Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 11
» FAGMÁL « Tafla 1 SAMANBURÐUR VANLIÐUNAREINKENNA EFTIR LIÐAN Á 2. MÁNUÐI EFTIR FÆÐINGU Minni lífsgleöl Minni tilhlökkun Sjálfsásakanir Kvlöl-áhyggjur Spenna-hræösla Úrræöaleysi Svefnerfiöleikar Depurö Grátur Aö gera sér mein □ Eðlileg líöan [7] Vanliöan Við aðra skráningu náðist til 41 þeirra. Fimm neituðu endurskrán- ingu og ein kona hafði ekki fylgt leið- beiningum á spurningalista um að meta líðan sl. viku, heldur svarað út frá vanl íðan, sem þj áði hana við fæð- ingu fyrir 14 árum síðan. Mæli- skekkja sem þessi er engu að síður athyglisverð, þar sem hún sýnir að minning um mikla vanlíðan er lang- varandi og skýr. Af 41 konu, sem fengu 5*9 við fyrstu skráningu, fengu 39% (N 16) einnig hækkuð gildi við aðra skráningu. 61% hafði því batnað og er sá bati marktækur (Wilcoxin rank sum test, p= .0000). Við síðustu skráningu fyrir sjötta mánuð náðist í aðeins 31 konu af 41. Helsta ástæða fyrir minni þátttöku var að konur höfðu ýmist flutt búferlum eða þær voru ekki heima hjá sér að deginum. Þær virtust því áberandi hreyfanlegri en við þriðja mánuð, sem var ekki gert ráð fyrir í upphafi rannsóknar. Af 31 konu reyndust 19,4% (N6) með heildar- einkunn 3=9. Bati frá þriðja til sjötta mánaðar var einnig marktækur (Wilcoxin rank sum test, p= .0040). Við endurtekna skráningu skapast tilhneiging hjá svaranda að meta ástand sitt betra en það er, ef um sama mælikvarða er að ræða (mæli- skekkja). Svarendur virðast læra á spurningalista. Því má ætla að einnig konum með gildi >7 =£8 (N 6), sem höfðu áður endurtekin hækkuð gildi, hafi áfram liðið nokkuð illa, án þess að það kæmi fram á heildareinkunn EPDS við 3. skráningu. Samtals höfðu því 12 konur með langvarandi geðlægð ekki fengið bata á 6. mán- uði. Tíðni einkenna og breytinga frá 2.-6. mánaðar Einkenni allra kvenna í úrtaki voru könnuð á öðrum mánuði. Tafla 1 sýnir prósentuhlutfall allra ein- kenna fyrir hóp kvenna sem leið ann- ars vegar illa og hins vegar eðlilega. I töflunni kemur fram að konur, sem leið illa, lýstu einkennum í öllum 10 flokkunum. Konur, sem leið eðlilega, gera það einnig þó með þeirri undantekningu, að þær lýstu ekki neinum hugmyndum um „að gera sér mein“. Einkenni, sem eru algengust við vanlíðan, eru einnig algengust við eðlilega líðan (sjálfs- ásökun, spenna-hræðsla, úrræða- leysi, kvíði). Munurinn á hóp sem leið eðlilega og hinum liggur í því að vanlíðunareinkenni komu fram í minna mæli eða í færri skipti. Konur svöruðu spurningum í EPDS með til- liti til þess hve oft einkenni hafi komið fram sl. viku. Hæsta svargildi 3 merkti að einkenni hafi komið mjög oft, gildi 2 merkti stundum, og gildi 1 merkti sjaldan. Á töflu 2 koma fram hámarkssvar- gildi fyrir konur sem leið eðlilega og illa. Konum í hóp, sem leið illa, 70 80 90 100 merktu við öll einkenni einu hámarksgildi hærra en konur, sem leið eðlilega. Af því er ályktað að við vanlíðan komi geðræn einkenni oftar fram en við eðlilega líðan. Auk þess hafa konur með eðlilega líðan aldrei hugmyndir um „að gera sér mein“. Hámarkssvargildi 3 virtist merkja mikla vanlíðan þar sem eingöngu konur sem greindust með vanlíðan krossuðu við það. Bati var fólginn í því að einkenni komu sjaldnar, þ.e. að svargildi 3 hvarf. Einkenni hurfu þó ekki að fullu þótt konum fyndist líðan sín eðlileg. Eðlilegri líðan er því ekki hægt að jafna við fullkomna vellíðan, streitulaust eða ein- kennalaust ástand. Frá öðrum fram að sjötta mánuði var breytileiki ein- HJÚKRUN Vvl - 68. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.