Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 50
UPPLYSINGAR TIL GREINAHÖFUNDA Tímaritiö HJÚKRUN, tímarit Hjúkrunarfélgas (slands, birtir greinar um hjúkrunarfræði, rann- sóknir eöa efni sem á erindi til hjúkrunarfræðinga á einn eöa annan hátt, t.d. fræðsluefni og greinar um félags- og hagsmuna- mál hjúkrunarfræðinga. Tímaritið er jafnframt vettvangur skoðana- skipta. Ritstjórn tímaritsins áskilur sér rétt til að taka grein til birtingar eða hafna henni og jafnframt leita umsagnar tveggja aðila sem rit- nefnd velur til verksins hverju sinni. Umsögn þessara aðila fylgir ákvörðun um birtingu eða synjun. Ritstjórn áskilur sér rétt til að setja greinar upp og aðlaga að formi blaðsins. Handrit: Höfundar eru vinsam- lega beðnir að skila handritum vél- rituðum til ritstjórnar Hjúkrunar, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykja- vík. Handrit skulu vélrituð með tvö- földu línubili og góðri spássíu. Handrit eiga að vera á góðri ís- lensku. Leitast skal við að íslenska erlend orð og heiti. Ef um sjaldgæf orð eða nýyrði er að ræða skal rita enska þýðingu innan sviga fyrir aftan. Skammstafanir skulu út- skýrðar í fyrsta skipti sem þær koma fyrir í texta. Greinar skulu að jafnaði ekki vera lengri en 12-14 vélritaðar síður. Á fyrstu síðu handrits skal vera: a) Titill greinar. Titill skal vera stuttur og lýsa vel innihaldi greinar. b) Nöfn grein- arhöfunda og nýleg Ijósmynd. c) Starfsheiti, vinnustaður og símanúmer greinarhöfundar. Myndefni: Númera skal myndir, gröf, teikningar og Ijósmyndir með tölustöfum. Öllum myndum skulu fylgja textar sem eru skráðir á sérstakt blað og númeraðir eftir því sem við á. Forðast ber að endurtaka í texta upplýsingar sem koma fram í töflum. Töflur skal númera með tölustöfum og hver tafla skal prentuð á sérstakt blað. Koma skal fram hvar höfundur óskar að myndefni sé staðsett í texta. Heimildalisti: Við gerð heim- ildalista skal fara eftir APA- stöðlum (Publication Manual ofthe American Psychological Associa- tion, 3rd ed., 1983). Bókin liggur frammi á skrifstofu HFÍ, víða á bókasöfnum og fæst t.d. hjá Bók- sölu stúdenta í Reykjavík. Heim- ildalista skal skila á sérstökum blöðum og skulu heimildir aö jafn- aði ekki vera fleiri en 20. Sé um rannsókn að ræða, skal koma fram útdráttur, tilgangur, nákvæm lýsing efnis, aðferða- fræði og niðurstöður. Greinarhöfundar geta fengið senda próförk til leiðréttingar af uppsettum greinum og frá- gengnum til birtingar sé þess óskað. Greinarhöfundar geta fengið sendar nánari leiðbeiningar sé þess óskað. Ritstjórn HFÍ 46 HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.