Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 31
» MINNING « aðeins í faginu, heldur þótti á þeim árum sjálfsagt að vera vel lesinn í heimsbókmenntunum, - ég man ekki betur en að þær væru allar sjó- aðar í Tolstoy og Óskari Wilde, Ibsen og Björnstjerne og að þær hafi haft á hraðbergi ævisögur allra helstu mektarkvenna og karla sem sögur fóru af. Með félagsmálunum rækt- uðu þær kvenlegar dyggðir, kross- saumuðu listavel, kúnstbróderuðu, prjónuðu og hekluðu. Pegar þær voru að læra á „Kommune- eða Rigs-“, ungar íslenskar stúlkur á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar, sárfátækar, þá seldu þær handavinnuna sína í hannyrðabúðir í Kaupmannahöfn til að ná sér í nokkrar aukakrónur. Sem nemar unnu þær óhemju mikið nætur sem daga og saumuðu hverja lausa stund á næturvöktum. Blússurnar sínar og pilsin saumuðu þær sjálfar, með aftursting, því þær áttu auðvitað ekki saumavél. Við vitum að þær stóðu sig frábær- lega vel í námi og af myndum að dæma hafa þær viljað vera og verið glæsilega búnar. Þær höfðu fjarska gaman af því að vera „elgegant". Mér er í barnsminni þegar þær fóru á alheimsþing hjúkrunarkvenna í London rétt fyrir stríð og keyptu sér allar, Bjarney, Sigríður Bachmann og Sigríður Eiríks, hatta og kjóla í stíl eftir nýjustu tísku fyrir sinn „síð- asta pening“, því þær keyptu aldrei slíkt öðru vísi en fyrir sinn „síðasta pening". Það heyrði til frásögunni af kaupunum. Til eru glæsilegar ljós- myndir af þeim í heimsborginni frá þeim tíma, eins og klipptar út úr kvikmynd. Þær voru blómakonur og náttúru- unnendur, fóru í langar gönguferðir um landið og ætíð til berja. Og mikið lifandis ósköp töluðu þær og lögðu á ráðin á fundum sem voru haldnir á heimilunum til skiptis þar sem fram- borið var sætt kaffi og með því í sparibollunum á útsaumuðum dúkum. Þær töluðu um hvernig ætti að skipuleggja betur störfin hjá Líkn, um hvernig ætti að kenna fólki hreinlæti, um hvernig ætti að losna við spýtubakka sem þóttu sjálfsagðir í opinberum byggingum, - ég man eftir einum í Landsbankanum, sem mér fannst ég alltaf sjá stíga uppúr glottandi berkladraug, - um hve nauðsynlegt væri að útvega fleiri hjúkrunarkonur í heimahjúkrunina og þegar fram liðu stundir og flestir sigrar voru komnir í augsýn, án þess að það væri tíundað sérstaklega, þá væntanleg Heilsuvemdarstöð Reykja- víkur. Þegar hjúkrunarfélagið var annars vegar þá voru það launamálin og BSRB-þingin, lífeyrissjóðurinn, sumarhúsið uppi hjá Reykjum, heimilissjóðurinn til að skapa aðstöðu fyrir skrifstofu FÍH (Félags íslenskra hjúkrunarkvenna). Eða þá allur undirbúningurinn fyrir nor- rænu hjúkrunarþingin sem hér voru haldin. Milli funda var svo endalaust skrafað í símann. Er það nokkuð furða þótt vinkona Bjarneyjar, Sig- ríður Eiríksdóttir, væri okkar megin kölluð „mamma símalanga“. En símtölin hennar voru nú reyndar við fleiri en Bjarneyju, þótt enn þann dag í dag muni ég símanúmerið hennar (13016!), af því að ég var svo oft látin hringja með skilaboð. Bjarney Samúelsdóttir var einkar heillandi persónuleiki. Hún var glettin og eiginlega alltaf með bros í augunum. Stutt í hlátur og spaug. Það var svo gaman að koma sem barn í kaffitíma á Berklavarnarstöð- ina í Kirkjustræti, þar sem hana var að hitta fyrir, Sigrúnu Magnúsdóttur og Óla Hjaltested lækni og oftast einhverja aðra gestkomandi og fá að hlusta á líflegar umræður úm menn og málefni. Eins í Pósthússtrætið þar sem hún bjó um árabil hjá frú Claessen og svo margt skemmtilegt var að skoða. Hún var vinur barna. Eina minningu á ég þó skýrasta frá því eftir að ég óx úr grasi sem mér finnst segja meira en margt annað um Bjarneyju Samúelsdóttur og er um leið bergmál af því andrúmslofti sem sveipaði hjúkrunarkonur bernskudaga minna. Sú minning er greipt eins og mynd í huga mér: Reiðhjólið stóð upp við vegginn við innstu útidyrnar á nýju fjölbýlis- húsi uppi í Eskihlíð. Fyrir framan þennan vegg hafði verið útbúið blómabeð með sígildum fjölærum jurtum eins og tíðkuðust í Reykja- víkurgörðum í gamla daga, þegar hún fór að þykjast vera borg með borgum: - venusvagn, vatnsberi, ranfang, fjalladalafífill og jurtin góða sem við áhangendur hjúkrun- arliðsins í þá daga alltaf kölluðum „Ingimar“, af því að Ingimar í Hvera- gerði hafði útvegað hana helstu blómsturhjúkrunarkonum í Reykja- vík. íslenska þrílita fjólan teygði sig, lágvaxin og traust, næst steinum sem skildu að blómabeðið og grófa möl á bílaplani og ég hugsaði: Jááá, auð- vitað! En snjallt! Auðvitað er hægt að eiga garð í fjölbýlishúsi ef maður bara vill . . . Nú orðið finnst flestum þetta náttúrulegt og eðlilegt, en þá upp úr 1960, þegar Bjarney Samúels- dóttir flutti í Eskihlíðina voru blóma- beð við háar blokkir sjaldséð. Þannig var Bjarney Samúelsdóttir brautryðjandi í blómareitum við fjölbýlishús eins og í starfsgrein sinni og félagsmálum þeirra sem eiga hana að verksviði. Hjúkrunarkonum sem fyrr og síðar hafa unnið að framfaramálum fyrir þjóð okkar votta ég virðingu mína og einlægan hlýhug. Vigdís Finnbogadóttir HJÚKRUN '/« - 68. árgangur 27

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.