara, M., 1986, 1984, 1982, Affonso, D. og Domino, G., 1984, Affonso, D. & Arizmendi, T.G., 1986, Affonso, D. ogSheptak, S., 1987, Green, J., 1990). Streita af alls konar toga og viðbrögð við henni hefur mest verið könnuð og sam- band hennar við vanlíðan hefur verið staðfest. Samskiptaerfiðleikar og ófullnægjandi stuðningur geta magnað álagið við streitu. Neikvæð upplifun barnsburðar og litlar vænt- ingar til foreldrahlutverks virðast einnig tengdar geðlægð. Fylgni á milli persónuleikaeinkenna og geð- lægðar hefur einnig fundist. Álitið er að sálfélagslegar orsakir geðlægðar séu fjölþættar og geta verið sam- tvinnaðar. Fjölþœtt orsakasamband við geðlægð Kenningar úr ólíkum fræði- greinum hafa því verið notaðar til að útskýra geðrænar breytingar eftir barnsburð og virðast menn sammála um að hver þeirra hafi nokkuð tak- markað gildi. Líklegt þykir að sam- tenging líffræðilegra og sálfélags- legra kenninga geti orðið til þess að skilningur manna á vanlíðan verði meiri í framtíðinni (Ader, R., Feltan, D.L., Cohen, N., 1991). Romito, P. (1990) endurskoðaði fræðilegar heimildir um vanlíðan tengda barnsburði. Hún komst að þeim niðurstöðum að sjúkdóms- greiningar á geðrænum kvillum ásamt læknis- og líffræðilegum skýringum á vanlíðan við barnsburð væru of takmarkaðar til skilnings á vanlíðan kvenna. Fræðileg sjónarhorn á vanlíðan Af fyrrgreindum rannsóknum á vanlíðan við barnsburð verður ljóst að hver fræðigrein fæst við vanlíðan kvenna frá mismunandi sjónarhorni og þurfa hjúkrunarfræðingar að skýra sitt sjónarhorn. Affonso, D. (1991) greindi sjónarhorn fæðingar- fræðinnar og geðlæknisfræðinnar, frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinnar. Fæðingarfræðin byggir m.a. á líf- fræði, lífeðlisfræði, lífefna- og meinafræði. Geðlæknisfræði byggir á sálgreiningar-, persónuleika- og atferliskenningum. Fræðilega sjón- arhornið ræður því, hvers konar mælingar eða mat er framkvæmt til að sjúkdómsgreina og lækna sjúk- dóma. Affonso telur að aðlögunar-, streitu- og þroskakenningar myndi fræðilegan sjónarhól fyrir hjúkrun- arfræðina. Aðlögunar- streitu og þroskakenningar Aðlögun er líkamlegt og sálfélags- legt ferli, sem hefur síaukinn þroska að markmiði. Aðlögun er oft sam- ofin streitu og kvíða, sem getur valdið vanlíðan. Rannsóknir á aðlögun eru þverfaglegar og hjúkr- unarfræði er byggð á þverfaglegum þekkingargrunni. Til að skilja barns- burð sem aðlögunarferli getur eftir- farandi líkan um aðlögunarsvið hjálpað hjúkrunarfræðingum við hjúkrunarstörf- og rannsóknir (D’Affonso, D. 1987). Aðlögun við barnsburð og heilbrigði Kjarni aðlögunarlíkans er hin líf- fræðilega og líkamlega aðlögun við barnsburð. Hún er samofin sálfé- lagslegri aðlögun. D’Affonso, D. (1987) skipti heildaraðlögun eftir barnsburð í fimm svið: 1) athafnir daglegs lífs, 2) persónuleg upplifun við barnsburð, 3) tengslamyndun, 4) hlutverka-, samskipta- og félags- legar breytingar og 5) sjálfsskiln- ingur og sjálfsvirðing. Líkanið felur í sér að skilningur á aðlögun verði meiri sé samhengi skoðað frekar en einstök svið. Þar sem aðlögun er síbreytileg verður aðlögun betur skilin þegar samhengi eru skoðuð yfir lengri tímabil. Líffræðileg - lík- amleg aðlögun er miðuð við staðla (norm) og getur því verið auðveld- ara að lýsa henni en sálfélagslegri aðlögun. Menningarleg áhrif geta valdið því að menn hafi mismunandi hugmyndir um það sem telst eðlilegt eða óeðlilegt, heilbrigt eða sjúklegt við sálfélagslega aðlögun. Menning hefur frá örófi alda haft áhrif á skiln- ing mannkyns á geðheilbrigði og þar með á leiðir, sem menn töldu heppi- legar til að aðlagast breyttum kröfum á hverjum tíma (Becker, P. 1982). Hjúkrunarfræðingurinn Newman, M.A. (1986) byggir á hefð sálfræðinnar og sálgreiningar við að skilgreina heilbrigði sem síaukna meðvitund mannsins um sjálfan sig, umhverfi sitt og samskipti við aðra. Menn geta skv. þeim skilningi öðlast betri heilsu við hvers konar reynslu. Vanlíðan og veikindi eru skv. kenn- ingu M. Newman ekki í andstöðu við heilbrigði. Vanlíðan getur verið merki um aðlögunarerfiðleika á ein- hverju sviði. Hlutverk hjúkrunar er fólgið í því að greina vanlíðan og leita eftir skýringum frá sjónarhóli þess, sem upplifir hana. Pað getur verið skref í þá átt að öðlast dýpri vit- und um sjálfan sig, líkamasinn, sam- HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.