Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 48

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 48
» FRÉTTIR « Opna umræðu um áfengis- og vímuefnavandamál. Tillaga kom fram um að stofnað yrði teymi fagfólks á svæðinu til að vinna áfram að úrbótum í heilbrigð- ismálum. Stjórn Austurlandsdeildar Hjúkr- unarfélags íslands mælti með eftir- farandi aðilum: Héraðslækninum á Austurlandi, framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, félagsmála- stjóra/stj órum, kennara/kennurum, geðhjúkrunarfræðingi. ★ Heimsókn í páfagarð Guðrún Marteinsson fyrrum hjúkrunarforstjóri Landakotsspítala er formaður Caritas á íslandi, sem er hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar. Pessi hjálparstofnun stendur árlega fyrir söfnunum, annars vegar fyrir jól til styrktar fátækum og sjúkum hér á landi, hins vegar um páska til styrktar bágstöddu fólki í þróunarlöndum. Á sl. ári fór Guðrún til Rómar fyrir hönd Caritas ísland þegar félagið var tekið inn í Caritas Inter- nationale. Um 150 þjóðir eru í þessum líknarsamtökum. Caritas ísland var tekið inn í alþjóðlegu samtökin ásamt fimm öðrum líknarfélögum við mjög há- tíðlega athöfn og hámessu. Að athöfn lokinni fengu allir á fundin- um, 300-400 manns, áheyrn hjá páfa, Jóhannesi Páli II. Guðrún fékk þá sérstakt tækifæri til að bera honum kveðjur frá íslandi, sérstaklega frá Alfred Jolson biskupi og starfsfólki St. Jósefsspítala Landakoti. Hún færði honum að gjöf myndbönd um Vestmannaeyja- og Surtseyjargos. ★ Erfðagjöf frá Bjarneyju Samúelsdóttur Eftir lát Bjarneyjar Samúels- dóttur hjúkrunarkonu var Hjúkrun- arfélagi íslands færð gjöf úr dánarbúi hennar, sem er borð með ísaum- uðum dúk og tveir stólar, silfurkassi, sem var gjöf til hennar frá HFÍ fyrir 23 ára starf sem gjaldkeri félagsins frá 1920-1943, þrjár silfurskálar auk ýmissa skjala er varða hjúkrunar- störf. Félagið kann bestu þakkir fyrir. Stjórnunarleg staða hjúkrunarforstjóra, yfírlæknis og framkvæmdastjóra innan stjórnkerfis sjúkrastofnana í bréfi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins til landlæknis, undirritað af heilbrigðis- og trygg- 44 HJÚKRUN 1/92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.