Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1992, Blaðsíða 19
Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur Samkynhneigð og sorg Frá því að sjúkdómurinn alnœmi kom fram á sjón- arsviðið, við upphaf níunda áratugarins, hafa hjúkrunar- frœðingar þurft að takast á við það verkefni að þróa og veita sérhœfða hjúkrunarmeð- ferð sem hœfir þeim flóknu og margbrotnu heilsufars- vandamálum sem þessi sjúkl- ingahópur hefur. Þrátt fyrir að samkynhneigðir karlmenn séu einungis hluti þess fólks sem smitast af alnæmi, þá eru þeir að öllum líkindum sá hópur sem við vitum minnst um. Fyrir daga al- næmis var ákaflega lítið skrifað um samkynhneigða í hjúkrunartímarit og sjaldan eða aldrei fjallað um þennan hóp í hjúkrunarnámi. Þetta er að breytast, en betur má ef duga skal. Hjúkrunarfræðingar þurfa að kunna skil á viðhorfum og reynslu- heimi samkynhneigðs fólks í þeim mæli að þekkingarleysi, hugsunar- leysi og fordómar hamli ekki viðeig- andi hjúkrunarmeðferð. í þessari grein verður fjallað sérstaklega um sorgarviðbrögð samkynhneigðra karlmanna sem missa elskhuga sinn úr alnæmi. Sorg og samkynhneigð Allt frá því að Lindemann (1944) lýsti einkennum bráðrar sorgar hjá þeim sem misstu nána ættingja sína í frægum eldsvoða (Coconut Grove) hefur það sorgarferli sem fer af stað við mikinn missi verið rannsakað ítarlega. Stærstu og þekktustu sorg- arrannsóknir (t.d. Maddison, 1968; Parkes, 1975; Silverman og Cooper- band, 1975) fjalla um eftirlifendur gagnkynhneigðra sambanda og styðja ákveðið það sem komið hefur í ljós í streitumælingum að maka- missir er mest streituvaldandi missir sem unnt er að upplifa (Holmes og Rache, 1967). Sú staðreynd að ekki hefur verið athugað sérstaklega hvernig samkynhneigðir bregðast við missi maka síns á væntanlega rætur að rekja til algengra fordóma um eðli samkynhneigðra sambanda. í fyrsta lagi er gengið út frá því að fólk sem upplifir makamissi sé alltaf gagnkynhneigt (Berger, 1982). Þetta viðhorf leiðir til þess að samtök og stofnanir sem bjóða upp á aðstoð við syrgjendur, s.s. varðandi úrvinnslu tilfinninga og ýmissa lagalegra og fjárhagslegra atriða, eru ekki í stakk búin til að mæta þörfum samkyn- hneigðra syrgjenda sem eru að ýmsu leyti frábrugðnar þörfum annarra. Alnæmi hefur orðið til þess að nú hriktir í undirstöðum þessa viðhorfs og hefur sannað að hommar eru til þrátt fyrir allt. í annan veg er sá útbreiddi mis- skilningur að sambönd homma séu ekki varanleg og byggist á kynlífi eingöngu. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á að hommar líti almennt á kynlíf sem mikilvægasta þátt lífs síns þá hefur þessi trú manna orðið til þess að margir eiga erfitt með að skilja og viðurkenna hin sterku tilfinningabönd sem geta tengt tvo karlmenn (Poorman, 1988). Meginástæða þess að samkyn- hneigðir syrgjendur eiga erfitt með að fá tilskilinn stuðning á þung- bærum tímum er sú að þjóðfélagið er skipulagt fyrst og fremst fyrir gagn- kynhneigt fólk. Þörf homma fyrir formlegan stuðning er venjulega ekki viðurkennd nema á svæðum þar sem stórir hópar samkynhneigðra hafa sest að, t.d. í San Francisco. Samkynhneigðarfælni (homo- phobia, ótti við samkynhneigð, (Poorman, 1987)) er oftast undirrót hinna neikvæðu viðhorfa sem margir gagnkynhneigðir hafa til þessa lífsstíls. Slík viðhorf hafa orðið mjög áberandi og stundum leiðandi í al- næmisumræðunni þar sem menn töldu fyrst að alnæmi væri homma- sjúkdómur. Jafnvel nú þegar orsök sjúkdómsins er þekkt, ljóst er hverjar smitleiðir eru og að allir geta fengið alnæmi þá eru samt sem áður margir sem kenna hommum alfarið um alnæmisfaraldurinn. Sumir ganga jafnvel svo langt að álíta að alnæmi sé réttlát refsing fyrir kyn- hneigð homma. Útskúfun Samkynhneigðir syrgjendur eru í óvenjulegri aðstöðu. Til þess að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að skoða nánar nokkur atriði. Útskúfun (stigma) hefur verið skilgreind sem „aðstaða einstaklings sem er ekki félagslega viðurkenndur" (Goffman, 1963). Hommum sem eru elskhugar alnæmissjúklinga er líklega útskúfað á þrennan hátt. í fyrsta lagi er um að ræða fyrirbæri sem Parkes (1972) lýsti þannig: . . viðmótsbreyting (sem) verður í samfélaginu þegar einhver deyr. Allar ekkjur uppgötva að fólk sem áður var vingjarnlegt og auðvelt í umgengni, fer hjá sér og HJÚKRUN '/92 - 68. árgangur 19

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.