Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 44
» FRÉTTIR « heimahjúkrun meðal 65 ára og eldri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum að Svíþjóð undanskilinni. Sparnaður í öldrunarþjónustu Hlutdeild sjúkrahúsa í heildarfjár- magni heilbrigðisþjónustunnar nemur 59% á íslandi í dag. Til sér- hæfðu sjúkrahúsanna fer 66%, almennra sjúkrahúsa 15% og hjúkr- unardeilda um 20%.1 2 3) Á almennum sjúkrahúsum og hjúkrunardeildum eru eldri hjúkr- unarsjúklingar í yfirgnæfandi meiri- hluta eða milli 70-90%. Með hliðsjón af að kostnaður við að sinna 3-4 sjúklingum heima er svipaður og kostnaður við umönnun eins sjúkl- ings á stofnun, er ljóst að efling heimaþjónustu stuðlar að verulega aukinni hagræðingu og sparnaði í heilbrigðisþjónustunni. Taka verður þó tillit til þess að fækkað hefur verulega á heimilum og þess vegna eru þau síður í stakk búin til að sinna hjálparvana eldra fólki en fyrr á tímum. Kostnaður við elli- og hjúkrunar- deildir nemur trúlega 30% af heildar- kostnaði reksturs sjúkrastofnana. Það er athyglisvert að eftir því sem næst verður komist verja Danir, Finnar og Norðmenn verulega minna hlutfalli af vergri þjóðarfram- leiðslu til heilbrigðisþjónustu en íslendingar og Svíar.3) Við eigum að skoða þessa hluti í þessu ljósi enda engin minnkun af að læra af öðrum ef vel er haldið á spöðunum. Ólafur Ólafsson, landlæknir HEIMILDIR 1. Social tryghed i de Nordiske lande - 47 Nordisk statistisk skriftserie. K0ben- havn 1986. 2. Nord. Stat. Yearbook 1991. Kaup- mannahöfn 1991. 3. B. Árnason. Heilbrigðisútgjöld 1960- 1988. Háskóli íslands. íslendingar verja veru- lega minni fjármunum til félags- og heilbrigðis- þjónustu en hin Norðurlöndin Heilbrigðisþjónustan er talin dýr og m.a. er bent á að við eyðum einna mest Evrópuþjóða í þennan mála- flokk. Samanburður milli þjóða er þó hæpinn vegna þess að erfitt er að skilja á milli þess sem greitt er fyrir heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu. Sumar þjóðir fella stóran hluta heilbrigðisþjónustu við aldr- aða og þroskahefta undir félagslega þjónustu, en íslendingar ekki. Gagnrýnin endurskoðun á þessum samanburði gefur til kynna að nor- rænar þjóðir eyða svipuðum hluta af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðis- þjónustu. Öruggur samanburður fæst ef bornar eru saman heildarupp- hæðir til félags- og heilbrigðismála. Norðurlönd: Útgjöld til heilbrigðis- og félagsþjón- ustu sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu 1975-1987. Prósent 1975 I 1197S {$^1981 I 11984 1987 Eins og sjá má, verja íslendingar verulega minni hluta af vergri þjóð- arframleiðslu til félags- og heilbrigð- ismála en aðrar norrænar þjóðir. Skýringa á þessum mun er að leita til eftirfarandi: Við verjum minna til aðstoðar við eldra fólk enda búa hlutfallslega færri 65 ára og eldri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hér er einnig lítið atvinnuleysi. Athyglisvert er, að þó að börn og unglingar séu hlutfallslega flest hér á landi verjum við næsta svipaðri upp- hæð og aðrar norrænar þjóðir til aðstoðar við fjölskyldur og börn. Við eyðum hærri upphæðum í stofnanir. Sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu verjum við lang- minnstum greiðslum til að bæta fólki upp tekjumissi (t.d. vegna fæðingar- orlofs eða sjúkdóms) og til þroska- heftra. Örorkugreiðslur eru langlægstar á Islandi. Lélegt viðurværi og rýr aðstoð stuðlar að stofnanavistun og þá fellur umönnun á hendur heil- brigðisþjónustunnar. Ólafur Ólafsson, landlœknir ★ Könnun á mótefna- myndun tveggja bólu- efna gegn meningococc B heilahimnubólgu Heilahimnubólga getur orsakast bæði af bakteríum og veirum. Séu bakteríur orsökin er sjúkdómurinn yfirleitt hættulegri en heilahimnu- bólga af völdum veira. Pað eru einkum tvær tegundir baktería, sem valda heilahimnubólgu. Gegn annarri þeirra Haemophilus influenzae B hefur tekist að þróa gott bóluefni, sem tekið var í notkun fyrir ungbörn hér á landi vorið 1989 með þeim árangri að heilahimnubólga af völdum þeirrar bakteríu hefur ekki greinst hér síðan haustið 1989. Áður veiktust að meðaltali 9-10 börn á ári af þessum sjúkdómi. Hin bakterían er Neisseria men- ingitis, hér oft kölluð meningókokk- 40 HJÚKRUN >/92 - 68. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.