Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 41
» FRÉTTIR « Porbjörg Jónsdóttir fv. skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands 1954-1977, 1978- 1983 og Magnús Guðmundsson skjalavörður Háskóla íslands að loknum frágangi á skjalasafninu. Skjalasafnið verður varðveitt hjá Námsbraut íhjúkr- unarfrœði. ingamálaráðuneytinu, Félagsmála- ráðuneytinu og Umhverfismála- ráðuneytinu verið skrifuð bréf til að óska eftir stuðningi við þetta vinnu- verndarátak. Eins og ykkur er kunnugt heldur HFÍ ráðstefnu ár hvert 12. maí. í ár verður ráðstefnan á vegum nefndar- innar og ber yfirskriftina „Vinnu- verndarátak HFÍ 1992“. Áætlað er að fá finnskan gestafyrirlesara Kittu Rossi að nafni, en hún vinnur sem „chief nursing officer in occupational health" við finnska vinnueftirlitið í Helsinki. í umræðunni um hvernig hægt verði að standa að þessu vinnuvernd- arátaki er ljóst að umfangið stjórnast af fjölda þeirra sem taka þátt í fram- kvæmdinni, og þeim áhuga sem býr á hverjum stað fyrir sig. Guðmunda Sigurðardóttir er til- búin til að mæta á vinnustaðafundi eða félagsfundi til að fjalla um þessi mál. Fyrir okkur sem stöndum að þessu er það lykilatriði að hjúkrun- arfræðingar sjái sér fært að mæta á þá vinnustaðafundi sem haldnir verða og fjölmenni á ráðstefnuna 12. maí. Mikilvægt er að koma þeirri vitn- eskju sem við höfum aflað okkur út til ykkar. Við viljum sýna það í verki að okkur er það jafn mikilvægt að sinna ykkur sem og skjólstæðingum okkar, þ.e.a.s. að varðveita heil- brigði og vellíðan á vinnustað, ekki síst nú þegar erfiðir tímar eru fra- mundan sem að öllum líkindum munu auka starfsálag til muna. Með félagskveðju, Guðmunda Sigurðardóttir, formaður ★ Rannsóknir í hjúkrunarsögu Skráning skjalasafns Hjúkrunarskóla íslands Skjalasafn Hjúkrunarskóla íslands hefur verið flokkað og skráð og er því aðgengilegt til notkunar við rannsóknir. Magnús Guðmundsson skjalavörður Háskólans og Þorbjörg Jónsdóttir fyrrverandi skólastjóri Hjúkrunarskólans sáu um verkið. í. skjalasafninu eru mikilsverðar heim- ildir um upphaf og þróun hjúkrun- arnáms á þessari öld. Hjúkrunar- fræðingar og nemendur í hjúkrunar- fræði eru hvattir til að nota sér safnið við rannsóknir á sögu hjúkrunar- fræði hér á landi. Nám hófst við Hjúkrunarkvenna- skóla íslands árið 1931. Þegar skólanum, þá Hjúkrunarskóla ís- lands, var síðast slitið í júní 1986, höfðu rúmlega 2.000 nemendur út- skrifast þaðan. Við skólann höfðu starfað á annað hundrað kennarar, prófdómarar og aðrir starfsmenn. Skólinn var fyrst til húsa á þriðj u hæð í Landspítalanum enda stofnaður í tengslum við opnun spítalans. Skól- inn fékk eigið húsnæði árið 1956. Skömmu eftir það breyttist hagur hans verulega með auknu skrifstofu- rými þar sem vel var búið að starfs- fólki og skjölum. Þegar Hjúkrunarskólinn hætti starfsemi og Námsbraut í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands hafði tekið við hlutverki hans gafst ekki ráðrúm til að ganga frá skjölum skólans. Það verk var einnig í biðstöðu sökum þess að Lýður Björnsson sagnfræð- ingur vann að ritun sögu Hjúkrunar- skóla íslands. Hún var gefin út á vegum Hjúkrunarfélags íslands í árslok 1990. Fyrrverandi skólastjór- ar, Þorbjörg Jónsdóttir (1954-1977, 1978-1983), Sigþrúður Ingimundar- dóttir (1977-1978) og Sigríður Jóhannsdóttir (1983-1986) höfðu í ársbyrjun 1991 samband við Sig- mund Guðbjarnarson háskólarektor og báðu um liðveislu við frágang á skjalasafni Hjúkrunarskóla íslands. Háskólarektor vísaði málinu til skjalavarðar Háskólans. Vinna við frágang á safninu fór fram á tímabil- inu mars til nóvember 1991. Auk Magnúsar og Þorbjargar lögðu eftir- taldar konur eitthvað af mörkum við frágang á safninu: Sigríður Jóhanns- dóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Vigdís Magnúsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Skjölin hafa verið flokkuð í sam- ræmi við skjalaflokka hjá Skjalasafni Háskóla íslands: HJÚKRUN Vn - 68. árgangur 37

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.