Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 34
Guðrún Erla Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur Heimsókn á sjúkrahús í austurvegi / g gefmér það að hver ein- staklingur eigi sér draum. Síðan snýst lífokkar um það, að draumurinn rœtist. Minn draumur rœttist í október síð- astliðnum. Skal nú skýrt frá hvernig það vildi til. Árið 1987 gerðist ég meðlimur í samtökum sem heita NAON (Na- tional association of orthopaedic nurses). Ég hef sótt námsstefnu þeirra þrisvar sinnum. í Bandaríkj- unum eru til samtök sem heita People to People International, sem stofnuð voru í kalda stríðnu 1956 af Eisenhower. Markmið þessara sam- taka er að stuðla að faglegum og menningarlegum tengslum milli austurs og vesturs. Árlega hafa þessi samtök sent faghópa á milli landa til að stuðla að betri samskiptum. Árið 1991 urðu bæklunarhjúkrunarfræð- ingar fyrir valinu. í NAON eru 8.400 meðlimir og voru 30 úr hópnum valdir. Ég hreppti hnossið ásamt hjúkrunarfræðingum frá Ástralíu, Kanada, St. Vincent eyju og frá ýmsum fylkjum Bandaríkjanna. Það tekur langan tíma að skipu- leggja slíka för, a.m.k. 6 mánuði. Því var það svo að valdaránið í Sovét var næstum því búið að setja stólinn fyrir dyrnar hjá okkur. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu og keikar héldum við í Austurveg. Okkur var ætlað að heimsækja Pétursborg, Moskvu, Búdapest og Prag. Undirbúningur Hver hjúkrunarfræðingur, sem í slíka för fer, þarf að undirbúa sig vel og leggja fram fyrirlestur á ensku , sem tekur40 mínútur í flutningi. Þar sem mitt aðalstarf er nú ekki að halda fyrirlestra á ensku, tók það drjúgan tíma, því allt varð að vera fullkomið í mínum huga. Ferð sem þessi er heldur ekki gefins, þó svo að maður hafi veirð valinn til hennar, heldur kostar hún heilmikið, í mínu tilviki ekki undir hálfri milljón króna. Því varð ég að reyna að útvega mér styrki, bæði í farareyri, og líka til gjafa sem þykja sjálfsagðar og nauðsynlegar, svo og í ýmsan annan kostnað. Heilbrigðisyfirvöld voru farin að beita stóru skærunum, þegar hér var komið sögu og vildu ekkert af mér vita né mér veita. Ég hóf því bréfaskriftir til ýmissa stofn- ana og fyrirtækja með betlipenna í hendi, og því lyktaði þannig að lítið vantaði upp á að endar næðu saman. Ég vil þakka þeim fyrir mig og segja að sem betur fer eru ennþá til aðiiar sem hugsa stórt. Ég frétti mér til mikillar gleði að hér í borg er starfræktur skóli, en þar er veitt aðstoð fólki, sem þarf á hjálp að halda vegna fyrirlestrahalds á er- lendum málum, t.d. ensku. Skóla- stjórinn, hann Steingrímur, reyndist mér mjög vel. Við þurftum að kunna að bjarga okkur með það allra nauð- synlegasta og læra utanbókar helstu orðatiltæki þessara þriggja framandi tungna. Margt fleira var það, sem læra þurfti og ég hirði ekki um að geta hér. Áfangastaðir og staðreyndir Fyrst var haldið til Pétursborgar og heimsótt „Institute of Traumato- logy and Orthopaedics“. Þar tók á móti okkur systir Svetlana hjúkrun- arforstjóri. Við fengum að skoða allt, sem hugurinn girntist, þar með talið skurðstofur, endurhæfingu ásamt sundlaug og almenna bæklun- arlækningadeild. Ég fékk að skoða skrár og kynnti mér umfang þeirra. Sannleikurinn er sá að starfssystur okkar þarna eru í þeim sporum sem hjúkrunarfræðingar á íslandi voru í fyrir 30 árum. Þannig er skráning hjúkrunar engin. Þær skráðu hitann inn á sjúkraskrá læknis og var það eina skráningin. í ijós kom þegar spurt var um menntun þeirra að hún tekur 2-3 ár, fer eftir því hve mikið þær hafa lært áður. Kennarar þeirra í hjúkrunarskólanum eru eingöngu læknar. Vinnutími þeirra er 24 klst. í senn og 2-3 daga frí á eftir. Þær klæð- ast hvítum sloppum og eru með stóran háan kappa á höfði, engin félagsmerki í barmi. Hægt var að þekkja starfssystur okkar og kven- lækna á því að þær voru mjög vel til hafðar í vinnunni (máiaðar) og gengu flestar á pinnahælum. Vinnu- tíminn fannst þeim vel ásættanlegur, enda þekkja þær ekki annað. Barns- hafandi hjúkrunarfræðingar starfa þar til sjö mánuðir eru liðnir af með- göngu, hætta þá og fá greiðslur sem í fullu starfi væru þar til barnið er fætt. Síðan eiga þeir rétt á að vera heima hjá barni sínu í 3 ár á mun lægri launum og geta þá gengið að sínu fyrra starfi. Allar starfandi konur í Rússlandi hafa þennan rétt. Við heimsóttum einnig „The Turner Child Orthopaedic Research Institute“ í Púskin. Þetta er vísinda- leg stofnun, þar sem flestir læknar 30 HJÚKRUN V92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.