Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 39
» FRÉTTIR « Hvaða gagn höfum við af því að vera í ICN? Hjúkrunarfræðingar þekkja oft á tíðum ekki kostina við að hafa fé- lagsaðild að ICN og biðja um skýr- ingar á hvaða gildi það hefur að vera í samtökunum. Meðlimir Alþjóðasamtaka hjúkr- unarfræðinga: - Fá International Nursing Review 6 sinnum á ári. Pað hefur að geyma fréttir um hjúkrun og heil- brigðismál frá hinum ýmsu aðild- arfélögum. - Fá SEW FRÉTTIR 10 sinnum á ári. Þetta fréttabréf gefur upplýs- ingar um störf hjúkrunarfræðinga og kjör ásamt framvindu í efna- hags- og þjóðfélagsmálum víðs vegar að úr heiminum. ~ Fá fréttabréf sem gefin eru út reglulega í tengslum við verkefni sem unnin eru á vegum ICN. Þar er greint frá framvindu mála og aðkallandi verkefnum er tengjast stefnumörkun í hjúkrun. ~ Geta sótt ICN ráðstefnur. Sú næsta verður á Malaga, Spáni 6.- 11. júní 1993. ~ Geta leitað ráðlegginga hjá ICN um félagsleg málefni. ~ Það kemur aðildarfélögum vel að taka þátt í ICN-verkefnum, t.d. þróunarverkefnum í stjórnun, lagasetningum fyrir hjúkrunar- starfið, símenntun. ~ ICN átti frumkvæðið að leiðbein- ingum fyrir hjúkrun m.t.t. umönnunar HlV/alnæmissjúkl- inga. ~ Siðareglur ICN eru leiðarvísir fyrir hjúkrunarfræðinga um allan heim. ~ Aðildarfélög fá ókeypis eintak af allri útgáfu ICN og afsláttur er veittur ef fest eru kaup á miklu magni. - ICN er málsvari og rekur áróður fyrir hjúkrun á alþjóðavettvangi t.d. innan WHO, UNICEF, Alaþjóðaatvinnumálastofnunar- innar og UNESCO. Petta er mikil- vægur þáttur þar sem þessar stofn- anir hafa oft áhrif á stefnumótun. - Þegar afstaða ICN er birt opinber- lega, þá er það aðstoð og leiðbein- ingar fyrir alþjóðahópa sem fást við sams konar mál. - Hjúkrunarfélög um allan heim taka þátt í og hafa áhrif á stefnu- mótun í heilbrigðismálum og HÁMARKS GREIÐSLUR vegna serfræöilæknishjálpar 1991 eru 12.000 kr. Á árinu 1991 skulu hámarksgreiðslur sjúkratryggðra, vegna sérfræðilæknishjálpar, röntgengreininga og rannsókna, vera kr. 12.000 samtals. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin kr. 3.000. MUNDU AÐ FÁ ALLTAF KVITTUN FYRIR GREIÐSLUM. Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu hins sjúkratryggða. Vegna sérfræðilæknishjálpar gildir bleika eintakið af reikningi. SKÍRTEINI Þegar þú hefur greitt hámarksupphæðina, framvísaðu þá kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins og fáðu skírteini, sem undanþiggur þig frá frekari greiðslum til áramóta. 1 Reykjavík skalt þú snúa þér til afgreiðslu Tryggingastofnunar að Tryggvagötu 28. Utan Reykjavíkur “ útvega sýslumenn og bæjarfógetar skírteinin. TRYGGINGASTOFNUN Ö3RÍKISINS © HJÚKRUN '/« - 68. árgangur 35

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.